Heima er bezt - 01.08.2009, Side 24
Guðjón
Baldvinsson
Lending
Appollós 11.
á tunglinu
íyrir 40 árum
Eitt lítið
A þessari mynd hafa
lehdingarstaðir Appolló-
faranna verið merktir inn á.
mann
Um þessar mundir eru liöin
40 ár frá því að mannkynið
náði þeim áfanga að
stíga fœti á annan hnött
en þann sem því tilheyrir.
Það gerðist 20. júlí 1969,
þegar geimfararnir Neil
Armstrong og Edwin Aldrin
urðu fyrstir manna til þess
að stíga fæti á tunglið.
etta var mikill atburður sem vakti
athygli allra jarðarbúa, sem á annað
borð höfðu tök á að fylgjast með
því sem var að gerast í heiminum. Og
ólíklegt er að þeir séu margir, sem þá
voru komnir til vits og ára, muni ekki
þennan atburð og jafnvel hvar þeir voru
staddir þegar sú frétt barst sem eldur í sinu
um jarðarkringluna, að þeim hefði tekist
ætlunarverk sitt, að lenda á tunglinu.
Það var undarleg tilfinning sem fylgdi
því að horfa til tunglsins vitandi það
að þar voru tveir menn að spásséra á
þeirri sömu stundu. Auðvitað urðu þeir
ekki séðir, svona með berum augum og
sjálfsagt ekki heldur þó öflugir sjónaukar
væru við höndina, en þama voru þeir
nú samt.
Til voru þeir sem fannst sem tunglið
hefði misst nokkuð af rómantík sinni
við það að mannkynið væri farið að
trampa á því, og staðfesta þar með að
það var ekki úr neinu draumkenndu efni,
heldur grjóthörðu grjóti, kannski ekki
svo ósvipuðu því sem við höfum alla
jafna fyrir augum á jörðinni. Og varla
Apolló 11. leggur afstað til tunglsins.
þarf að nefna það náttúrlega að mýtan um
það að ef til vill væri það úr „eintómum
osti“ eins og segir í einhverjum bamalaga
texta, var þar með fokin út í veður og
vind.
312 Heima er bezt