Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 7
ÉgogAgnar.
bolla á diskum og kaffíkönnu og mjólkurkönnu. Svo hellti
hún í bollana, kveikti sér í sígarettu og bauð mér. Eg gerði
eins og hún sagði, en hóstaði samt og við skemmtum okkur
ágætlega minnir mig, þar til hún heyrði hljóð að utan sem
urðu til þess að hún hentist upp og tók allt saman í einu
hendingskasti, og henti mér út um stofugluggann. Þetta var
mamma hennar að koma heim úr vinnunni og hún mátti
auðvitað alls ekki sjá okkur.
Mér varð ekkert meint af þessu ævintýri, en hélt heim á
leið og sagði engum frá.
Svo gerðist það að foreldrar mínir fluttu með börn sín
og bú til Kópavogs. Þá hófst lífsbaráttan og ég byrjaði í
skóla, og það þótti mér gaman. Skemmtilegast fannst mér
í leikfimitímum.
í Kópavogi kynntist ég í fyrsta skipti hrekkjusvínum, en hafði
sem betur fer alltaf betur en þau, þar sem ég var nokkuð snögg
á fæti. Við börnin lékum okkur til dæmis á ruslahaugunum
sem voru niðri í ljöru bak við Valstómatsósuverksmiðjuna
og mér er það mjög minnisstætt þegar ég fann þúsund króna
seðil í ruslinu einn sólskinsbjartan dag og fór í einlægri
gleði með leikfélögum mínum í sjoppuna í götunni okkar
til þess að fagna fundinum. Okkur varð ekki kápan úr
því klæðinu. Ljóta, leiðinlega afgreiðslukonan taldi mig
hafa stolið seðlinum og hringdi í mömmu sem kom og
stöðvaði alla verslun. Æru minni og réttlætiskennd var
stórlega misboðið þennan dag, - kannski vegna þess að
ég man þetta svo vel.
Sem betur fer áttuðu pabbi og mamma sig á því að það
var alls ekki gott að búa í Kópavogi, og fluttu með okkur
systkinin aftur til baka á Ströndina árið 1971. Aðalástæða
þess var sú að það var lítil atvinna á suðvesturhorninu og
dýrt að lifa á loftinu einu saman, en aðstæður norður í landi
fóru batnandi. Það ár byrjaði ég í 2. bekk í Höfðaskóla
á Skagaströnd. Skólagangan var laus við stórafrek; mér
gekk ágætlega í flestu en var ekki afgerandi í neinu. Mér
fannst oftast gaman í skólanum, bæði í námi og félagslífi.
Það hefur heyrst að bekkurinn minn, sem samanstóð af
Agnar og Kollan.
18 hraustum ungmennum þegar flest var, hafi verið frekar
ódæll, en ég held að það séu ýkjur einar! Eg held að það
hafí ekki verið til prúðari bekkur. Það skín allavega af
fermingarhópmyndinni hvað við vorum öll indæl.
Ég fermdist á góðviðrisdeginum 30. apríl 1978. Þegar ég
fermdist þótti sjálfgefið að fermast og það spáði enginn í
það að fermast EKKI, eins og er í dag. Við vorum fermd
af hinum eina og sanna sr. Pétri Ingjaldssyni, en það var
mjög skemmtilegt að vera í fermingarfræðslu hjá honum.
Þá naut sín best prúðmennskan í þessum bekk. Það eina
sem ég saknaði í fermingunni minni var „stærsti“ bróðir
minn, Arelíus, en hann dó tveimur mánuðum áður; svo
þetta var svolítið blendin gleði, en dagurinn var ljúfur og
öll tjölskyldan kom saman, ásamt frændfólki og vinum.
Ég fékk margar fallegar gjafír, þar á meðal einstaklega
flott skatthol sem hefur nýst mjög vel og er ennþá til. A
þessum tíma voru fermingarveislur haldnar í heimahúsum,
og allt heimilið var undirlagt. Öllu var hliðrað til og breytt
svo best færi um gestina og veisluhöldin tækjust sem best.
Það var mikið um að vera og ekki var minna þrifíð en fyrir
sjálf jólin! Sófum var hent út og þeir viðraðir og barðir, og
húsið var allt skúrað og þrifíð í hólf og gólf. Húsgögn voru
fengin að láni hjá nágrönnunum eins og þurfti og það var
ekki verið að hugsa um einhverja „fína stíla“ en allt var
hreint, fínt og notalegt.
Að grunnskólanámi loknu fór ég í ljölbrautarskólann á
Sauðárkróki. Við vorum nokkuð mörg frá Skagaströnd sem
fórum í þann skóla, og oft var glatt á hjalla hjá okkur, en
ég get ekki sagt að ég hafi lært mikið þar. Svo ég tók mér
námsfrí og fór að vinna í frystihúsinu á Skagaströnd og fór
svo aftur í skóla og nú í fjölbrautarskólann á Akranesi á
viðskiptabraut í einn vetur, og allt gekk vel. Aftur hætti ég
í skóla og fór að vinna heima á Ströndinni, og ég held að
ég hafi hvorki haft þolinmæði né nægilega mikinn áhuga
til þess að stunda námið. Hjá mér þarf allt að ganga fljótt
fyrir sig, og þetta var of langsótt. Fimm árum seinna fór ég
Heima er bezt 295