Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 42
tíma meðan þú ert að athuga þetta allt. Hvort ég skil að svona
mál taki tíma. Það er mér sönn ánægja að geta gert lögmanni
Andreu heitinnar greiða. Vertu margblessaður.“
Gústa gat gubbað við tilhugsunina og svo ætlaði þessi tími
aldrei að líða þangað til Ulli fengi arfínn. Hún skildi ekki þessa
tregðu. Sennilega af því að líkið hafði ekki íúndist enn. Það
var eftir henni Andreu þessari óþolandi postulínsdúkku, að
gera þeim lífið leitt jafnvel þó dauð væri. Svei öllu pakkinu,
lifandi eða ekki. Já, hún hugsaði sér gott til glóðarinnar
þegar hún gæti farið að elta Ulla, svo hann flangsaðist ekki
alvarlega á eftir ungu stelpunum á böllunum. Þær voru svo
sem nógu freistandi. Henni fannst eiginlega að Ulli væri
orðin ansi áhugalaus um hana ef hún var hreinskilin við
sjálfa sig. En arfsins skyldi hún fá að njóta hvort sem hann
kæmi í gegnum Ulla, Helenu eða þau bæði.
Ulfljótur vaknaði seint og um síðir og þráði það eitt að fá
afréttara til þess að hressa sig á.
Hann vissi að það var ekki deigur dropi til í húsinu. Hann
gat ekki geymt vín. Það varð að drekka þann dropa sem
til var í hvert sinn. Hann herti sig upp og staulaðist fram í
eldhúsið. Gústa þóttist ekki sjá hann, svo hann fékk sér kaffi
og reyk þegjandi. Eftir dálitla stund í þögn og reykjarmekki,
sneri hann sér að Helenu.
„Ert þú að lita?“ spurði hann óvenju blíðmáll.
Hún kinkaði kolli undrandi yfir þessari athygli.
„Það er kona uppi á lofti,“ sagði hún og brosti.
„Andsk... er leigjandinn komin og ég ekki farinn að sjá
hana,“ sagði Ulli við Gústu. „Eg held maður skveri sér í betri
leppana og líti á gripinn. Hvernig kom hún dótinu upp, eða
var hún ekki með búslóð?"
„Þeir komu strákamir í búðinni og hjálpuðu henni. Það var
búið að tala um það við þá. Þú hefðir getað fengið að sjá hana
í gær ef þú værir ekki búinn að tapa verslunarstjórastöðunni,
auminginn þinn,“ sagði Gústa örg.
„Hvar hélst þú þig eiginlega til morguns?"
„Þig varðar ekkert um mínar ferðir né gerðir,“ ansaði Ulli
illskulega og fór fram á bað að laga sig til. Hann átti að mæta
á myndbandaleiguna klukkan þrjú.
Andrea kom niður stigann klædd „Leggings", svörtum
hálfsíðum leðurjakka og háum leðurstígvélum í sama lit.
Helena stökk fram, snögg í hreyfmgum, og starði á hana
stómm augum úr dyragættinni.
„Halló,“ sagði Andrea og starði á móti. Henni þótti barnið
fallegt og bera einhvem svip sem hún kom þó ekki fyrir sig
hver væri. Hún kannaðist svo við þessi augu, andlitsdrættina
og hárið.
„Er eitthvað að þér?“ hugsaði hún. „Hvemig ættir þú aö
kannast við dóttur hennar Gústu, en það er allavega ekki
hennar svipur á baminu.“ Svo brosti hún til telpunnar og
ætlaði að halda áfram út.
„Nei, góðan daginn,“ sagði karlmannsrödd að baki telpunnar
og hurðin opnaðist upp á gátt. Úlfljótur Hermannsson kom
brosandi með framrétta hendi.
Andrea stirðnaði upp eitt augnablik og langaði mest til að
hlaupa upp stigann og skella í lás á eftir sér. Svo kom þrjóskan
og stoltið og vamaði henni þess. Hún rétti fram höndina og
kreisti nokkuð eðlilegt bros fram á varirnar.
„Sæll vertu, Vera Vilhjálms heiti ég. Þú munt vera
húsráðandinn?"
„Já akkúrat, Úlfljótur Hermannsson hér. Velkomin í þetta
guðsvolaða þorpskríli.“
„Takk.“ Andrea dró að sér höndina eins og hún hefði
brennt sig. í eitt augnablik sá hún fyrir sér þeirra fyrsta
fund í versluninni forðum, þegar hann hafði boðið henni á
ballið örlagaríka.
„Gjörðu svo vel að ganga í bæinn,“ hélt hann áfram
brosandi.
„Eg var nú á leið út,“ sagði Andrea.
„Ekkert liggur á, ef þú hefur ætlað að skoða þig um. Nægur
tími til þess. Farðu frá Helena.“
Telpan skaust til hliðar og færði sig að stofúdyrunum.
„Þarft þú ekki að mæta í vinnu, Úlfljótur?“ sagði nú höstug
rödd Gústu og hún birtist í eldhúsdyrunum, úfin og rauð
í andliti. „Ertu kominn í rakspírann, eða hvað, það veður
svo á þér?“
„Hvað ert þú að hanga þama krakki,“ sagði hún svo enn
höstugri við Helenu litlu, sem enn starði eins og dáleidd á
Andreu. Sú litla hrökk við og horfði hræðslulega á móður
sína og svo aftur á Andreu.
„Ég ætla ekkert að stoppa,“ sagði Andrea, „eins og þið
sjáið er ég á leið út og ætla að reyna að fínna vídeóleiguna
og skoða mig svolítið um í leiðinni.“
„Alveg kjörið,“ sagði Úlli og lyftist allur. „Ég vinn þar og
er einmitt að fara núna. Þú verður mér bara samferða.“
Augu hans viku ekki af andliti Andreu, sem leit á Gústu
og sagði elskulega:
„Ég þigg kaffisopa seinna, ég er hvort sem er ekki á fömm
úr húsinu.“
Gústa ansaði engu. Telpan horfði á Andreu og hún stóðst
ekki biðjandi augnaráð hennar.
„Heyrðu litla mín. Langar þig að labba með mér út? Þú
getur sýnt mér hvar búðin er sem ég á að fara að vinna í.“
Augu telpunnar ljómuðu og hún kinkaði ákaft kolli, en
sagði ekki neitt.
„Hvað, nennirðu að fara að drasla krakkanum með þér?“
sagði Gústa kuldalega. „Hún gerir nú ekkert nema tefja fyrir
þér, kemst aldrei úr sporunum.“
„Teija mig frá hverju?“ spurði Andrea. „Mér liggur ekkert
á.“
Úlli var komin með úlpu og húfú og byijaður að klæða
telpuna í.
„Ert þú farinn að klæða krakkann, ég held þér segi fyrir,“
sagði Gústa og nú var háls og brjóst orðin jafn rauðflekkótt
og andlitið.
„Jæja, þá siglum við,“ sagði Úlli og opnaði útidymar. „Þú
skalt ekki búast við mér fyrr en þú sérð mig,“ kallaði hann
til Gústu. „Mér var boðið í hús eftir vinnu.“
„Hvaða hús?“, gargaði Gústa og gleymdi alveg að hún
ætlaði að koma virðulega fyrir þegar hún hitti Andreu.
„Það færðu kannski að vita þegar ég kem heim,“ sagði
Úlli háðslega. Tók í höndina á Andreu og togaði hana með
522 Heima er bezt