Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 37
er ég svo vel að mér í landafrœði, að ég veit að Reykjavík er
ekki í Arnessýslu.
Efmig minnir rétt, var álitið ífornöld - að sá væri „ níðingur ",
er réðist að baki manns. Þeim dóm forfeðra minna fylgi ég
og þess vegna skora ég á níðing þenna, sem hefur ráðist á
mig í Isafold 1896, einmitt þegar hann vissi að ég var í New
York, þar sem ég gœti ekki séð blaðið og vœri þess vegna
ómögulegt að bera hönd fyrir höfuð mér, að gefa sig fram -
og ekki fela sig lengur í dtdarbúningi. Eða hylur hann nafn
sitt af sömu ástœðu og þessi „Missionair", sem „heiðraði
land okkar “ með komu sinni og erindagjörð í Metropolitan
Museum í New York?
Vinaminni 15. nóv. 1909
Sigríður E. Magnússon. “
Svo mörg voru þau orð Sigríðar Einarsdóttur frá Brekkubæ,
eða Sigríðar E. Magnússon, eins og hún kallar sig þar að
heldri kvenna hætti þess tíma og notar eftimafn eiginmannsins
á því herrans ári 1909.
Eins og ífam kemur í grein Sigríðar, er hún svar við grein,
sem birt var 14 ámm áður en ísafold birti hana. Að vísu
útskýrir Sigríður ástæðu þess hversu seint svar hennar er
á ferðinni. Fljótt á litið verður því þó tæpast haldið fram,
að þessi mikli kvenskörungur hafí verið alveg laus við
langræknina. En þar í móti verður því ekki neitað, að tilefni
ísafoldargreinar hennar árið 1910 er ærið. Hér á eftir kemur
grein sú í sama blaði, sem birtist árið 1896 og varð kveikjan
að síðbornu svari Sigríðar. Fjandskapurinn í hennar garð
leynir sér ekki og sérstaklega ámælisvert hlýtur það að teljast,
að greinin birtist undir dulnefni. Verður hvorki sagt, að það
auki hróður höfundar bréfsins né ritstjóra blaðsins. Slíkar
greinar em tæpast skrifaðar, nema eitthvað sé í húfi. Þá
vaknar sú spurning, hvort höfundur greinarinnar hafi óttast
að kvennaskóli Sigríðar Einarsdóttur gæti á einhvern hátt
ógnað þeim kvennaskóla, sem fýrir var í bænum og þau
hjónin Þóra og Páll Melsteð stofnuðu árið 1874 og Þóra
stýrði. Tæpast verður það þó talið sennilegt, því sá skóli var
á þessum tíma yfírstéttarskóli, þar sem alþýðustúlkum var
sannanlega ekki ætlað að ganga um sali. Hugmynd Sigríðar
Einarsdóttur var hins vegar sú, að stofna alþýðuskóla fyrir
stúlkur. Það skyldi þó aldrei vera, að sá sem ritaði greinina
í ísafold árið 1896, hafi verið að fá útrás fyrir smásálarlegan
yfirstéttarhroka? En hér kemur sem sagt greinin, sem birtist
í ísafold árið 1896 undir fyrirsögninni „Kvennaskólinn í
Vinaminni" og dulnefninu „Kvennmenntunarvinur“:
„ Getið þjer, herra ritstjóri, frætt mig og aðra um það, hvað
orðið hefur af samskotum þeim, sem sagt var frá í útlendum
blöðum að safnað hafi verið á Englandi, í Svíþjóð og víðar,
af frú Sigríði Magnússon í Cambridge, til eflingar menntun
og menning kvennfólks hjer á landi.
Herra Eiríkur Magnússon hefur ritað margt og mikið um
bankamál, botnvörpur ogfleira; en hann hefur aldrei minnzt
á þetta málefni.
Hjer í Reykjavík er háreist hús, sem fyrst var sagt að byggt
vœri fyrir þessi útlendu samskot, og ætti að hafa það fyrir
kvennaskóla, en síðan hefur ekkert heyrzt um þetta. Hver á
húsið? Og hver tekur leiguna eptirþað? Eða hvar eru samskotin
niður komin?
Sje það satt, að nefnt hús hafi verið reistfyrir samskotafjeð
handa hjerlendu kvennþjóðinni, þá á hún húsið, en enginn
einstakur maður, og œtti hún þá að hirða húsið og tekjurnar
afþví.
Er það nú forstöðunefnd Kvennfjelagsins, eðayfirvöld landsins,
sem œttu að grennslast eptirþví, hve samskotafieð var mikið,
og hvort húsið er almennings eða einstaks manns eign?
Virðingarfyllst,
Kvennmenntunarvinur.
Undir lesandabréfinu kemur svo eftirfarandi viðbót
ritstjóra:
„Ritstjóri ísafoldar mun ekki verafœrari að leysa úr þessum
spurningum heldur en spyrjandi sjálfur. Það hafa, svo kunnugt
sje, engar skýrslur birtar verið nokkurn tíma hér á landi um
þessi samskot eða hagnýting þeirra. Vjer vitum það eitt, að
skóli var haldinn, kvennaskóli, í húsinu 1 veturfyrir mörgum
ántm, en síðan ekki söguna meir. Líklega munu yfirvöld vor
álíta málið sjer óviðkomandi. En mjög virðist vel til fallið, að
Kvennfielagið íslenzka skipti sér afþví, eins ogfyrirspyrjandi
drepur á, og reyni t. d. að fá úr því leyst í tœka tíð, hvort
húsið er heldur almenningseign eða einstakra manna, m. m.
(með meiru.)
Ritstjóri. “
Tekið skal fram, að ritstjóri Isafoldar árið 1896 var Björn
Jónsson, en þegar grein Sigríðar birtist árið 1910 hafði sonur
hans, Ólafiar Bjömsson tekið við ritstjóminni, enda var Bjöm þá
ráðherra Islands og hafði því öðmm hnöppum að hneppa.
Ævikvöld Sigríðar frá Brekkubæ
Ævilok Sigríðar Einarsdóttur, stúlkunnar úr kotinu Brekkubæ
í Grjótaþorpi, urðu með nokkuð óvanalegum hætti, eins og
nú skal rakið, þó segja megi, að þau sómi þeirri heimskonu,
sem hún var. Þegar halla tók á ævikvöldið dvaldi hún nokkur
sumur á heilsuhælinu í Skodsborg í Danmörku, eða Skodsborg
Sanatorium, eins og það kallast á máli þarlendra. Þetta var á
ámnum 1908 til 1911. Sumarið 1913 lést bóndi hennar, Eiríkur
Magnússon og flutti Sigríður þá í minni íbúð. Þó hugðist
hún hafa vetursetu á heilsuhælinu í Skodsborg. En sumarið
eftir, þegar hún ætlaði að snúa heim til Cambridge, var fyrri
heimsstyrjöldin skollin á, svo ekki gat orðið að heimferð.
Heima er bezt 325