Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 35

Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 35
Höfundur þessi hlýtur að vera skáld, en skáldskapur hans er grautarkendur. Höfundur þessi byrjar líkt og kvenmentavinurinn - um kvennaskólann sem haldinn hafi verið í Vinaminni - 1 ár~ um samskotin, sem ég hefi fengiö á Englandi, í Svíþjóð, og víðar, til að reysa skólahús þetta fyrir o. s. frv. En nú hleypur höfundur frá hinni alvarlegu hlið sögunnar, þar sem ég á að hafa dregið undir migfé, sem Islandi hafi verið gefið -það er með öðnim orðum - að ég hafi „ stolið fé þessu úr sjálfs hendi, “ - ogfer nú að gjöra „gamansögu” til að skemta lesendum Isafoldar - segir, að þegar ég hafi heyrt landskjálfta sögurnar héðan (ég var þá í Ameríku), hafi mér þegar „flogið í hug “ (þó það vœri nú, að slíkur vitringur viti hvað menn hugsa, þó aldrei láti þeir það í Ijósi), að nú kynni „ Vinaminni “ að vera „ hrunið “ - (þetta litla) hafi síðan óðar brugðið að safna á nýjan leik í skólasjóð (málið og réttritun er höfmdar en ekki mín), með jyrirlestrum ífaldbúningnum íslenzka og með því að bjóða til „sölu kvenskartið og ættargripina dýrmœtu “ o. s.frv. Lýsing mín á Islandi, segir höfundur sé sama og í fýrri daga - eymdarhag kvenþjóðarinnar íslenzku, að því er uppeldi og mentun snertir. „Hinn uppvaxandi karlmannalýður hafi Ijómandi góðan latínuskóla í Reykjavík með frœgum kennurum. Þar læri sveinarnir Cœsar ogAusturför Kyrosar utanbókar, þegarþeir hafi ekkert annað að gera á hinum löngu vetrarkvöldum, fari síðan til Kaupmannahafnar (litur út eins ogþeirfari rétt eitthvert vetrarkvöldið, þegar þeir eru búnir með lexíurnar sínar), og þar standi þeim enginn á sporði í lærdómi “, o. s. frv. Sárt er nú að verða að játa upp á sig að hafa ómögulega getað sagtfrá hvað sveinarnir lœrðu, sökum fáfrœði og mentunarleysis -því ég kann ekki latínu, og þvi síður grísku. Ekki gat ég heldur hafa sagt, að allir Islendingar, sem fœru til Hafnar, væru svona lœrðir, þar sem ég þekki fleiri landa, sem ekki hafa tekið próf. En ég sagði,, margir “ - Enn gjörði églslandi og íslenzka karlmannslýðnum nokkurn „ ósóma “ með því, að þeir hefðu Ijómandi góðan latínuskóla með firægum kennurum? Varþað ekki satt? Eða hafði þessi „ vitringur “ aldrei heyrt getið um rektor Sveinbjörn Egilsson, Jón Þorkelsson, Björn Gunnlaugsson og margafleiri merka kennara. Satt er það, sem hann segir ég hafi sagt um mismuninn á mentun kvenna og karla. Eg tók fram, t. d. fátœka presta eða bœndur upp til sveita, sem œttu syni og dœtur. Þeir gœtu með mjög litlum kostnaði sent syni sína suður í Reykjavík í latínuskólann, þar sem þeir fengju hus, hita, Ijós og kenslu ókeypis. Einnig ölmusu - annað er ekki fýrsta árið, sem nóg | vœri jýrirfœði, að minnsta kosti. En dœtur f þeirra hlytu aðfara alls þessa á mis, ef j feðurþeirra gœtu ekki borgað með þeim, því jt engin slíkstofnun væri hér jýrir kvenfólk. ■„ Þó stúlkur nú á seinni árum gœtu notið ■ kenslu í skólanum ókeypis með piltum, þá hafa þær ekki hin hlunnindin, sem piltar ; hafa, nema Ijós og hita í tímum. “ Hér lýkur þeim hluta Isafoldargreinar Sigríðar Einarsdóttur, sem birtist í blaðinu þann 22. janúar árið 1910. Síðari hlutinn birtist svo í Isafold 2. febrúar, sama ár undir : sömu fyrirsögninni og sá fyrri, þ. e. „Betra seint en aldrei“ og hljóðar svo: „Satt erþað, sem égsagði, að til sveita ‘ hafi „ móðirin “ verið aðalbarnakennarinn. ■ - „The general Schoolmistress of the :S land. “ - og þess vegna œtti hún að vera í betur búin undir það starf en hún hafði vanalega verið. Voru það ekki vanalega mœðurnar, sem kendu börnum til sveita að stafa, lesa og kverið? Allir Islendingar, sem komnir eru á sextugs aldur, vita að í þá daga voru ekki barnaskólar upp til sveita ogþarf ekki að fara langt til baka. En hitt sagði ég ekki að „þegar stúlkur vœru orðnar konur og mœður, œttu þœr að veita œskulýðnum alla hans mentun “ - það hefði verið bein mótsögn við það, sem ég var búin að segja um mentun karlmannalýðsins. Þá er höfundi þessum heldur skemt, er hann kemur að „saumaskapnum“, sem hann segir, að hafl verið „fyrsta og helsta kenslugreinin í skólanum“ (hér í Vinaminni). Ekki sé það af því, að landið sé svo nærri heimskautinu, að „nemendur í skólanum“ hafi þarfnast meiri fatnaðar (þetta er nú eitthvað ,,grautarkent“), heldur af því (hefí ég sagt) að þar eru engir skraddarar til, hefír aldrei sést skraddari þar í manna minnum utan „höfuðstaðarins Reykjavík". „Kvenfólkið verði því að sanna bœði uppá sig og karlmennina - mér vitanlega höfðu karlmenn aldrei sannað uppá kvenfólk - hér á landi - aldrei verið skraddarar upp til sveita, heldur hafi kvenfólkið sniðið og saumað öll karlmannajot - ekki að tala um sín eigin. - Ekki voru hér í Reykjavík í mínu ungdæmi nema tveir skraddarar, Hansen og Gruntvig - og ekki samtíða nema nokkur ár. Sjaldan saumuðu þeir fýrir Islendinga, heldur mestmegnis jýrir kaupmenn og aðra útlendinga; venjulega var þeim ekki ojþyngt með vinnu. - Hér voru ágætar saumakonur, er saumuðu karlmannaföt, t. d. madama Helgason og Guðný dóttir hennar, sem báðar voru mestu snillingar. Til þeirra voru margar stúlkur úr sveitinni sendar til kenslu. Það var helsta - og álitin góð mentun jýrir presta-og bændadætur, að senda þær þangað. Það er hér einn maður í bænum á mínum aldri, Geir kaupmaður Zoega, sem getur borið mér vitni íþessu, því hann var borinn og bamfœddur í nœsta húsi við þær mœðgur ogþar barnkunnugur, eins og ég. - Fleiri ágætar saumakonur Heima er bezt 323
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.