Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 28

Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 28
Freyja Jónsdóttir Fuglar Kjóinn er af ætt máva og með líkt vaxtarlag. Fuglar sem teljast til mávaættar, eru flestir miðlungsstórir eða stórir, með mikið fiður. Þeir eru sundfuglar með sundfit á milli tánna en afturtá er lítil. Nefið er lengra en á mávum, svart og sívalara. Fram að nösum er nefið þakið mjúkri húð og fremst er það bogið líkt og á ránfuglum. Stélið er breitt og bogið fyrir endann. Vængir langir, oddhvassir og fremsta handflugíjöðrin er lengst. Stærð fuglsins er 45 cm og þyngd 330 til 500 g. Tvö litarafbrigði eru ráðandi hjá kjóum. Annað dökkt en hitt skjótt, þá er fuglinn ljós á bringu og kviði með dökkbrúna hettu og Ijósan hnakka. Lithimnan er brún. Ungfuglar eru breytilegir á lit, allt frá því að vera ljósbrúnir til mun dekkri litar. Þeir eru með ryðgulum Ijaðrajöðrum, mógráir að neðan með mósvörtum þverrákum. Fætur eru blýgráir. Kjóanum er oft ruglað saman við ískjóa eða ijallakjóa og þá sérstaklega ungfuglinum. ískjóar sjást hér helst í maí en þeir verpa mest í Norður-Ameríku og á eyjunum þar norður af og nyrst í Síberíu. Fjallakjóar sjást einnig nokkuð oft hér á landi. Þeir verpa nyrst á túndrusvæðunum allt í kringum hnöttinn. Kjóar hafa margbreytileg hljóð og er oft talað um vætukjóa, þegar fuglinn vælir fyrir rigningu. Til sveita þóttu þeir spádómsfúglar góðir, sérstaklega um heyannatímann. Þeir reka upp snögg og hvell hljóð þegar þeim finnst sér ógnað, ef einhver nálgast hreiðrið óþarflega mikið. Þá renna þeir sér yfír óboma gesti af mikilli grimmd og lemja með vængjunum. Kjói etur allt sem hann nær í, eins og smáfiska og síli, einnig er hann drjúgur við að neyða aðra sjófúgla, einkum ritur og kríur, til að sleppa veiðinni eða láta þá æla upp matnum. Þeir eta einnig gróður og um varptímann eru þeir vargar í hreiðrum annarra fugla, eta bæði egg og unga og smærri fugla. Af þessu em þeir ekki vel liðnir í grennd við varpstöðvar. Kjóar em farfúglar. Þeir fyrstu koma síðast í apríl eða í byrjun maí. Um miðjan maí fara kjóar að huga að varpstöðvunum og jafnframt þreyta þeir mikið biðilsflug með mikilli fimi og dansi á jörðu niðri. Þeir verpa bæði við sjó og inni í landi á víðlendum mýrum og þá helst við vötn eða tjarnir. Hreiðurgerð er ekki vönduð, stór bolli í þúfnakolli sem fúglinn bælir ofan í grasið. Stundum eru í botni holunnar laufblöð og sina en oftast ekki neitt. Eggin era oftast tvö en stundum þrjú, mjög breytileg á litinn en oftast dökkmógræn með dökkmórauðum blettum. I bókinni íslenskir fuglar, eftir Ævar Petersen, segir að eggin séu að lengd 5,9 cm og breidd 4,2 cm. Ungamir verða ekki sjálfbjarga fyrr en eftir 6-7 vikur og verður móðirin að mata þá allan þann tíma. I bók Bjama Sæmundssonar, Fuglarnir, segir: „ . . . þegar þeir eru loksins sjálfbjarga seint í ágúst eða snemma í september, yfírgefa foreldramir þá, fara til sjávar og svo af landi burt, en ungarnir doka við fram til septemberloka og fara úr því sömu leið til suðlægra landa. Einstaka fugl verður þó stundum eftir yfír allan veturinn.“ Kjóar eru ekki hópsálir og helst vilja þeir hafa sína mýri í friði fyrir öðmm kjóum og öllu öðru lífi, á meðan þeir em að klekja eggjunum út og koma ungunum á legg. Kjóar gera lítið af því að sitja á landi utan útungunartíma, þeir hvíla sig á næsta vatni eða sjó en synda lítið. Þegar tekur að halla sumri fer kjóum að fækka og síðustu fuglamir fara fyrst í september til vetrarstöðvanna við Suður- Afríku. 316 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.