Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.08.2009, Qupperneq 19
FráHull, 1930. Stýrimaðurinn var lítill maður, svartskeggjaður, harðlegur og hvatlegur. Hásetinn var stór vexti, skegglaus, búlduleitur og alltaf brosandi. En bezt man ég eftir matsveininum; hann var hér um bil sautján ára gamall, þreklegur piltur með ljóst hár og rjóðar kinnar, og ég er viss um, að hann hefir ekki haft annað til að bera en það, sem var gott. Hann var alltaf makalaust góður við mig, og gaf mér margt gott að borða, þegar ég var einn hjá honum í matreiðsluklefanum. Hann sýndi mér fjölda af myndum af skipum og bátum, sem ég þóttist vita að hann hefði sjálfur dregið upp með rauðum og gulum og bláum ritblýjum. Mér fannst ég skilja allt, sem hann átti við, og hann virtist skilja inig til íulls; þó talaði ég íslensku, en hann dönsku. Ég komst strax að því, að hann hét Markús, og síðan hefir mér þótt það nafn fallegt. Ég man það, að Markús var einu sinni að gráta, ég hélt endilega að stýrimaðurinn hefði barið hann. Eftir það var mér aldrei vel við stýrimanninn. Einu sinni sá ég að Markús var haltur, og að umbúðir voru um annan fótinn á honum; ég þóttist vita, að hann hefði brennt sig á sjóðandi baunum. Enginn sagði mér neitt slíkt, en samt var ég alveg viss um það. Af þessu veit ég, að böm geta stundum fengið undarlegar hugmyndir um það, sem við ber í kring um þau, og að þau álíta þessar hugmyndir sínar áreiðanlegan sannleika. En þó þau gæti ekki að því, þá eru þessar hugmyndir þeirra byggðar á glöggri og skarpri eftirtekt. Ég hefí iðulega tekið eftir því, síðan ég komst á fullorðins árin, að flest böm leita betur eftir orsökum viðburðanna í daglega lífinu, heldur en flest fullorðna fólkið; en aftur hugsa þau minna um afleiðingar þess, sem við ber í kring uni þau. - En áfram með söguna. Skipið „María“ kom með okkur heilu og höldnu til Húll á Englandi. En fullar þrjár vikur var það að því, sökum þess að veður voru jafnan óhagstæð; og svo getur verið að það hafí ekki verið sérlega hraðskreitt. Húll er mikil borg og víðfræg fýrir hinar miklu skipakvíar sínar og verslun. Reyndar vissi ég ekkert um það þá. Ég man það einungis, að ég horfði eins og steini Iostinn á hinar risavöxnu byggingar og hinn mikla fjölda af skipum, sem ég sá þar. Sum skipin vom svo stór, að okkar skip var eins og lítil róðrarkæna hjá þeim. Sumstaðar lágu masturslaus skip, og á nokkmm þeirra sá ég konur og böm, böm, sem voru berfætt og höfuðfatalaus - drengi í stuttum buxum, og stúlkur á stuttum, ermalausum Farþega- ogjlutningaskip frá þessum tíma, City of Columbus. Hugsanlega skipið sem frá segir í greininni. kjólum. Ég man það, að amma mín lét undrun sína í ljós yfir fátæktinni, sem mundi eiga sér stað hjá þessu fólki, því hún hélt að börnin væm þannig klædd, af því foreldramir helðu ekki efni á að klæða þau öðruvísi. Hvarvetna á bryggjunni vom stórir hlaðar af kössum og pokum og ýmsum vamingi; alls staðar vom menn á ferð fram og aftur, og vagnar og hestar komu og fóm; alls staðar var skrölt og hávaði, sem lét mjög illa í eyrum okkar, sem komum ffá sveitakyrrðinni á Islandi; og alls staðar var sá blær á lifandi og dauðu, sem ekki átti við okkur. Ég varð alveg utan við mig af að sjá öll þessi undur, svona allt í einu. Ég skildi ekki i neinu; og allt, sem ég sá, virtist mér í fyrstu renna saman í eina ósundurgreinanlega heild; og öll ópin og köllin, allt skröltið og tístið og marrið dróst saman í eina ofboðslega hljóðöldu, sem skall að eyrum mér með svo miklum þunga, að mig svimaði, ef ég má svo að orði kveða. En undur fljótt vandist ég við þennan hávaða, uns ég nærri hætti að verða hans var. Stuttu effir að búið var að festa skipið við bryggju, kom höfðinglegur maður um borð. Ég vissi að hann var íslendingur, af því að hann talaði íslensku við afa minn. Þessi höfðinglegi íslendingur gerði sér mikið far um að skoða vömmar, sem skipið kom með; og oft heyrði ég hann spyrja afa minn, hvort ullin væri góð og saltfiskurinn óskemmdur. Þessi maður fór svo með afa mínum til danska konsúlsins, og danski konsúllinn fékk honum bréf, sem hann (afi rninn, en ekki konsúllinn) átti að afhenda danska konsúlnum í New York, því þangað áttum við að fara með gufuskipi, sem hét „Kólumbus“, og ffá New York áttum við svo að fara norður til Halifax. Þegar danski konsúllinn í Húll var búinn að rita bréfið og afhenda afa mínum það, og sömuleiðis búinn að útvega okkur far með „KÓlumbusi“, þá vomm við flutt í veitingahús, sem var þar nærri sem „Kólumbus“ lá við bryggju, og biðum við þar, uns skipið var ferðbúið, sem ekki var fyrr en eftir viku. Hjónin, sem réðu fýrir veitingahúsinu, vom norsk. Ég man bezt eftir henni af því, að konan var einhver sú stærsta kvenpersóna, sem ég hefí séð, en bóndi hennar var aftur svo lítill vexti, að ég hálfþartinn hélt, að hann væri drengur tíu eða tólf vetra, með grímu fýrir andlitinu. Það vom mjög fáir gestir á þessu veitingahúsi, meðan við dvöldum þar, en þeir fáu, sem þar vom, töluðu allir norsku, eftir því sem afi minn sagði. Tveir eða þrír voru þar nýkomnir ffá Ameríku og ætluðu heim aftur til Noregs; að minnsta kosti Heima er bezt 307
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.