Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 20
þóttist afi minn skilja svo mikið af tali þeirra. Hann var alltaf að reyna að spyija þá um Ameríku, og honum skildist að þeir segja, að þar væri nóg gull - alls staðar yfirfljótandi gull, og að allt væri það rautt gull. Þessir menn gáfii afa mínum nokkur staup af vini, sem hann sagði að væri það besta, sem hann hefði nokkru sinni smakkað, og hann var viss um, að þeir hefðu komið með það frá „Vínlandinu góða“. Meðan við dvöldum þar á veitingahúsinu, var afi minni alla daga á ferð út um borgina, og hafði mig ævinlega með sér; margt nýstárlegt var það, sem við sáum, bæði úti á götunum og eins í búðargluggunum, og margt eplið og pemna keypti hann handa okkur af berfættum drengjum og hmmum kerlingum, sem alls staðar úði og grúði af, sem virtust koma út úr hveiju einasta skoti og afkima - jafiivel út úr sjálfúm gijótveggjunum, eins og andamir hans Aladíns. Þvílíkan urmul af aldinasölum hefi ég aldrei séð síðan. Oft urðum við þess varir á þessu ferðalagi okkar um borgina, að sumum þótti við vera of hnýsnir og allt of nærgöngulir; helst kom það fyrir nærri blómagörðum og verksmiðjum. Og oft lentum við í stökustu vandræði með að rata heim að veitingahúsinu, sem við héldum til á, ekki síst þegar farið var að rökkva á kvöldin. Það, sem vakti mesta eftirtekt mína á strætunum í Húll, var myndastytta, úr málmi, af manni á hestbaki, sem stóð á gatnamótum, kippkom ffá veitingahúsinu. Ég þreyttist aldrei að horfa á þetta undraverk, sem afi minn sagði að væri það langstærsta „leikfang", sem hann hefði nokkm sinni séð. Myndastytta þessi var okkur jafnan hinn besti leiðarvísir, því hvenær sem við sáum hana, vomm við vissir að rata heim. Svo kom dagurinn, sem „Kólumbus“ lagði af stað til Vesturheims, og kvöldið fyrir fylgdi litli norski gestgjafinn okkur út á skipið, og vísaði okkur inn í mikinn og skrautlegan sal undir þiljum, og svo kvaddi hann okkur þar með mestu virktum. „Kólumbus“ var mikið gufúskip, og var minning gamla Kristófers engan veginn rýrð með því að láta það heita eftir honum. Tveir gríðarmiklir reykháfar voru á skipi þessu, og allmikil bygging var á þiljum uppi, og margir hvítir bátar héngu yfir borðstokkum þess, bátar, sem ég hélt þá endilega að væm haföir til prýðis. Þijú vom siglutrén þéttsett rám og reiða. Salurinn, sem okkur var vísað í, var bæði stór og skrautlegur. Borð lágu eftir honum endilöngum og bekkir beggja megin við borðin. Ótal svefnherbergi vom til beggja hliða á sal þessum hinum mikla, og var okkur fengið eitt þeirra til umráða. Þar vom fjögur lítil rúm og vom tvö þeirra uppi yfir hinum. Þar var og einn kringlóttur gluggi, og var glerið svo þykkt, að ekkert var hægt að greina í gegn um það, en þrátt fyrir það komst þó næg birta inn um það. Við sátum jafnan til borðs með hinum farþegunum, sem byggðu sal þennan. Allir farþegamir töluðu enska tungu, eftir því sem afi minn gat komist næst. Hér kom bók Halldórs Briem afa mínum að góðu haldi, þegar við þurftum einhvers sérstaks við. Hann var alltaf með þá bók í höndunum, og var alltaf að leita í Fjórir innflytjendur á Ellis- eyju með fátœklegar eigur sínar, á svipuðum tíma og um er flallað í greininni. Höfnin í Halifax 1889. orðasafninu, og þegar hann fann orðið, sem við átti í það og það skiptið, þá benti hann einhveijum á það, og ævinlega varð það að tilætluðum notum. Á þennan hátt fengum við margt, sem við annars hefðum orðið að fara á mis. Afi minn hélt ætíð eftir það mjög mikið upp á þá bók, og sagði að hann ætti henni það að miklu leyti að þakka, að við komumst klakklaust til Halifax. Við fengum vond veður á Atlantshafmu, og vorum nítján daga frá Húll til New York. Ég man það, að í nokkra daga var allt á tjá og tundri á skipinu. Það brakaði og brast f öllu, allur borðbúnaður var á flugi og ferð, meðan við vorum að borða, og við gátum með naumindum haldið okkur á bekkjunum. Einu sinni kom glugginn inn á okkur, og sjórinn streymdi inn i herbergið; en von bráðar var glugginn settur í aftur. Eitt kvöldið var komið með einn hásetann ofan í borðsalinn; hann hafði orðið íyrir einhveiju, sem losnað hafði á þilfarinu í óveðrinu. Ég man hvað mér þótti átakanlegt að heyra veinið í aumingja manninum, en það vein varaði ekki lengi, því hann dó litlu síðar. Daginn eftir slotaði veðrinu; þá voru allir, sem frískir voru, látnir koma upp á þiljur, til að vera viðstaddir útför hins andaða sjómanns. Líkið lá á fjöl, en ekki í líkkistu, og utan um það var vafið stóm flaggi. Fólkið stóð í þyrpingu í kring um það, meðan skipstjórinn talaði nokkur orð. Allir vom mjög daprir að sjá, og nokkrir grétu; sérstaklega man ég eftir einum öldmðum manni, sem grét eins og þegar bam grætur sárast, og ef til vill hefir hann verið faðir hins látna, sem ég held að hafi verið ungur maður. Svo var líkið tekið og látið síga út fyrir borðstokkinn; niður seig það hægt og hægt, niður i hið dimma og djúpa skaut hafsins. Aldan luktist saman yfir líkinu, vindurinn sléttaði yfir hringiðuna, sem myndaðist þar sem það sökk - sléttaði yfir, svo engin merki sæjust, hvar það hvíldi. Og hin mikla Rán tók það i faðm sinn, til að geyma það í innstu fylgsnum hjarta síns um aldur og ævi. En skipið brunaði áfrarn með fánann í hálfa stöng, áleiðis til hins mikla Vesturheims. Loksins sáum við Ameríku, eins og bláa rönd út við sjóndeildarhringinn í vestrinu. Afi minn horfði lengi á þessa bláu rönd, og sagði aftur og aftur: „Vínlandið góða! Leifúr heppni!“ Nokkrir af skipveijum, sem nærstaddir vom, fóm að skellihlæja og höfðu upp eftir honum orðin, en þó afbökuð. 308 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.