Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 25
Það var annars 16. júlí 1969, rétt um
þær mundir sem almennur heyskapartími
var að hefjast hjá íslensku þjóðinni,
að risastór Satúmus V eldflaugin hóf
að spýta frá sér „eldi og eimyrju“ og
þar með að lyfta af skotpalli sínum
geimfarinu Apolló 11., þar sem inni í
sátu geimfaramir þrír, Neil Armstrong,
Michael Collins og Edwin Aldrin, nöfn
sem allir könnuðust við á þessum tíma
og fylgdust með af áhuga.
Og minnisstæð er líka fréttin sem
barst frá þjóðarbroti á Indlandi, sem
kvartaði sáran yfir þessu framferði
Bandaríkjamanna, að vera að skjóta á
loft eldflaug, sem hefði greinilega gert
gat á himinhvolfið, því í héraði þeirra
hefði rignt stanslaust síðan. Voru þeir
sannfærðir um að eldflaugarskotið væri
skýringin á því. Gott ef þeir fóru ekki
fram á skaðabætur íýrir tjónið sem hún
hefði valdið.
En þessi sérkennilega frétt var nokkuð
gott dæmi um það hversu mikla athygli
þessi atburður vakti um heim allan,
frásagnir af honum bárust í alla afkima
jarðar, líka þá sem kannski fylgdust ekki
alla jafna með framförum og því í hvaða
formi þær voru.
Ferð þeirra félaga gekk eftir áætlun
og að kvöldi 20. júlí lenti geimferjan
Öminn með þá félaga Armstrong og
Aldrin innanborðs á Hafi friðarins, en
svo heitir það svæði tunglsins sem þeir
lentu á.
Ekki var þó lendingin algjörlega
hnökralaus því tölva ferjunnar hafði
ekki undan að vinna úr þeim flóknu
verkefnum setn henni bárust og þurfti
því Armstrong, sem var flugstjórinn
í lendingarferjunni, að grípa inn í og
handstýra henni að hluta til lendingar.
í því fólst meðal annars að leita að betri
lendingarstað en í stefndi í fyrstunni og
til þess þurfti að eyða meira eldsneyti en
upphaflega var áætlað. Það tókst með
ágætum, en naumt var það, því ekki
mun hafa verið eftir meira eldsneyti í
geyinum ferjunnar en sem nam til 25
sekúnda flugs í viðbót.
Svo kom að því að stigið skyldi „í
land“ og fóm þeir félagar nánast beint
í að undirbúa það. Gert hafði verið ráð
fyrir því að þeir legðust til svefns í um 5
klukkutíma áður, svo þeir væru úthvíldir
áður en að fyrstu tunglgöngunni kæmi.
En því var breytt því þeir félagar töldu
ólíklegt að þeir næðu nokkrum svefni
sem nærni í þeim aðdraganda, og skal
engan undra þá niðurstöðu þeirra, margur
hefur sofið lítið þó af minna tilefni væri
en því sem þeir nú stóðu frammi fyrir.
Og á mánudeginum 20. júlí opnaði
svo Armstrong lúgu ferjunnar og hóf
að reyna að brölta út um gatið og koma
sér niður níu þrepa stigann sem á milli
hans og yfirborðs tunglsins var. Vegna
tækjabúnaðar á baki og bringu hans gat
hann ekki séð niður á fætur sér og varð
því eiginlega að þreifa sig áfram niður á
við. Og upp úr miðnætti þessa dags, steig
hann svo vinstri fæti sínum á yfirborð
tunglsins, fýrstur manna til að gera svo,
og mælti þá setningu sem fræg varð á
sömu stundu: „Þetta er lítið skref fyrir
mann, en risastökk fyrir mannkyn“.
Atburðinum var sjónvarpað beint til um
600 milljóna manna á jörðu niðri. Seinna
Heima er bezt 313