Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Page 47

Heima er bezt - 01.08.2009, Page 47
var hægt að sjóða þær fastar út í síðumar og svo kapalsíló ofan á þær. En þama urðum við að sjóða sílóið fyrir íraman alla olíutanka. Þannig, að með fúlla olíutanka og öftustu ballasttankana og áður nefiida 5 magnara aftast í lestinni, þá höfðum við neikvæðan stafnhalla. Og svo var það gróðurinn sem sest hafði sest á skipið og þessi eilífi vesturstraumur þarna. Nema hvað, samspil þess alls varð til þess að skipið gekk ekki á nema um 2ja-3ja mílna ferð. Ekki var þetta nú glæsilegt og nærri 2500 mílur á milli Willemstad og Recife. Rúmlega mánaðar sigling að öllu óbreyttu. En er við sigldum lengra og eftir að við komumst á suðlægari stefnur, þá komnir austur fyrir Trínidat, þá fór þetta nú allt að ganga betur. Við hefðum geta stytt okkur mikið leið með því að fara inn í Paria-flóa, sem er einskonar flói á milli Venesúela og Trínidad. En út úr honum að suðaustanverðu er frekar þröngt og straumhart sund sem nefhist „Serpents- mynni“. Þetta lögðum við ekki í vegna hæpinnar stjómhæfni skipsins. Við vomm rétt komnir á suðlægari stefnu er við fengum telex, frá „Alcatel Sumbmarine Networks Marine“ um að halda til St. George á Bermúda. Stefni var þvi snúið í norðurátt. Ef mig misminnir ekki þá voru um 1700 mílur þangað frá þeim stað sem við vorum á. Hálf gekk nú ferðin seint. Ekki batnaði það þegar lengra dró norður eftir, því þá fór að kula á okkur af norðaustan. En svo kom nú niesta „babbið í bátinn“. Við áttum engin kort af Bermuda yfirhöfúð. Eina kortið sem við höfðum var úr kortabók breska flotamálaráðuneytisins. Þar em númer sem á sjókortunum eru sýnd á ófúllkomnu korti af eyjunni. Þegar við nálguðumst höfðum við samband við strandgæsluna á Bermúda, sem gaf okkur upp leiðarpunkta, sem við settum inn í GPS-tækið hjá okkur. Þegar við nálguðumst eyjuna fór norðanáttin að aukast og datt ferðin niður. Sjálfur forstjóri útgerðarinnar, Jöem Folmer, var kominn til Bermúda og var hann að gera Gunnar vitlausan með allskonar leiðbeiningum gegn um telexið um það hvemig hann skildi haga dælingum og siglingu. Jöem, sem að vísu Um borð í Danica Red íferðinni. 0 15 30km 0 15 30 mi Tobago Scarborough, Caríbbean Sea Toco ,PORT-OF-SPAIN . • Arima Tunapuna Oulf ) Sangre Grande Trinidad Paría *PrúntLisas V A Atiantic r___ / Ocean 'Point , Guayaguayare. Fortin Siparia _. 'Point Lisas Pointe-á-Pierre. San Femando . Kort af Trinidad. er skipstjómarmaður sjálfúr, vissi hins vegar ekkert hvemig skipið var hlaðið og Gunnar stóð ekkert í að kynna honum það. Svo fóm að berast skeyti ætluð forstjóranum til okkar. Þar á meðal frá áður nefhdum hjónum, Antoni og Piu. Forstjórinn hafði nefnilega látið þau boð út ganga til hinna skipanna að öll telex ætluð honum, skyldu send til okkar eftir vissa dagsetningu. En svo seinkaði okkur og sú dagsetning orðin gild. Þennan gullmakríl fengum við á leiðinni. Við fengum lóðs nokkuð lengra út en ef við hefðum haft einhver kort. En allt gekkþettavel ogkl. 13,þann 13nóvember bundum við landfestar á St. George. Jöem hældi okkur á hvert reipi eftir að hafa fengið skýringu á hinum neikvæða stafhhalla (eða því að skipið lá 'A fet ffam) og að við skyldum sigla síðasta hlutann kortalausir. Eg var komin einn mánuð ffam yfir umsaminn tíma og nú spurði hann mig hvenær ég vildi fara heim. „Strax og hægt er,“ svaraði ég. „Þú ferð í kvöld,“ sagði hann. „Gefðu mér nú tíma til að pakka,“ svaraði ég. En svo komumst við að því að léttasta flugið Bermúda-Heathrow-Kastmp var ekki hægt að fá fyrr en þann 17., en þá það gekk eftir. Kominn var ég svo heim að morgni 18. nóvember, árið 2000. Af Danica Red og kaplinum er það að sega að skipið lá með hann í 1 /i rnánuð í höíhinni í St. George, uns 3 eða 4 kapalskip höfðu lestað úr því. Eg átti afturkvæmt aftur um borð í skipið en þá með öðmm skipstjóra, á öðmm slóðum og með aðra farma. Eg læt nú þessum tilbakahugrenningum mínum lokið. Þakka öllum sem hafa haft nennu til að lesa þær. Heima er bezt 335

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.