Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Page 33

Heima er bezt - 01.08.2009, Page 33
Frá borginni Cambridge. 1853, ef marka má manntalið. Kirkjubók Heydalasóknar segir hana að vísu fædda 1851, en það er hæpið. Ekki veit ég hvað á daga hennar hefur drifíð í Reykjavík eftir að kvennaskólinn í Vinaminni lagði upp laupana vorið 1892. En níu árum síðar, 1901 yfírgefur hún bæinn og sest að á Staðarfelli í Lóni, hjá frænku sinni Guðlaugu Bergljótu Vigfúsdóttur og manni hennar, séra Jóni Jónssyni. Þar lést hún, eftir langvarandi veikindi þann 1. ágúst árið 1921. Tvær kennslukonur störfuðu og við skólann og bjuggu báðar í Vinaminni, eins og Þóra. Þær hétu Elín Kristín Nielsen, sögð 24 ára og Vilhjálmína Gíslason frá Stað í Grindavík, 19 ára. Vilhjálmína Þórunn Gíslason, eins og hún hét fullu nafni, var dóttir séra Odds Gíslasonar. Hún fluttist síðar til Ameríku og giftist Kjartani Isfeld skipstjóra í Manitoba. Námsmeyjar í kvennaskólanum í Vinaminni voru 15 talsins. Til fróðleiks má geta þess, að í manntali árið áður, nánar tiltekið þann 1. nóvember 1890, er Þóra skráð til heimilis austur á Valþjófsstað og þá sem saumakona. Segir það nokkuð um þær áherslur, sem Sigríður lagði á námið í kvennaskólanum. En fleiri bjuggu í Vinaminni veturinn 1891 til 1892. Meðal þeirra voru María, systir Sigríðar og tveir leigjendur. Annar þeirra hét Friðrik Friðriksson, sagður stud art, 23 ára að aldri. Leynir sér ekki, að þar er á ferðinni piltur einn norðan frá Hálsi í Svarfaðardal, síðar þekktur sem séra Friðrik, stofnandi K. F. U. M. og K. F. U. K. og knattspymufélagsins Vals, einn ötulasti forystumaður kristinnar æskulýðsstarfsemi á íslandi fyrr og síðar. í gögnum á Landsbókasafnsins, 2191 kvarto er m. a. að finna próflista yfir námsárangur tíu af námsmeyjunum, frá byrjun janúarmánaðar 1892. Þar getur að líta eftirtalin nöfn: Kristrún Bjamadóttir, Gróa Sigurðardóttir, Ólafía ívarsdóttir, Ingibjörg Bjömsdóttir, Sesselja Þorsteinsdóttir, Valgerður M. Jónsdóttir, Valgerður Jónsdóttir (síðar húsmóðir í Miðdal í Mosfellssveit, móðir Guðmundar, sem jafnan kenndi sig við þann bæ), Guðný Jónsdóttir, Þuríður Hannesdóttir og Guðrún Jónsdóttir. Sú síðast talda var á ámnum 1895 til 1897 forstöðukona Kvennaskólans á Ytri-Ey. Eftir það giftist hún Eggert Ó. Briem, síðar hæstaréttardómara. Var hún baráttukona Metropolitean safnið. fyrir almennri menntun kvenna og beitti sér auk þess fýrir framförum í heimilisiðnaði. Ekki er þess getið, að hana haft skort nokkurt stórlæti. Óneitanlega vekur það nokkra athygli að Sigríður skuli hafa ráðið forstöðukonu að skólanum, í stað þess einfaldlega að stýra honum sjálf, eða a. m. k. ýta honum úr vör. En hún virðist hafa verið fúgl, sem ekki var tamt, að sitja lengi á sömu grein. Á Landsbókasafninu er að ftnna bréf, sem hún skrifar í Kristjaníu, sem nú kallast Ósló, þann 14. janúar 1892. Sýnir það, að hún hefur aðeins verið á Islandi fyrri hluta starfsárs skólans. Bréfíð er til systur hennar, óvíst hvorrar þeirra. Þar segir m. a.: „Þér þykir víst óvœnt að fá bréf frá mér héðan, ekki síðar en mér að skrifa það hér, en ég átti hingað erindi og verð hér til Mánudags (hefi verið 10 daga). “ Skýringin á þessu flandri Sigríðar kemur fram í bréfi hennar. Listasafnið í Kristjaníu hefur sýnt áhuga á að kaupa silfrið hennar og annað „msl“, eins og hún orðar það innan sviga þó. Síðar í sama bréft segir Sigríður: „A Sunnudagskvöldið er ég boðin til Professor Sars til að borða með Björnsterne Björnson, Ibsen og Nansen, ásamt fléiri stórmennum. “ Fer ekki milli mála, að dóttir Einars hattara í Brekkubæ er orðin nokkuð veraldarvön og handgengin fólki, ólíku því sem arkaði um troðningana í Grjótaþorpi á hennar tíð. Og þó; menn á borð við Benedikt Gröndal og Jón Guðmundsson Heima er bezt 321

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.