Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 31
ÖrnólfurThorlacius Sannar regluna? Því sést oft slegið fram að undantekningin sanni regl- una, en ekki þarf djúpa hugsun til að komast að því að svo er ekki. Tökum til dæmis stafsetningarreglu: í íslensku á að skrifa grannan sérhijóða á undan ng og nk, þótt flestir íslendingar beri orðin fram með breiðu hljóði. Langur - lángur, söngur - saungur, rengi - reingi, banki - bánki. Frá þessu eru þó undantekningar, þegar til dæmis er skrifað (og talað) Jónki, kóngur, þjónkun. Ekki fæ ég séð að undantekningin sanni hér regluna. Annað dæmi, úr allt annarri átt: Frumefrium (90 í náttúrunni eða á annað hundrað þegar efni, tilbúin á rannsóknastofum eðlis- fræðinga, eru talin með) er oft raðað í lárétta röð eftir vaxandi atómmassa. Ef röðin er slitin á tilteknum stöðum og framhaldið skráð eftir ákveðnum reglum í fleiri línur undir hinni fyrstu, þá má lesa merkilega reglu út úr töflunni, sem kölluð er lotukerfi frumefnanna, þar sem efni sem eru saman í lóðréttum dálki hafa ýmis einkenni sameiginleg, einkum efnafræðileg, svo sem hvaða frumefnum þau bindast og í hvaða hlutföllum. Massi atómanna er táknaður í ákveðnum atómmassaeiningum, þar sem léttasta frumefnið, vetni, hefur (með eins aukastafs nákvæmni) atómmassann 1,0 en þyngsta frumefnið í náttúrunni, úran, er með atómmassann 238,0. Og nú komum við að undantekningunni: Til að reglan um lotubundna röð frumefrianna standist verður á nokkrum stöðum að víkja frá því að röðin gangi alltaf frá léttari atómum til þyngri. Argon, Ar, nr. 18, hefúr til dæmis atómmassann 39,9, en í næsta sæti, 19, er kalín eða kalíum, K, með 39,1. Og tellúr, Te, nr 52, er aðeins efhismeira, 127,6, en næsta efni, nr. 53, joð, I, með atómmassa 126,9. Ekki verður séð að þessi talnafrávik sem slík renni stoðum undir - hvað þá sanni - gildi lotukerfisins sent Rússinn Mendeleev lagði grunn að á síðari hluta 19. aldar. Mér sýnist að þennan misskilning megi rekja til enskrar gerðar máltækisins: „The exceptionproves the rule“. Hygg ég að enskumælandi menn misskilji inntakið á sama hátt og við. En „proves“ verður þarna best þýtt á íslensku nær óbreytt, sem ,prófar“. Þar með er komin ný - og vitleg - útgáfa á máltækinu: Lotukerfið 7 vlt a !“Ac '«Unp.-Unh LanþanlOar 6' IssCe r 7'l9oTh aPr 4 24 I (145> IIS0.18 JlSlTM ' 11S7.25 jl58.92~ Nd ..Pm„Sm.iEu «Gd«Tb S.OJ 23(05 (2«) (.•«> '(?«(• ' (24 í) •'Pa wlJ .iNp -Pu -iAms.Cm. Bk|«Cf T* (HoíwEr ..Tm'ioYbjriLu í 2521 ' 1757) '(25J) '(259) ’(£«’ " wEs l™Fm.».Md-MNo ro.Lr Undantekningin er prófsteinn á regluna. Lítum nú á dæmin sem tilgreind eru hér að framan í þessu Ijósi: Stafsetningin langur, söngur, rengi og banki á sér langa hefð og enn kveða menn að orðunum í samræmi við hana á Vestfjörðum. I orðunum Jónki, kóngur og þjónkun kemur ó fýrir í stofni, og það réttlætir (og kallar raunar á) frávikið frá meginreglunni. Sem sagt: Meginreglan stenst prófið, undantekningin er prófsteinn á hana. Um lotukerfi frumefnanna er það að segja að svo til allur massi atóms er í kjama þess, sem gerður er af tveimur gerðum ámóta þungra einda, nifteindum (nevtrónum), sem eru óhlaðnar og róteindum (prótónum), sem eru plúshlaðnar og binda jafhmargar mínushlaðnar rafeindir (elektrónur) á sveimi umhverfis kjamann. Hvert frumefni ákvarðast af fjölda róteinda í atómkjömunum og þar með hvemig efnin raðast í lotukerfíð. Vetni, númer eitt, er með eina róteind, en úran, númer 92, er með 92 róteindir. Það sem upp á vantar í atómmassa er svo fjöldi nifteindanna; engin slík er í langflestum vetniskjömum en 142 í þorra úrankjama. I flestum tilvikum fer nifteindum fjölgandi með hækkandi sæti í lotukerfínu, en frá þessu eru undantekningar, þar sem nifteindum fækkar - og atómmassinn lækkar - með hækkandi sæti. Sem fyrr em undantekningamar prófsteinn á fullgilda megin- reglu. Heima er bezt 511

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.