Heima er bezt - 01.08.2009, Page 18
J. Magnús
Bjarnason
Vesturförin
að var í átjándu viku sumars að við lögðum af stað frá
íslandi (svo sagði amma mín mér síðar). Skipið, sem
við fórum á, hét „María“; það var kaupfar (tvímastrað
seglskip) danskt, sem komiö haföi meö vörur til Liverpóls-
verslunarinnar á Seyðisfirði, og var nú hlaðið ull og saltfiski,
sem það átti að losast við í Húll á Englandi. Þar átti það líka
að losast við okkur þrjú - afa minn, ömmu mína og mig.
Við vorum einu farþegarnir að undantekinni stúlku, sem
hét Matthildur, og hún ætlaði til Kaupmannahafnar.
Ég dáðist að þeim kjarki og því þreki, sem í afa mínum
hefir verið, þegar hann áræddi að fara með okkur til Ameríku,
síðla sumars, þegar allra veðra var von, hann og amma mín
komin á sextugs aldur, ég táplítill drenghnokki, enginn íslenskur
samfylgdarmaður og enginn túlkur. Ferðinni var heitið til þess
héraðs í Ameríku, sem kallað er Nýja Skotland (Nova Scotia)
í ríkinu Kanada. Afí minn vissi að þar ætluðu að setjast að, þá
um haustið, nokkrir Islendingar, sem farið höfðu sumarið fyrir
frá Islandi til Ontaríó í Kanada; hann vissi líka að höfuðborgin
í Nýja Skotlandi hét Flalifax, og hann þóttist vita, að allt, sem
nauðsynlegt væri til að geta komist þangað, væri að kunna að
bera ffarn nafnið Halifax og hafa fímm hundmð ríkisdali til að
borga með ferðakostnaðinn. Honum fannst það ekki svo mjög
ísjárvert, þó hann kynni ekki eitt einasta orð í annarri tungu en
móðurmáli sínu, þar sem hann hafði enskunámsbók Halldórs
Briem (fyrri útgáfuna) og þar að auki bréf ffá sýslumanninum á
Seyðisfirði til danska konsúlsins í Húll á Englandi. Hvorttveggja
varð honum líka að góðu liði. En það, sem mest var í varið
(næst silfurdölunum), var óbilandi kjarkur og atorka, sem hann
var gæddur, sem og einkenndi flesta þá íslendinga, er fluttu
til Ameríku þau árin.
Við stigum á skipsfjöl um kvöld. Okkur var strax vísað niður
í ffamstefni skipsins, og þar bjuggum við um okkur, sem bezt
við gátum, innanum ullarpoka. En aldrei gleymi ég sagganum,
sem þar var, og hinum ógeðfelda daun, sem átti þar heima, og
sem ævinlega var tilfinnanlegastur, þegar maður var nýkominn
ofan af þilfarinu.
Morguninn eftir létti skipið akkerum. Því gekk seinlega út
fjörðinn, því vindur var ekki hagstæður, og við vorum ekkj
komin út fyrir Dalakjálka fyrr en um sólarlag. Amma mín var
HöjhiníHull 1910.
strax um morguninn mjög sjóveik, og mér fór að verða flökurt,
þegar á daginn leið, og þá bað ég afa minn að fara með okkur
í land, og hætta alveg við að fara til Ameríku. En hann var nú
samt ekki á því, gamli maðurinn. Hann varð aldrei sjóveikur,
og lét ekki hugfallast. Ég var veikur alla nóttina og daginn
eftir og nóttina þar á eftir. En úr því fór ég að smáfrískast aftur,
og afí minn fór oft með mig upp á þilfarið og ofan í káetu
skipstjórans. Matthildur var látin vera í káetunni. Hún fór aldrei
á fætur frá því við skildum við Island og þangað til við komum
til Englands. Hún lá í lokrekkju við káetudymar, og ævinlega
þegar ég kom þar, var Matthildur að borða, og þegar hún var
búin að borða, fór hún að selja upp því, sem hún borðaði, og
svo fór hún að drekka vatn, sem alltaf var við höndina, og svo
hló hún, þegar hún var búin að drekka, og síðan fór hún að
borða á ný, og selja upp, og drekka og hlæja. - En alltaf lá hún
í lokrekkjunni, með tjaldið dregið frá til hálfs.
Þessi Matthildur var á að giska átján ára gömul, fríð sýnum
og vafalaust mjög léttlynd að eðlisfari. Amma mín stóð i þeirri
trú, að hún hefði verið trúlofúð skipstjóranum; en ég held samt
að amma mín, blessunin, hafi ekkert haft fyrir sér í því, annað
en það, að hún (Matthildur) var svo heppin að mega vera í
káetu skipstjórans.
Skipverjar vom fjórir: skipstjóri, stýrimaður, háseti og matsveinn.
Skipstjórinn var hár maður með mikið skegg (mig minnir það
vera jarpt); hann var mjög góður við okkur, og reyndi að gera
allt, sem hann gat, til að láta okkur líða vel á leiðinni yfir hafið.
306 Heima er bezt