Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 17

Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 17
sér við hárgreiðsluna ærinn tíma, en er hún leit fram brá henni í brún. Jón var horfinn úr rúminu. Húsfreyju varð eðlilega hverft við og snaraðist niður. Hitti þar eldastúlkuna, sem hafði einskis orðið vör. Leitaði fyrst af sér allan grun í bænum, án árangurs. Bjó sig í hlý föt og snaraðist út í hríðarveðrið og beint út í hlöðu. Og hvað sá hún? Jú, son inn í ástarleik með fjósakonuna í fanginu í heybing. Húsfreyjan kom of seint til að afstýra því sem hún var ósátt við. Þung á svip hreytti hún í son sinn: „Var þetta öll hitasóttin“. Svo forðaði hafði lært og starfað á Seyðisfirði. Nú venti hann sínu kvæði í kross og var á leið til Ameríku. A þessum árum lá straumur fólks þangað. Ætlaði sér betri framtíð þar. Tvö systkini Gísla voru farin á undan honum vestur, Sæmundur og Þórunn. í Markúsarseli ætlaði Gísli að dvelja þar til skipið færi frá Seyðisfirði og gat Gísli því dvalið í þar í heilan mánuð. Þeim Gísla og Ragnheiði smalastelpu kom strax vel saman. Fór Gísli oft á daginn til fundar við hana þar sem hún sat kvíæmar. Það er fallegt og friðsælt Útsýn Jrá Homafirði yfir Homafaróarfljót í átt til Hoffellsjökuls. hún sér út úr hlöðunni og lét þau hjúin afskiptalaus eftir þetta. Að níu mánuðum liðnum, eða um það bil, eignaðist fjósakonan dóttur, sem skírð var Ragnheiður. Litla stúlkan ólst upp í sinni sveit til fermingaraldurs. Þá um vorið kom hún smalastelpa að Markúsarseli á Flugustaðadal, til hjónanna Guðmundar Einarssonar og Kristínar Jónsdóttur. Þetta var stór og tápmikil stúlka, hin mesta skessa, sagði drengur sem var fóstursonur hjónanna. Vel gekk henni fjárgæslan. Þetta vor kom í Markúsarsel bróðir Kristínar er Gísli hét. Var hann lærður trésmiður og í hinum kjarri vaxna dal þar sem ærnar dreifðu sér um brekkurnar, og undi Gísli sér vel þarna. Enginn veit hvað þeim Gísla og Ragnheiði fór á milli en þessi kunningsskapur átti eftir að koma sér vel fyrir Ragnheiði síðar meir, og kannski bæði. Vafalaust hefur Gísli verið að predika sæluna á hinum ævintýralega stað Vesturheimi. Ekki var Ragnheiður nema þetta sumar í Markúsarseli. En næstu árin var hún á ýmsum bæjum, bæði í Álftafirði og Lóni uns hún festi ráð sitt og giftist. Maður hennar hét Þórhallur Guðmundsson 34 ára frá Ámanesi. Þau voru vinnuhjú í Þórisdal hjá Sveini Bjarnasyni og Ingibjörgu Olafsdóttur konu hans, sem bjuggu þar stórbúi. Vorið 1901 ventu þau sínu kvæði í kross og fluttust til Vesturheims. Þá var Ragnheiður 25 ára. Þau áttu þá eins árs dreng sem fór með þeim. Gísli Jónsson, bróðir Kristínar í Markúsarseli, var nokkuð duglegur að skrifa systur sinni eftir að hann kom vestur um haf. Lét afar vel af sér og hvatti systur sína til að koma vestur, og í rauninni voru þau hjónin komin á leið er þau óvænt fengu keyptan part í Starmýri. Því miður em öll bréf frá Gísla glötuð. I einu síðasta bréfi til Kristínar getur hann þess, að hann hafí lagt það í vana sinn að fara niður á bryggju er hann frétti að skip með innflytjendum frá Islandi væri lagt að bryggju. Það var eitt sinn að Gísli frétti af skipskomu, og fór hann niður á bryggju. Margt fólk streymdi í land og hvarf inn í borgina með allskonar farartækjum. Veitti Gísli þá athygli tveimur fullorðnum manneskjum með lítið barn og talsverðan farangur. Virtust þau eitthvað í vanda stödd. Gísli gekk þá til þeirra og kannaðist strax við konuna því þama var komin vinkona hans og frænka frá Markúsarseli, Ragnheiður smalastelpa, og varð þama sannkallaður fagnaðarfundur. Kom þetta sér vel fýrir þessa fjölskyldu. Gísli hjálpaði Þórhalli að fá vinnu og húsaskjól. Þetta er sagan af litlu stúlkunni sem í óþökk húsfreyjunnar á Skálafelli skaust inn í þennan synduga heim, en spjaraði sig sannarlega vel, að vísu í annari heimsálfu. Jón faðir Ragnheiðar bjó víða í Suðursveit, síðast að Kálfafelli. Hann drukknaði í Hálsós við Hvalskurð 1886. Kona hans hét Sigríður Eyvindsdóttir. Hvort þau áttu einhver böm veit ég ekki. Herdís Bergsdóttir varð fjörgömul, dó 1903. Móður Ragnheiðar er hvergi getið nema í gömlu hlöðunni á Skálafelli. Guðmundur Einarsson sagði frá og hafði að fyrrihluta til eftirKatrínu föðursystur sinni í Þinganesi, er hann var þar á ferð að kaupa hest og reið vígreifiir heim í dalinn sinn. Heima er bezt 305
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.