Heima er bezt - 01.08.2009, Qupperneq 13
Það var svo vinkona min, hún Elín íris Jónasdóttir, sem sá
um að mér yrði lánaður hestur til reiðar í stóðréttir í Víðidal.
Ekki nóg með það, heldur galdraði hún fram kaupsamning á
milli mín og eigandans og ég keypti klárinn. Hann var mér
tii mikillar gleði og yndisauka, stór, fallegur og kolsvartur
hestur sem Magnús Blöndal hafði tamið. Magnús Blöndal
hjálpaði mér af stað með hestinn, lánaði mér hnakk, sem ég
keypti svo seinna meir, sagði mér til og hughreysti mig þegar
mér fannst ekki ganga nógu vel. Hestinn fékk ég að hafa á
húsi með Magnúsi mági mínum og síðar kom svo einnig í
þetta hesthús séra Magnús Magnússon úr Miðfirði. Kristín
litla vina mín Þórðardóttir var líka í hópnum,
og við skiptumst á að hirða hrossin.
Stærsta upplifunin mín í sambandi
við hesta var þegar ég fékk að fara með
úrvalsliði hestafólks frá Skagaströnd og
nágrenni í velheppnaða og meiriháttar 10
daga hestaferð.
Við vorum að mig minnir, 15 manns með
90 hrossa hóp, og fórum upp úr Svínadal
í Austur-Húnavatnssýslu, yfir Blöndu og
niður í Galtárdal í Skagafirði. Þó að ég fengi
milljónir vildi ég ekki skipta á þessari ferð og
sólarlandaferð; þetta var alveg meiriháttar. Svo
þurfti ég að láta klárinn í íyrra vegna meiðsla
í framfæti. Það tók dálítið i hjartað en það
þýddi ekki að malda í móinn. Svo keypti ég
folald í fyrrahaust, og við Agnar ætlum að fá
okkur fleiri þegar á líður, enda er áhugi fýrir hendi hjá öllum
í fjölskyldunni á hestum og dýrum almennt. Við eigum tvo
selskapssjúka ketti sem halda öllum músum í burtu, og emm
komin með hænur sem eru bæði skemmtilegar og gæfar. Það
er gaman að fá sín eigin egg í baksturinn og matseldina. Þetta
er alveg að verða spurning um að fá sér rollur!
Andlegu málin
Á fyrstu árum mínum sem móðir vaknaði áhuginn á andlegum
málefnum af værum blundi.
Micksáter.
Ég velti vöngum um þessi mál og leitaði
svara þrátt fyrir aðvaranir skyldmenna, -
og ég fékk svör. Ég varð fyrir vikið enn
sterkari í trú minni á almættið og fann
ákveðinn tilgang í tilverunni, sem síðan
breyttist lítilsháttar og/eða þroskaðist. Það
er engin spuming um það hvort það finnist
framhaldslíf; það er aðeins spuming um það
hvenær við náurn betri tækni og tengingu
á milli. Mér finnst í raun ákaflega notalegt
að hugsa til þess að ég er aldrei alveg ein
og ég er hætt að vera myrkfælin. Siðan
finnst mér myrkur bara notalegt, mjúkt og hlýtt.
Eitt sinn leið yfír mig hjá lækni, vegna sársauka, og
tilfinningin var mjög notaleg, því mér fannst ég sökkva í
mjúkt bómullarmyrkur og allur sársauki hvarf mér. Svo var
ég eins og nýsleginn túskildingur þegar ég vaknaði örfáum
mínútum síðar. Þannig að næturmyrkrið er notalegt í mínurn
huga, svo ég tali nú ekki um næturþögnina. Það er bara
heilsubætandi að vera úti í nóttinni stöku sinnum og hlusta
af athygli á þögnina, á jörðina, hafið og himininn.
Það er unaðslegt og heilandi.
Mér er sagt að ég sé bæði næm og dul en ég er ekki mjög
Sleða- og lautarferð um vetur.
Heima er bezt 301