Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 8
Gamla múrsteinshúsið á Hesteyri, sem Eiríkur Isfeld reisti. Mynd: Rannveig Þórhallsdóttir. Geta má þess til gamans, að í einu ferðalaginu til Mjóaijarðar varð ævisagnaritari vitni að því að tignarlegt hreindýr synti þvert yfír ijörðinn frá Hesteyri að Kolableikseyri, rétt eins og það hefði verið að sannreyna þjóðsöguna á eigin skinni. Strandlengja Hesteyrar er um þriggja kílómetra löng, landið skriðurunnið en vel gróið og hvergi klettar með sjó. Hesteyrarland er frekar stórt, innan við bæinn em Hesteyrarflug og Langaijall fyrir ofan. Utan við bæinn eru tvö dalverpi, Hesteyrardalir, og aðskilur Miðfell dalina, austurendi Langaijalls og Hesteyrarfluga og suðvesturhom Ekrutinda til beggja handa. Vatnsföll mynda fossa úr hvomm dal fyrir sig. Nokkur skriðuhætta er í Hesteyrarlandi og sagnir af snjóflóðum í gegnum tíðina. Engu að síður hefur Hesteyri verið talin vera fremur farsæl jörð og auðveldara að afla heyja og róa á fiskimið en víða í Mjóafirði. A Hesteyri standa í dag tvö hús, annað múrsteinshús að hmni komið, hitt yngra en má muna fífíl sinn fegri. Við húsið stendur heimagrafreitur, hálfhrunið indíánatjald, gömul hlaða og fuglakofi. Einhvem tíma hefur verið meiri myndarbragur yfir heimilishaldinu á Hesteyri. í lok 19. aldar og byrjun þeirra 20. voru tvö grasbýli á þar og hétu þau Slétta og Nýibær, sem síðar varð Mýri. Viðvík var ekki grasbýli, heldur hús sem stóð niðri á sléttlendi niður af Hesteyrarbænum og kemur það síðar hér við sögu. Viðvík var byggt 1905 og stóð til 1917, var ein hæð, þó með íbúðarherbergjum í risi. Þar var oft þrísett. Á þessum bæjum, stundum kölluðum Hesteyrarbæjunum, bjó að hluta til og um tíma ísfeld-ættboginn. Á Hesteyri var rekin sveitarverslun til ársins 1950. Þórann Pálsdóttir Isfeld stofnaði verslunina, en sonur hennar og föðurbróðir Önnu á Hesteyri, Eiríkur Guðmundsson ísfeld, rak hana lengst af. Faðir Önnu tók síðan við versluninni þegar bróðir hans lést. Árið 1897, þann 24. nóvember, brann íbúðarhúsið Akur á Hesteyri, hús útvegsbóndans Ólafs Guðmundssonar ísfeld. Sem betur fer varð enginn mannskaði. Eyjólfur Jónsson Waage missti, ásamt eiginkonu sinni Pálínu Guðmundsdóttur, aleiguna í bmna að Nýjabæ á Hesteyri um miðjan júlí árið 1899. Allt er þegar þrennt er, því tæpum hundrað árum síðar, árið 1977, brann íbúðarhúsið á Hesteyri. Varð sá atburður örlagaríkur í lífi Önnu. Ábúendur Fyrstu skjalfestu ábúendurnar á Hesteyri voru bræðumir Einar og Þórhallur Bjarnasynir. Áhugasömum um búsetusögu á Hesteyri, sem og í Mjóafírði öllum, er bent á Mjófírðingasögur Vilhjálms Hjálmarssonar sem út komu í þremur bindum hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs á ámnum 1987-1990. Föðurfólk Önnu á Hesteyri hefur búið þar frá árinu 1873. Guðmundur Guðmundsson eldri á Hesteyri fæddist á Urriðavatni í Fellum árið 1834 og bjó á Hesteyri árin 1873- 1896. Fyrri kona Guðmundar hét Ingibjörg Vilhjálmsdóttir. Guðmundur og Ingibjörg áttu saman soninn Vilhjálm sem dó í barnæsku og dótturina Önnu Vilhelmínu. Ingibjörg lést ung. Guðmundur kvæntist Þórunni Pálsdóttur Isfeld árið 1863 og eignuðust þau tíu böm: Pálínu, Guðrúnu Sigríði, Ólafíu, Ólaf, Karl, Eirík, Guðmund (lést ungur), Jens Kristján, Guðmund yngri (föður Önnu á Hesteyri) og Jón Isfeld. Áður en Guðmundur og Þómnn fluttu til Mjóafjarðar bjuggu þau á Vestdalseyri í Seyðisfirði. Stunduðu þau greiðasölu þar í 12 ár. Afkomandi þeirra á Seyðisfirði var Pálína Þorbjörnsdóttir Waage verslunarkona og kær vinkona frænku sinnar Önnu á Hesteyri. Guðmundur byggði myndarlegt timburhús á Hesteyri árið 1879, einlyft með risi, og endurbyggði útihús. Faðir Önnu Mörtu, Guðmundur Guðmundsson yngri, var næstyngstur af systkinum sínum og átti heima alla ævi á Hesteyri. Hann var fæddur á þar, 26. janúar 1882, og var um fermingu þegar faðir hans dó. Upp frá árinu 1908, 488 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.