Heima er bezt - 01.08.2009, Side 14
Sundsvall.
upptekin af því. Mig dreymir dálítið og er orðin nokkuð
seig að átta mig á draumunum mínum, en ég veit ekki
hvort ég er næmari en annað fólk. Eg held að allir hafi
sjötta skilningarvitið, en margir átta sig ekki á því eða
hundsa það einhverra hluta vegna, í staðinn fyrir að virkja
það. Ég fmn ýmislegt á mér án þess að ég geti útskýrt það
á nokkurn hátt. Ég fæ á tilfinninguna bæði gott og slæmt,
eða að einhver hugsun skýtur upp kollinum, sem tengist
svo einhverju en ég er ekkert að tala um það nema að
tilfínningin sé mjög sterk. Mér finnst þetta svo sem ekki
merkilegt, og veit um marga sem líður eins. Þetta kemur
sér þó stundum vel, get ég sagt.
Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt, í skóla lífsins, sem er
besti skólinn. Ég vil gera betur í dag en ég gerði í gær, - í
öllu. Ég er samt bara mannleg vera, og tek stundum engum
framförum en oftast vinn ég smáa sigra með aftur á bak
keyrslu í bland! Ég verð að hafa markmið og verð helst
alltaf að stefna að einhverju; þegar gömlu markmiðunum
er náð, finn ég mér alltaf ný. Þannig að ég verð líklega
aldrei „búin“. Ég hef alveg fullt af vanköntum en er nokkuð
meðvituð um þá flesta og reyni að hafa stjórn á þeim, en
ég held ekkert aftur af góðu eiginleikunum lengur og nýt
þess að vera góð í öllu sem ég er góð í! Ég er búin að fínna
minn tilgang í lífinu og stefna aö því að uppfylla hann. Mér
er ekkert ómögulegt og ég hef þá trú að ég geti allt sem
ég vil, ef ég leyfi ekki óvissunni um það hvað sé handan
við homið, að trufla mig. „Hver er sinnar gæfu smiður“ er
hverju orði sannara. Ekki bara utan á, heldur líka innan í.
Ég óska í einlægni öllum ljóss, friðar og hamingju.
Að lokum
Kolbrún Björg segir mér þegar við kveðjumst að þau Agnar
hafi ákveðið að vera heima í sumar með bömin, og sinna
fyrirtækinu sínu sem þau stofnuðu nýlega, ásamt endurbótum
og breytingum á húsi og landi. Þau ætla að fá Islendingana
til sín í stað þess að fara í ferðalag um Island í sumar, en
svo ætla þau í fjár— og stóðréttir á íslandi í haust.
„Ég sakna Islands á hverjum einasta degi,“ segir hún.
„Samt er yndislegt að búa í Svíþjóð, og við erum svona
dálitlir herragarðseigendur hérna í skóginum, eins og svo
margir Svíar. Mig langar bara til þess að segja við íslendinga
að lokum að HEIMA ER BEST“.
302 Heima er bezt