Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 22
segja að hún vildi gefa „íslandsmann“ bæði mjólk og brauð. Og von bráðar voru bomir inn til okkar alls konar réttir, sem við afi minn gerðum okkur mjög gott af; en amma mín snerti varla við neinu af því. Um morguninn eftir urðum við fyrir sömu velgjömingunum, að því er réttina snerti. Að afloknum morgunverði var farið með okkur ffam í stofu, sem vafalaust hefír verið setustofan, því þar sat margt fólk, sem flest var að lesa í blöðum. Þar var kominn maður, með einkennishúfu á höfðinu, og lét okkur skilja það, að við ættum að koma með sér. „Ship“ (skip) og „Halifax“, sagði hann aftur og aftur. „Gott, gott!!“ sagði afi minn; „til Halifax - Halifax!“ Svo tóku þau, afi minn og amma, í hönd feitu konunnar til að þakka henni greiðann, og kveðja hana. „Þakk, kæra frú“, sagði aft minn, „þakk fyrir góðgerðimar; Islandsmann er ffúnni þakklátur“. En feita konan vildi fá meira en þakklætið tómt hjá afa mínuut - hún heimtaði peninga. „Money, money!“ öskraði hún áfergjulega, og öll blíðan og allt brosið var horfið af andliti hennar. „Money, money!“ (peninga, peninga) hrópaði hún, og sýndist nú hálfu bústnari en áður. „Guð komi til“, sagði veslings aft minn, sem nú fór að skilja, hvað gestrisni á veitingahúsi í raun og veru þýðir. „Guð komi til!“ sagði hann, „get ekki betalað - á ekki peninga - á ekki money!“ ,jVíoney, money!“ öskraði ffúin alveg hamslaus. Svo óð hún að afa mínum, þreif í ffakka hans og leitaði í vösunum, en þar var ekkert að fmna nema enskunámsbók Briem, rauðan vasaklút og gamla bréfsnepla. Svo gaf hún honum bendingu um að snúa út buxnavösunum, og hlýddi hann þeirri bending tafarlaust. Ur öðmm buxnavasanum kom lyklakippa, og úr hinum kom peningabuddan, en í henni var ekkert, nema farbréfið. Svo leitaði ffúin í öllum vestisvösum hans, en þeir höfðu heldur ekki neina peninga að geyma. ,JHoney, money!“ hljóðaði ffúin og tók í bringuna a afa mínum, sem alltaf var að reyna að fúllvissa hana um það, að hann ætti ekki skilding til í eigu sinni. En hún gat ómögulega sannfærst um það. Halldórsbókin var nú algerlega þýðingarlaus, því ffúin var algerlega ófáanleg til að líta í hana nú, þó hún gerði það kvöldið fyrir. Það var nú kominn fjöldi fólks utan um okkur, og margt af því virtist kenna í btjósti um mig og ömmu mína, því það leit á okkur með meðaumkvunarsvip, en enginn sýndi sig í því að borga næturgreiðann fyrir okkur. Þegar það sást að afi minn hafði enga peninga á sér, fór maðurinn með einkennishúfúna að tala við ffúna, og benda okkur að koma með sér. En ffúin var auðsjáanlega ekki á því að sleppa teknu taki af bijósthlíf afa míns. En amma mín, sem alltaf hafði staðið hjá, meðan á þessari rimmu stóð, gekk hvatlega að ffúnni, tók giftingarhringinn sinn af hönd sér og rétti henni. Hin feita kona sleppti óðara tökum á afa mínum, og fór að skoða hringinn. „Gold, gold!“ (gull) sauð niðri i ffúnni; „gold - gold!“ Svo fleygði hún sér niður á stól, strauk svitann af feita andlitinu, og hampaði hringnum í hönd sinni. „Gold, gold!“ Ég sá ömmu mína aldrei eins höfðinglega og við þetta tækifæri; bláu augun hennar urðu hvöss, og rödd hennar var hreimmikil og snjöll, þegar hún rétti ffúnni hringinn, og sagði: „Taktu við!