Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 10

Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 10
Húnaflói. Málverk eflir Kolbrúnu. svo löngu síðan. En hér í sveitinni er þetta bara notalegt og næstum eins og heima þegar það var spilað á spil við kertaljós í rafmagnsleysi. Stresslaust og ljúft. Helstu atburðir hér fyrir utan jólin, eru svo „alla hjartans dag“ eða Valentínusardagur. Þá hvarflar að mér að ég sé komin til Parísar því svo mikið er gert úr þessum degi! Það væri nær að hafa svona „alla hjártans dag“ 364 daga á ári, og hafa svo einn almennilega fúlan fýludag! Páskamir em bara eins og heima á Islandi; Valborgarmessa er 30. apríl en það er svona síðasta vetrardagshátíð með brennum og bjórdrykkju, sumarið er boðið velkomið og myrkrið er brennt í burtu. Svo er „midsommarafton“ og það er aðal sumarástarhátíðin eða ferðafríið, og er ekki ósvipuð verslunarmannahelginni á íslandi. Svo eru bæjarhátíðir út um ailt, allt sumarið. Ég sakna oft ijallanna heima. Svíþjóð er svo flatt land fyrir utan fjöllin sem eru á landamærum Svíþjóðar og Noregs. Það sem Svíar kalla fjöll eru bara smáhólar eða höfðar í mínum augum, og ég hlakka svo til þess að setja listaverkið mitt „Húnaflóann“ upp á vegg í nýju stofunni sem við emm að gera klára, og baða mig í sumarkvöldsólarlaginu í þeirri mynd. Drekka í mig íslensku fegurðina. Hafíð og fjöruna vantar mig líka, en ég læt mér nægja skógarlækinn og Indalsálven í bili. Kerfíð í Svíþjóð, eða „svenska sístemið“, eins og Sigurður bóndi, faðir Agnars, tekur til orða, er frekar svifaseint og drepleiðinlegt, og það er erfitt andlega fyrir óþolinmóða að streða við þetta kerfí. En þetta er fjölmennt þjóðfélag og flókið að mörgu leyti. Svo er hestamennskan hérna dálítið undarleg að mínu mati því maður getur átt von á því að sjá kerlingar með rúllur í hárinu niðri í bæ með hestinn sinn í taumi, í göngutúr, og að fara í reiðtúr tekur meiri tíma í undirbúningi en reiðin sjálf sem er svo bara að fara fetið í nákvæmlega 22 og hálfa mínútu! Flest hér er svo flókið og alveg eftir bókinni. Það myndi sjálfsagt líða yfír Svíann ef hann þyrfti að gera eitthvað öðruvísi en venjulega, því svo fastheldinn er hann og bókstaflega „reglu“samur. Ég held að þeir einu sem geta bmgðist við því sem er óvænt og ekki skipulagt fýrir fram, Kolla með Gógó systur sinni í vegavinnubúðum. Kolla að hjálpapabba sínum að gera að aflanum. Fannar Jylgist með. séu þeir sem vinna á sjúkrahúsunum. Hinir allir þurfa að hugsa málið, velta vöngum og spekúlera yfírvegaðir og alvarlegir í því hvemig sé nú best að bregðast við og framkvæma. Mér fínnst margir Svíar trúa því að þeir séu með göfugri og góðhjartaðri þjóðum, vegna þess að þeir em svo duglegir að flytja inn „flóttafólk“ frá suðlægari löndum. En það er ekki nóg að flytja fólk inn, heldur þarf að klára dæmið og hjálpa því að lifa eins og nýtir þjóðfélagsþegnar. Þama þykir mér ýmsu ábótavant í sænska kerfinu og ég held að Svíar séu svona duglegir við að flytja inn „flóttafólk“ til þess að ganga í augun á stóru risunum í Evrópu. Ég hef kynnst nokkrum einstaklingum frá löndum eins og Irak, Iran, Tyrklandi og Afríku og sumt af því sem þetta fólk hefur mátt ganga í gegnum og búa við hér, er þess eðlis að enginn Svíi eða Islendingur myndi láta það yfír sig ganga. En flestir þeir Svíar sem ég hef kynnst em afar góðhjartaðir. Veðrið í Svíþjóð er öðmvísi en á Islandi, en samt svolítið eins og ég minnist þess í æsku; snjór, kuldi og virkilegur vetur á veturna, og sól og sumar á sumrin. Það er meiri loftraki hér en heima á Fróni, meiri hiti á sumrin og meiri kuldi á vetuma. Aðeins einu sinni á þessum þremur árum mínum hér, hef ég upplifað dálítið íslenskan keim af veðrinu, en þá var nýlega búið að snjóa og það gerði stinningskalda þannig að það kom örlítill skafrenningur. Þá fór öll fjölskyldan út að leika sér. Þetta kölluðu Svíamir óveður og storm. Það rignir beint niður hér og í meira magni en ég er vön, og 298 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.