Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Side 61

Heima er bezt - 01.08.2009, Side 61
Stefán Jónsson Vetur í eyjum Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum, á sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum. Sig. Breiófjörð. ÞETTAfagra stef eftir Sigurð Breiðijörð, lýsir kvöldfegurð við Breiðaijörð, en þar er hún ógleymanleg. Á kyrrum vorkvöldum er unaðslegt „út við eyjar blár“. Eyjamar á Breiðafírði eru dreifðar um allan ijörðinn imianverðan, en skiptast þó aðallega í tvær þyrpingar eða hópa, sem nefnast Vestureyjar og Suðureyjar. - Sextíu og sjö eyjar munu hafa verið í byggð þegar best var og í suraum eyjum margbýli eins og t. d. í Bjameyjum, Höskuldsey og Skáleyjum. I Breiðaijarðareyjum hefur jafnan verið mikil búsæld og hlunnindi, svo sem selveiði, dúntekja, íuglatekja og útræði á meðan fískisælt var á Breiðafirði. Um vor og sumartíma er mikið líf í eyjunum. Um varptímann má segja, að eyjamar séu friðhelgar. Enginn leyfir sér að stíga að óþörfu á land í annarra eyjum. Það getur styggt æðarfuglinn og spillt varpinu. Segja nrá að æðarfuglinn í hverri eyju sé eins og búfé bænda á landjörðum. Svipuð tala hreiðra er í hverri eyju vor effir vor, ef ekkert sérstakt hendir, sem áhrif'hefur á fjölgun eða fækkun. Á meðan eyjamar voru fjölbyggðar, var um heyannatímann fólkinu dreift við heyskapinn í úteyjum, þegar lokið var túnaslætti í heimaeyjum. Mátti þá sjá tjöld og galta í hverri slægnaey. Minnstu hólmamir voru oft ekki slegnir, heldur beittir að haustinu. Sumum byggðum eyjum fylgdu og fylgir enn - mikill ijöldi óbyggðra eyja, hólma og dranga. Látmm í Vestureyjum fylgja t. d. um 30 eyjar og hólmar með grasi, sem sjór fellur ekki yfír Auk þess er mikill fjöldi skerja og flúða, sem upp koma um fjöru, og má um ijöm vel gera sér hugmynd um, hvemig landslagi var háttað áður en Breiðaijörður seig í sjó. - Svona er fegurð, fijósemi, ijör og líf í Breiðaijarðareyjum um vor, sumar og haust, en mikil breyting verður á öllu er vetrarharka leggst yfir ijörðinn. - Þá er eins og allt yndi eyjanna helfrjósi og innilokun og einangmn kemur í stað ólgandi lífs og sólblikandi sunda. Sigling um fjörðinn verður hættuleg vegna ísreks, og oft leggur innfirði, svo sem Hvammsijörð og Gilsijörð og íshella og ísrek lokar öllunr venjulegum siglingaleiðum, svo vikum skiptir. Er þá hvorki bátfært eða á ísum gangandi. Em þá allar samgöngur lokaðar milli eyja innbyrðis og milli lands og eyja. Hér á eftir vil ég rekja nokkrar sagnir frá Breiða firði, þegar „vetur er í eyjum”. Fyrstu söguna nefni ég: Gamli bærinn á Reykhólum. ísrek á höfninni í Stykkishólmi i rúman aldaríjórðung, sem ég átti heima í Stykkishólmi, kom aldrei reglulega harður vetur, en þó lagð oft innfírði og eyjasund, svo að ísrek var á skipaleiðum. Þegar Hvammsfjörð leggur og eyjasundin í mynni Hvammsijarðar, verður oft mikið ísrek út um Röstina og önnur eyjasund, þegar frostið linast, einkum þegar vindur er á austan. Kemur þá fyrir að höfnin í Stykkishólmi fyllist allt í einu af rekís, svo að engum báti er fært út eða inn á höíhina. Þjappast ísrekið svo saman í höfninni, að vel má ganga um hana á jökunum, eins og á samfelldum ís. Reyndist þetta of mikil freisting fyrir strákana í Stykkishólmi, sem töldu það spennandi íþrótt að hlaupa jaka af jaka og vita hyldýpið undir, og mikla áhættu, ef hlaupið mistækist. En þótt drengjunum fyndist þetta góð skemmtun, þá urðu foreldrar slegnir ótta og óskuðu þess að rekísinn hyrft sem fyrst. Engar áminningar dugðu. Foreldrar lögðu þó blátt bann við því að strákamir stunduðu jakahlaup, og kennaramir í skólanum bentu á hættuna, og báðu drengina að varast þennan leik. En sem sagt. Engar áminningar dugðu. En þá kom nokkuð fyrir, sem reyndist lærdómsríkt, svo að jakahlaupin hættu skyndilega í það skiptið, enda fór þá líka rekísinn sína leið. Tveir 12 ára drengir, sem mikið stunduðujakahlaup, hættu sér alltaf lengra og lengra út, þar sem jakamir vom gisnari. Þeir vom loks komnir út á allstóran jaka, sem bar þá báða vel, en þeir gættu þess ekki að jakinn lónaði með þá ffá jakahrönninni. Vindur stóð af landi og þama sigldu þessir ungu garpar hraðbyri til hafs. Nú varð uppi fótur og fit í kauptúninu. Drengimir á jakanum Heima er bezt 349

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.