Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Page 52

Heima er bezt - 01.08.2009, Page 52
hamra-beltin hermdu þá hófasláttinn ettir. Siguijón Kristjánsson, Krumshólum, kveður svo um hryssu: Fráneyg Gletta fótanett fetar létt um grundir; þvitum skvettir, þrífur sprett þegar slétt er undir. En það þurfti ekki að vera slétt undir, þar sem Páll Ólafsson hleypti Ljónslöpp: Hún er viss með hvergi’að hnjóta, hvað þá falla, þó hún missi þriggja fóta, og það í halla. Það þótti þeim löngum gaman reiðmönnunum að láta hestinn sinn liggja á skeiði fram úr bráðléttum hlaupagikkjunum, og er ekki laust við að drýginda nokkurra kenni hjá hagyrðingunum, þegar þeir segja frá því á eftir. Páll Ólafsson bregður upp notalegri mynd af slíkri kappreið: Undan Sleipni, Otrauður alltaf lá á skeiði, svo hann Björn varð sótrauður svartur og blár af reiði. Sigurjón Kristjánsson, sem fyrr er nefndur, kveður svo um jarpan skeiðvarg: Þyrlar grjóti ’ og mold í mökk, mjög á spretti snarpur; þó ei öðrum endist stökk alltaf skeiðar Jarpur. Þá er og ein hér í líkum anda, kveðin á Mosfellsheiði fyrir nokkrum árum. En Mosfellsheiði, þótt ljót sé, hefir upp á sæmilegan veg að bjóða, svo að margur gleymir því, hvað hún er leiðinleg, þegar gæðingurinn gerir sitt til þess að stytta Ieiðina: Mosfellsheiði hefir um sinn hrundið leiðindonum... Fallega skeiðar Fálki minn fram úr reiðhestonum. Elagyrðingurinn er jafnan fljótur til svars, þegar honum finnst að orðstír reiðhestsins sé hallað. Jón á Þingeyrum átti reiðhest ágætan, er nefndur var Léttir, og reið Jón honum stundum ógætilega, er hann var við skál. Eitt sinn er Jón var að ríða af stað, einhversstaðar frá, ölvaður nokkuð, sagði maður við hann hæðnislega: „Jón, nú dettur Léttir!“ Jón leit við manninum og mælti af munni fram samstundis: Það er mas úr þér, vinur, Þetta: „Léttir dettur!" Aldrei rasar reiðskjótur rétt á sprettinn settur. Jón hleypti af stað, en sagan getur þess ekki, að Léttir hafi dottið, hvorki þá né endranær. Annars fínnst mér síst fjarri að hnýta hér aftan við vísu einni, sem kveðin er um Jón á Þingeyrum. Hún bregður upp dálítilli mynd af reiðkænsku Jóns og kostum gæðingsins, svo ekki er um að villast hver ríður svo geyst um héraðið: Stynur Frón með stórhljóðum stáls við skóna harða, þegar Jón á Þingeyrum þeysir Ijóni gjarða. Vísuna kvað Jason bóndi í Lækjadal i Húnaþingi, er Jón reið þar hjá eitt sinn. Það segja reiðmennimir að aldrei láti hesturinn jafn vel til kosti sína eins og á hjami eða ís; þar eru báðir í essinu sínu, eldishesturinn og reiðmaðurinn og ekkert fúm á fótaburði eða taumhaldi. Þá stefna tvær sálir að sama marki og renna í eitt. Þess vegna verður spretturinn snjall og listin hverjum auðsæ. Og þegar hagyrðingurinn ljóðfestir slíkan sprett, grípur hann til hringhendunnar, því hann veit hvað alþýðu kemur. Hringhendan hefír jafnan verið sá hátturinn, sem alþýða hefir haft mestar mætur á, enda hefír einhver menntamaður okkar talið hana fegursta hátt í heimi: Heyra brak og bresti má, broddur klaka smýgur hófa- vakur-haukur þá hranna-þakið flýgur. Kveður Jón á Þingeyrum. En Páll Ólafsson kveður svo um Gránu, sem fyrr er nefnd: Mylur svellin kraftakná klaka gellur flísin. Hvellir smellir heyrast þá hófar skella á ísinn. Þá er og ein hér um sama efni, kveðin á Suðurlandi, að því er ég best veit: Hringur skundar skeiðið á, - skaflar sundra klaka syngur grundin, svellin blá sönginn undir taka. Um Vakra-Brún sinn kveður Páll Ólafsson þannig: 340 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.