Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Side 32

Heima er bezt - 01.08.2009, Side 32
Jóannes Patursson vexti, en þrekinn, drykkjumaður og hœgur, allvel gáfaður, og gerði ekkert, en Guðrún kona hans gerði allt og vann fyrir búinu; börn þeirra voru Sigríður, sem átti Eirík Magnússon og fór til Englands; Soffia, sem átti Sigurð Gunnarsson prest og varðjyrirtaks kona eins og bóndinn; Einar féll i drykkjuskap og fór til Ameríku og dó þar. Sigríður var þáfyrir þeim öllum, fjörug og vel gáfuð, lék mœta vel á gítar og söng vel. “ Þess má geta, að hér láist Gröndal að nefna eina dóttur Einars hattara, Maríu, en hún bjó einmitt í Vinaminni um sama leyti og kvennaskólinn starfaði þar, samkvæmt sóknarmannatali Reykjavíkursóknar 31. desember 1891. Einnig kemur fram í Dægradvöl Gröndals, að á æskuámm Sigríðar, var Brekkubær einn helsti samkomustaður reykvískra ungmenna. Meðal annars var þar sýndur gamanleikurinn Pat eftir Thomas Overskou, sem Benedikt Gröndal hafði þýtt í félagi við nokkra aðra, sem nú er ekki vitað hverjir vom. Og það var enginn annar en Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóðólfs, sem stóð fyrir leiknum, eins og Gröndal orðarþað og á þá væntanlega við, að hann hafi annast leikstjómina. Sjálfúr fór Gröndal með hlutverk í leiknum. Þá er þess að geta, að Benedikt Gröndal orti kvæði eitt mikið til Sigríðar, sem kallað hefúr verið „Tólf álna kvæðið“, enda ort á tólf álna pappírslengju, sem fest var á léreft. Til gamans má geta þess, að dönsk alin var á þessum tíma 62,7 cm. Það þýðir, að stranginn sem Gröndal orti á kvæðið til Sigríðar, hefúr verið rúmlega sjö og hálfúr metri að lengd. Um þetta segir hann í Dægradvöl: „Eg orti þá „tólf álna kvœðið “ til Sigríðar, þaö gerði ég hjá maddömu Helgasen og ritaði þaó á gular pappírslengjur, sem ég límdi á léreft, og leiðrétti ekkert hjá mér, svo gerði ég ogfleirifœðingardagskvœði til Sigríðar, því ég hafði hana til að yrkja um, þó ég ekkert vœri hrifinn af henni til ástar, en hún var svo Jjömg og lífleg, að hún var förfiskur okkar allra, sem þekktum hana. “ Af ffamansögðu má ljóst vera, að enda þótt óregla föðurins hafi sett mark sitt á uppvaxtarár Sigríðar Einarsdóttur í Brekkubæ, þá ríkti oftar gleði en sút í þessu lágreista koti. En þetta var nú líka löngu fyrir þá tíma, er íslendingar tóku að slá máli á lífshamingju sína og nota til þess metrakerfíð. Reyndar varð Sigríður úr Brekkubæ fleirum að yrkisefni en Benedikt Gröndal. Þannig er þekktur um hana húsgangur, sem byrjar svo: Sigríóur dóttir hjóna í Brekkubæ, sú kann að gera skóna ha-hæ, ha-hæ, eintómar rosabullur, ha-hœ, ha-hæ. Alltaf er Gvendur fullur í Brekkubœ. Var húsgangur þessi lengi sunginn, fólki til gamans á mannamótum og er jafnvel enn. Eins og fram kemur í því sem að framan er tínt úr Dægradvöl Gröndals, giftist Sigríður í Brekkubæ Eiríki Magnússyni, síðar magister og bókaverði í Cambridge. Gengu þau í það heilaga árið 1857. Var brúðguminn þá tæpra hálf þrítugur, fæddur 1833 en brúðurin tveimur árum eldri. Fæddust þeim hjónum tvö böm en bæði komu þau andvana í þennan heim. Hefúr það sjálfsagt orðið til þess, að minningu þeirra hefur síður verið haldið á lofti en verið hefði, ef þeim hefði auðnast að eignast afkomendur. Það hefúr margur lifað sjálfan sig á kynsældinni einni saman. Kvennaskólinn í Vinaminni Sigríður var mikill dugnaðarforkur. Til marks um það má nefna, að hún lét rífa Brekkubæ og reisti þess í stað húsið Vinaminni, þar á spildunni. Stendur það enn og er hið reisulegasta. Segir meira af þeirri ffamkvæmd í Isafoldargrein Sigríðar, síðar í þessum þætti. 1 Vinaminni stofnaði Sigríður kvennaskóla árið 1891. Að vísu var slíkur skóli fyrir í Reykjavík, sá sami og enn starfar, þótt piltar hafi nú sest þar á bekk með ungmeyjum. Auk þess var á árunum 1877til 1896 rekinn kvennaskóli á Lauglandi í Eyjafírði. En það er önnur saga. Sigríði þótti of mikill yfírstéttarbragur á Kvennaskólanum í Reykjavík. Vildi hún því stofna skóla í bænum, þar sem sinnt væri frekar hagnýtum þörfúm kvenna, ekki síst til sveita. Á námsskrá skólans voru íslenska, enska, danska, landaffæði, saga, reikningur, skrift, fatasaumur „slöjd“ og söngur, sem þó virðist ekki hafa verið kenndur. Þá var og gert ráð fyrir kennslu í baldýringu, skatteringu, flossaum og kúnstbróderingu. Ekki átti skóli Sigríðar langa lífdaga í vændum, því hann starfaði aðeins einn vetur, það er að segja, veturinn 1891 til 1892.1 ævisögu Eiríks Magnússonar eftir dr. Stefán Einarsson, er skólastýran sögð vera Þómnn Bjömsdóttir frá Brekkuborg í Breiðdal. Rétt er að konan var frá Brekkubæ í Breiðdal, en eins og kemur fram í sóknarmannatali Reykjavíkursóknar 31. desember 1891, hét hún ekki Þórunn, heldur Þóra Bjömsdóttir. Er hún þar sögð skólaforstöðukona, 37 ára að aldri. Um hana er mér fátt kunnugt. Hún mun hafa verið fædd 15. nóvember Benedikt Gröndal. 320 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.