Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 11
Kolla með hund sem hún fann og vildi eiga en fékk ekki. Gaf eftir gegn myndatöku. þrumu- og eldingaveður er ekki óvenjulegt þegar rignir. Mér líður afskaplega vel í skóginum en stundum hellist yfír mig heimþráin líkt og rigningardemba af myndum og minningum úr lífi mínu. Af fólkinu rnínu og landinu mínu. Þá dreg ég mig aðeins í hlé og staldra við þessar minningar og hugsanir um „heima“ og mér finnst það bara gott. Eg fæ útrás bæði með hlátri og gráti og að sumu leyti lít ég á þetta tímabil í lífi mínu sem þolinmæðisnámskeið, því við getum ekki fengið allt sem við óskum okkur, en það getur komið smátt og smátt og þá er gott að skerpa á þolinmæðinni og trúa fast á það sem mig dreymir um og langar til. Eins og Agnar, ástin mín segir:„Man vantar aldrig för lange för nágot gott!“ eða „maður bíður aldrei of lengi eftir einhverju góðu!“ Og það kemur að þvi að draumarnir rætast því það er ég sjálf búin að sjá og upplifa. Allt hefur sinn tíma og allt kemur á réttum tíma; ekki of snemma og ekki of seint. Það er svolítið undir manni sjálfum komið. Fyrir um það bil hálfu ári síðan byrjaði Agnar aftur að vinna sjálfstætt með þjónustu- og viðgerðarfyrirtæki, sem gengur frábærlega vel. Það er sko nóg að gera, hann gerir við og ég sé um afganginn. Hann er þekktur hér í norðanverðri Svíþjóð sem íslenski þverhausinn; því hann gefst ekki upp fyrr en hann fmnur bilunina í hvaða tæki sem er! Samferðafólkið mitt Allt mitt samferðafólk, fjölskylda, vinir og kunningjar og jafnvel margt ókunnugt fólk hefur haft áhrif á mig á einn eða annan hátt, jákvætt og neikvætt og ég get eiginlega ekki bent á einhvern sérstakan, nema þá helst foreldra mína og „fósturforeldrana“, Gógó systur mína og Magga mág minn. Asta Sigurðardóttir, fóstra mín á Skaganum, er mér einkar minnisstæð, því ég bjó hjá henni þegar ég var í fjölbrautarskólanum á Akranesi og hún var mér svo góð. Hún var skemmtileg og róleg kona, ekkja, sem kenndi mér ýmislegt og við áttum margar góðar stundir saman. Ég átti ömmusamband við hana og þykir mjög vænt um hana. Ferðalög Ég hef ferðast á marga fallega staði, en mig langar til þess að sjá nokkra staði í viðbót; til dæmis Island allt og Noreg, Finnland, írland, Tíbet og Skotland. Minnisstæðast er mér ferðalag sem ég fór í með foreldrum mínum og nokkrum systkinum, í skóginn þar sem ég týndist án þess að nokkur vissi af því! Þannig var að við fórum í þetta ferðalag og stefnan var tekin suður á land á útiskemmtun, sem var staðsett í skógi. Þegar við komum á áfangastað var slegið upp tjöldum og hjólhýsið var fest niður og allir skemmtu sér vel. Síðan einhvem tíma eftir kvöldmatinn fóru að heyrast háir tónar af skemmtisvæðinu, sem var í grenndinni að ég hélt. Þeir fullorðnu og elstu systkinin fengu sér aðeins í tána en við litli bróðir minn, vomm send í koju. Okkur fannst útilokað að sofna við þessar aðstæður og ég var forvitin og 12 ára, svo ég laumaðist út úr hjólhýsinu, og hugsaði mér að ganga svona rétt sem snöggvast að skemmtistaðnum til þess að sjá og heyra. En ég gleymdi alveg að taka það með í reikninginn að ég hafði ekki hugmynd um hvar tónleikahaldið var. Taldi mig þó hafa séð sum eldri systkinin ganga í ákveðna átt og tók þá stefnu og gekk og gekk, og gekk og gekk. Alltaf heyrðist jafn hátt í tónlistinni, en ég sá ekkert nema birkitré og allt of margar gjótur sem ég var lafhrædd við að detta ofan í. Eftir óratíma og virkilega erfiða yfirferð fór ég, þessi hugumstóra stúlka, að bogna lítið eitt og tárin fóru að velta fram á kinnamar. Mér leist þannig á að ég myndi aldrei framar hitta fjölskyldu mína og það sem verra var, að þau myndu aldrei hitta mig aftur. Þá brá ég á það ráð sem ætíð íyrr, þegar mikið lá við, og bað almættið og alla englana um að bjarga mér nú einu sinni enn fyrir horn og vísa mér veginn til baka. Stuttu seinna gekk ég út úr skóginum út á veg og létti þá heldur betur, saug upp í nefið og þurrkaði af kinnunum. Nú var bara að arka eftir þessum vegi, hann hlyti að enda einhvers staðar, og ekki hafði ég gengið lengi þegar ég allt í einu heyrði í bíl og í honum var fólk sem ég þekkti. Ég varð ofsalega fegin því þau vom einmitt á leiðinni að hitta tjölskyldu mína, og buðu mér far og þó þau væru sýnilega hissa á ferðum mínum, þá spurðu þau einskis. Ég var ósköp þögul á leiðinni til baka, fyrst og fremst vegna þess að ég var svo þakklát og hissa; og fólkið mitt varð líka dálítið hissa þegar ég, sem átti að vera sofandi í kojunni, mætti með „björgunarfólki“ mínu á svæðið. Ég hef einu sinni farið í íjallaferð á tveimur jafnfljótum og það var virkilega gaman. Allt annað sjónarhom, tilfinning og líðan almennt. Ég á alveg ömgglega eftir að fara í Heima er bezt 299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.