Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Page 38

Heima er bezt - 01.08.2009, Page 38
Hún lést á heilsuhælinu í Skodsborg 22. nóvember 1915, 84 ára að aldri og var jarðsett í Sölleröd á Sjálandi. Arið 1933 kom út ævisaga Eiríks Magnússonar eftir dr. Stefán Einarsson og er það merk heimild um ævi þeirra hjóna beggja. Við hana hefúr að nokkru verið stuðst við gerð þessar greinar, svo og Dægradvöl Benedikts Gröndal og ýmsar aðrar heimildir. Þess var áður getið, að Sigríður Einarsdóttir úr Brekkubæ var stundum yrkisefni samtíðarmanna sinna. En sú vegsemd náði út yfir gröf og dauða, því 67 árum eftir andlát hennar, það er að segja árið 1982, kom út ljóðabókin „Næturferð - ljóð um frelsi“ eftir Jón Oskar. I þessari bók er að fínna ljóð, sem skáldið kallar einfaldlega „Sigríður dóttir hjóna“ og skírskotar þar sýnilega til húsgangs þess, sem fýrr er nefndur. Að vísu er Sigríður rangfeðruð í þessu ljóði og sögð Þórðardóttir og umhverfí hennar að hluta til sveipað nokkuð sveitalegum blæ, auk þess sem Brekkubær er nú bara kallaður Brekkukot og farið nokkuð frjálslega með staðreyndir að ýmsu öðru leyti. En menn hafa svo sem tekið sér stærri skáldaleyfí en þetta. Ljóð Jóns Oskars hljóðar svo: Sigríóur dóttir hjóna 1 Hún Sigríður dóttir hjóna í Brekkukoti er komin í kvenfélagið, hafiði heyrt það, drengir?Þeir hlæja allir, hraustir, ungir og gamlir sjómenn ogfara að bregða á glens, hún Sigga í Brekkukoti, já, sú kann að gera skóna, og sú œtlaði nú að fara að byggja sér hallir úr vindum og skýjum og torfinu í Brekkukoti, og sitja með gullþráð og prjóna í kvenfélaginu innanum finu frúrnar. Hann Finnur í búðinni hlœr um leið og hann vegur tvö pund afhveiti ogséra Guðmundur tottar vindilinn sinn glettinn og lœtur hláturinn sjatna á meðan oddvitinn gemsar, en segir spakur að lokum: Bara það verði ekki eintómar rosabullur. 2 Og dag einn koma þeir saman í hreppsnefndinni. Hvaða fyrirgangur er í henni Siggu? Þeir taka í nefið, hvessa brúnir og karpa. Ja, hún hefur lœrt, segir einn, hún kvað lesa dönsku. Ja,fari það kolað, hreppstjórinn mælir af þunga, hún er þó bara hún Sigga í Brekkukoti, dóttir hans Þórðar sífulla og búin að œsa fólk í að heimta að kotungastúlkurnar fái aó læra að sauma,ja, líklega rosabullur, og skrift og reikning og gott ef ekki dönsku ogfleira, rétt eins og heldrimannabörnin. Og presturinn segir: Já, rétt er þetta. En svona er tíðarandinn, margir gleyma, að sœlir eru hógvœrir, þó má segja, að ekki sé það allt afhinu vonda sem Sigga okkar talar, nú og þetta: Hún missti unnustann og barn sitt líka, og hún er skáldmælt, les víst firn af bókum, já, konan mín er öll á hennar bandi. En hvað er þetta? segir Hans P. Thomsen, sem útgerðina rekur, ég er hissa á ræðu prestsins. Þetta er hún Sigga, hún Sigga í Brekkukoti, ekkert annað. Og pabbi hennar tómthúsmaður hérna og gefinn fyrir sopann. Og efnúá hér engan mun að gera á þeim sem völdin hafa og menntunina og hinum sem vor drottinn kaus að setja í aðra stétt, ja, hvert stefnum við, prestur? Og oddvitinn er sama sinnis, tekur upp pontuna og snússar sig og kumrar: Ja, hver hefði nú trúað þessu um árið, þegar hún Sigga gekk í kvenfélagið? Og þannig var sá fundur merkur fundur, en fundargerðarbókin týnd, því miður, og þess vegna kannýmislegt að hafa skolast til í lífsins öldugangi, og ráð að taka allt með fyrirvara sem hér er skráð um Siggu í Brekkukoti. Aður en skilist er að fúllu við Sigríði Einarsdóttur ffá Brekkubæ, er ekki úr vegi, að minnast í fáeinum orðum systurdóttur hennar og nöfnu, Sigríðar Maríu Gunnarsson. Foreldrar hennar voru hjónin séra Sigurður Gunnarsson, sem m. a. þjónaði austur á Valþjófsstað og Soffia Emelía Einarsdóttir. Móður sína missti Sigríður þegar hún var á 17. ári, en hún var fædd árið 1885. Á árunum 1906 til 1915 dvaldi hún á heimili Eiríks Magnússonar og Sigríðar móðursystur sinnar í Cambrige. Eftir heimkomuna hélt Sigríður María föður sínum heimili í Reykjavík. Hún lagði nokkra stund á málaralist, eins og fram kemur í bók Hrafnhildar Schram, Huldukonur í íslenskri myndlist, er kom út hjá Máli og menningu árið 2005. I því sambandi má geta þess, að á hemámsárunum dvaldi hún vetrarpart í listamannanýlendunni Hveragerði og lagði þar stund á list sína. Sigríður lést árið 1970. Osagt skal látið, hvaðan Sigríði Maríu hefúr komið listhneigðin. En minnast má þess, að Sigríður móðursystir hennar, sem hér hefur verið Ijallað um, var listræn kona. Hún var, eins og komið hefúr fram hér að ofan, liðtæk á gítar og mun m. a. hafa kennt á það hljóðfæri í Reykjavík. Má vera, að hún hafi orðið fyrst til þess. (Síðbúið framhald greinar í Lesbók Morgunblaðsins, 18. desember 1995.) 326 Heima erbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.