“ Hún var aldrei margorð, blessunin, og í þetta skiptið fannst henni nóg að segja bara: „Taktu við!“ En bláu augun hennar sögðu meira - sögðu það á því máli, sem aðeins kvenfólk getur skilið til fulls, og sem aðeins kvenfólkið kann svo vel að beita. Maðurinn með einkennishúfúna fylgdi okkur svo ofan á bryggjuna, sem við höfðum lent við kvöldið áður. Og enn einu sinni stigum við á skipsfjöl. A þessu skipi vorum við tæpan sólarhring. Kona ein, sem á skipinu var, gaf okkur ömmu minni tvisvar um daginn te og smurt brauð, en afi minn bragðaði ekkert, nema blátt vatnið, í hálfan annan sólarhring. Þegar við skildum við þetta skip, stigum við á hraðlest, sem bmnaði áffam allan daginn og langt fram á nótt. Loksins var hrópað: „Halifax!“ og lestin stöðvaðist litlu síðar. „Guði sé lof!“ sagði afi minn, „loksins emm við þá komin til Halifax". Við fómm svo út úr vagninum. Nóttin var koldimm og köld. Fólkið, sem með okkur kom, hvarf i einu vetfangi út í myrkrið, og eftir litla stund stóðum við þijú alein á vagnstöðvastéttinni. Við vomm svöng og næturkulið læsti sig í gegnum okkur, við vomm peningalaus, mállaus, hælislaus, allslaus og ffamandi í ókunnu landi. Útlitið var allt annað en glæsilegt. Menn, sem koma nú á dögum frá íslandi, eiga öðmvísi móttökum að fagna, hér eiga þeir flestir vini og vandamenn, sem bíða eftir þeim á vagnstöðvunum, vini og vandamenn, sem taka á móti þeim með opnum örmum gestrisninnar, og gera allt, sem þeim er mögulegt, til að láta hið nýkomna fólk fmna, að það er komið í land velmegunar og þæginda. En því var allt öðm vísi varið, þegar við komum þangað til lands; þá vom hér í landi aðeins örfáir íslendingar, sem vom þá á víð og dreif um landið, og áttu allir fullt í fangi með að sjá fyrir sér. Nei, það hefðu ekki allir kært sig um að standa í okkar spomm þá, því þó við væmm komin til Halifax, var útlitið fyrir okkur engu að síður mjög skuggalegt. „Nei, ekki tjáir þetta“, sagði afi minn, þegar við höfðum staðið um hríð á vagnstöðvunum; ég ætla að fara og ná tali af einhveijum. Bíði þið hér á meðan“. Svo fór hann út í myrkrið, alveg eins og hann væri gagnkunnugur í þessari borg. En við amma mín settum okkur niður á gangstéttina. Hún vafði sjalinu sínu utan um mig, og sat undir mér. Þegjandi sátum við þama á gangstéttinni, og biðum eftir því að afi minni kæmi aftur. Rétt eftir að hann fór, kom maður til okkar, og talaði eitthvað, sem við skildum ekki, og svo hvarf hann strax. Við biðum lengi, lengi; og langt fannst okkur hvert augnablikið, og víst hefir sú bið verið átakanleg fyrir ömmu mína, þó hún léti það ekki í ljós við mig. En loksins kom afi minn aftur með Halldórsbókina í hendinni, og tvo menn, sinn við hvora hlið. Þessir menn fóru með okkur í hús, skammt lf á vagnstöðvunum. Ekki var það gestgjafahús, því húsið var lítið. Kona og tvö böm vom þar fyrir. Konan bar strax mat á borð fyrir okkur, og afa mínum var gert það skiljanlegt að maturinn væri gefmn. Við settumst því að borðinu, og aldrei sagðist afi minn hafa verið móttækilegri fyrir mat en einmitt þá. Svo var búið um okkur þar á gólfinu. 310 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.