Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 36

Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 36
voru hér í bœnum, sem líka tóku sveitastúlkur til kenslu og er mér óhætt að segja, að allar þessar saumakonur áttu miklu annríkara en „skraddarinn. “ Þœrþóttu sauma betur, ódýrar og sparsamari með efnið. Ncesta „gamansaga“þessa „so-sem“þjóðvinar er, að „skólinn haft staðið á lóðarbletti sem sé barnrjóður (mjög skáldlegt) frúarinnar sjálfrar “. — (tvö þankastrik - en sú viðhöfn!) Eg er nú ekki alveg „áþví hreina" — eins og danskurinn kemst að orði í sínu máli, hvortþetta á að vera húsinu eða „frúnni sjálfri“ til heiðurs - eða þess gagnstæða? En ratast hefur honum satt á munn þarna - hver skyldi trúa? „ Vinaminni" stendur einmitt á sama bletti og Brekkubær stóð þar sem ég var fædd og uppalin. Foreldrar mínir höfðu keypt lóð þessa og gamlan bæ, sem þau rifu og bygðu upp, og skammast ég mín ekki fyrir að segja eins og var, að þar hefði okkar „ old cottage “ staðið. Foreldrar mínir höfðu skilvíslega borgað fyrir bœ þenna og lóð, og var það því eign þeirra. Hvort spjátrungur þessi, er skrifar, hefir verið jafn ráðvandur í viðskiptum við sína skiftavini veit ég ekki - hann um það. Þó tekur ekki útyfir fyr en „ varmenni “þetta fer að gera gys af eymdfólks á Islandi, eftir öskufallið 1875 og svo hafisinn 1881 - „að fólk hafi ekki þolað við fyrir kulda í júlímánuði “ -það voru sem sé (segir hann) árin, sem ekkert sumar hafi verið og aldrei hafi séð sól - veturnir hafi verið 3 -1882-1883 og þá hafi það verið sem konurnar hafi fargað menjagripum œttarinnar, er varðveittir hefðu verið öldum saman, “ o. s.frv. Hann segir að ég hafi meðferðis „safn affornum armbaugum “ - þar skjátlast „ vitring" þessum-því ég hefi ekki haft einn einasta fornan armbaug. Mikið og margt var mér sent hallœrisárin héðan heimanað, af „gömlu kvensilfri “ - sem ég var beðin að selja á Englandi - einmitt af því, að neyðin knúði konurnar, sem áttu, til að selja þessa „ menjagripi “ eins og þær sjálfar kölluðu beltin sín og annað, sem þær seldu, og sé ég enga ástœðu til að rengja sögu þeirra. - Egkeypti œtið sjálfþað, sem éggat, og efnin leyfðu, afþví mér þótti leitt, að láta það fara út úr landinu, og œtlaði ég Forngripasafninu það, sem einkennilegt var og það ekki átti. Þegar ég ekki hafði peninga til að senda eigandanum strax um hœl, fór ég með silfrið til „ South Kensington Museum “ í London og var það oftast keypt þar, ef þar var ekki neitt til - alveg eins. Stundum seldi ég það „privat “fólki - og kunningjum okkar, sem ég vissi, að kunnu að meta þessa fallegu fornu smíðisgripi. - Oft gat ég selt það Jýrir talsvert meira, en sett hafði verið upp á það, því ég áleit verðið altoflágt, sem nefnt var. (Eg þori ekki annað en stinga því að „ mannvin “ þessum, að ég sendi eiganda ætíð óskertþað sem égfékkfyrir munina, og sömu reglu fylgdi ég þegar ég keypti muni þeirra sjálf að borga hærra verð.) Sumurin, sem ég var á ferð hér heima, um og eftir þessi bágu ár, komu mjög margir, sem bágstaddir voru með gamalt silfur til að bjóða mér og biðja mig að kaupa og keypti ég það, sem efni mín leyfðu og oft meira-því viljinn til að hjálpa þeim bar stundum budduna ofurliði. - Það sem ég ekki gat keypt, bað það mig vanalega, að taka með mér og selja í Englandi, því hér gæti það einungis fengið brotasilfurs verð hjá smiðunum. Mikið á ég enn af„ menjagripum “ þessum, sem ég hefyndi af að skoða og sýna þeim sem meta fallegt verk. Eg ætlaði að selja það „ Metropolitan Museum “ í New York eins og höfundur segir og hefi gjört. - En þegar ég kom einn dag í Museumið með 2 vinkonur mínar sem ætluðu að skoða það, segir forstöðumaður mér, að þar hafi komið íslenzkur „ Missionair ", sem hafi komið frá lslandi og átt að „vara forstöðunefndina við að kaupa þetta af mér, þvíþetta vœri ónýtt rusl -flest hreint ekki íslenzt og einskis virði. “ Einnig kvaðst hann geta útvegað þeim nóg af miklu betri munumfyrir lítið verð og það œtluðu þeir að þiggja. Eg spurði um nafn hans - þessa heiðursmanns - en það vissi enginn því hann hafði ekki viljað láta najhs síns getið, en kvaðst mundu skrifa - heldur en höfundur greinarinnar í Isafold - það skyldi nú ekki vera sami maður? „ Missionair “ verkið er líkt. „ Menjagripi “ þessa œtlaði ég að selja til þess að koma upp kvennaskóla í „ Vinaminni “-þetta var hugmyndin, sem œtíð vaktifyrir mér og ég var að reyna að berjastfyrir. En ofsóknir landa míns - og sárnar mér að þwfa að segja það — eyðilögðu fyrirætlun mína. Þeireru enn lifandi - sumir, sem beztgengu fram íþví og vita bezt sinn göfuga tilgang. Eg vil nú skjóta máli mínu til þjóðarinnar - einkum kvenþjóðarinnar. - Var það nokkuð rangt eða illa hugsað, að nota kvenskart þetta, ef mögulegt yrði, til að hjálpa fátækum stúlkum - einkum sveitastúlkum - til menunar? Kaupstaðastúlkur, einkum í Reykjavík, eiga betri kost á að menta sig, og hafa ætíð átt, heldur en sveitastúlkur, þó bezt væri að geta hlynt að báðum. Efmér endist aldur til, mun ég seinna meir gera athugasemdir við ýms atriði í „grautarskáldskap “ höfundar greinar þessarar - „ nafnlausu “ -1. d. um sumarheimsferðir mínar á hverju ári - að ég hafi átt heima á Suður-Frakklandi, meðan maðurinn minn hafi verið að Ijúka við að endurskoða biblíuþýðinguna íslenzku, um tign höfðingjanna, sem ég segi að skólinn hafi átt að o. s. frv. - Eg átti sem sé aldrei heima á Suður-Frakklandi nemaþegar maðurinn minn áttiþar heima! - Hann endurskoðaði ekki biblíuþýðinguna íslenzku. Höfðingjarnir, sem hann telur upp að skólinn ætti að, voru „ Patrons “fyrir „ Home Industrees “ -þaó erfyrir þjóðvinnuna okkar og ull- „ ullarvinnuna “ sem Islandfékk öll helstu verðlaun fyrir-þó þjóðin, líklega hafi hvorki séð þau né heyrt. Þá er um „jarðskjálfta “ söguna, að ég hafi hugsað, að Vinaminni væri líklega hrunið fyrst landskjálftar vœru í Arnessýsluni. - Nei, þó ég hvorki kunni latínu eða grísku, þá 324 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.