Heima er bezt - 01.08.2009, Side 62
fjarlægðust og fréttin flaug um bæinn eins og eldur í sinu.
Margir litlir vélbátar lágu í höfninni en hún var þakin rekís.
Það tókst þó brátt að koma vélinni í gang í einum bátnum og
stjaka honum út úr höfninni. Var nú sett á fulla ferð á eftir
drengjunum á jakanum og tókst fljótlega að draga þá uppi og
bjarga þeim upp í bátinn. Mátti það ekki seinna vera, því að
jakinn var ekki stór, og kjarkur drengjanna brostinn.
Lítið var rætt um jakahlaup í Stykkishólmi, það sem eftir
var af þeim vetri. Þetta var varúðarmerki, sem ekki varð
misskilið.
Næsta saga heitir:
Vélbáturinn, sem sökk
Það var síðla vetrar í ágætu veðri, að lítill vélbátur með
þilfari fór af stað frá Stykkishólmi á leið upp á Skógarströnd.
Veður var bjart og stillt. Eg man það vel að ég horfði á eftir
bátnum, er hann kom inn fyrir Baulutangann og hugsaði
sem svo, að gaman væri að vera á sjó í slíkri veðurblíðu.
A bátnum voru tveir menn, og af því að ekki var hægt
að lenda vélbátnum á viðkomustöðunum, þá höfðu þeir í
eftirdragi litla kænu. Nokkurt ísrek hafði verið undanfarna
daga, og voru smájakar hér og þar á reki, en þá er sigling ætíð
hættuleg. Jakamir eru líka misþungir og sjást misjafnlega
vel á sjónum. Jakar úr sjávarís em léttari og sjást betur en
blátærir jakar, sem flotið hafa til sjávar úr bergvatnsám.
Eg leit af litla vélbátnum um stund. Sólin gyllti sundin og
ekki gáraði sjóinn.
Allt í einu hvarf báturinn. Hann stakk sér í hafíð. Glerharður
jakaklumpur hafði rekist á kinnunginn á bátnum og setti stórt
gat á byrðinginn. Höggið var ekki meira en það, að mennimir
urðu þess aðeins varir, en samstundis seig báturinn að framan.
Mennimir vom handfljótir að draga að sér kænuna og snara
sér út í hana, og mátti þar engu muna, því að báturinn stakkst í
djúpið. Báðir vom mennimir ósyndir, og hefðu þeir vafalaust
báðir dmkknað, ef þeir hefðu ekki verið með litla bátinn, —
og þó var örskammt upp í næstu eyju.
Þriðja sagan heitir:
Uxinn sóttur í eyjar
Olafseyjar heita eyjar tvær, sem liggja skammt ffá landi
undan Skarði á Skarðsströnd. Er svo að sjá sem þær hafi
einhvem tíma verið byggðar, og heitir önnur eyjan Hóley,
en hin Bæjarey. A Söguöldinni lágu eyjar þessar undir
Reykhóla, en síðar hafa höfúðbólin Skarð og Reykhólar
skipti á eyjum. Akureyjar, sem áður lágu undir Skarð, urðu
eign Reykhóla, en Skarð eignaðist Olafseyjar. I Grettissögu
er þessi saga sögð:
A Reykhólum bjó á Söguöldinni mikill höfðingi, er Þorgils
hét Arason. Grettir var sekur orðinn, en dvaldi um vetrartíma
á Reykhólum í skjóli þessa héraðshöfðingja, ásamt þeim
fóstbræðmm Þorgeiri og Þormóði. Vom þeir allir niiklir garpar,
eins og sögur greina ffá.
Þorgils bóndi átti uxa góðan úti í Olafseyjum og vildi hann
nálgast uxann fyrir jólin. Hann bað þá félagana þrjá, að fara
og sækja gripinn. Frá Reykhólum er alllangt út í Ólafseyjar,
eða um hálf önnur vika sjávar. Þeir sigldu út flóann og höfðu
Frá Skarði.
byr góðan. Þegar út í eyjamar kom spurði Grettir, hvort þeir
fóstbræður vildu heldur leggja út uxann eða halda skipinu. Þeir
báðu Gretti halda skipinu. Hann stóð við mitt skipið á það borð,
er ffá landi horfði, tók honum sjórinn undir herðablöðin, og
hélt hann skipinu, svo að hvergi sveif. Þeir fóstbræður lögðu
út uxann og tók Þorgeir undir uxann að aftan, en Þormóður
að ffaman, og hófú hann svo út í skipið. Þeir settust svo allir
undir árar og reri Þormóður í hálsi, en Þorgeir í fyrirrúmi, en
Grettir í skut og héldu inn á flóann. Er þeir komu inn fyrir
Hafraklett, styrmdi að þeim (þ. e. hvessti). Þá mælti Þorgeir:
„Frýr nú skuturinn skriðar?“ Grettir svarar: „Eigi mun skuturinn
eftir liggja, ef allvel er róið í fyrirrúminu.“ Þorgeir féll þá svo
fast á áramar, að af gengu báðir háimir. Þá mælti hann: „Legg
þú til Grettir, á meðan ég bæti að hánum.“ Grettir dró þá fast
á áramar, meðan Þorgeir bætti að hánum. Höfðu þá svo lúist
árarnar, að Grettir hristi þær í sundur á borðinu. Þormóður
kvað betra að róa minna og brjóta ekki. Grettir þreif þá erði
tvö (þ. e. tré eða planka), er lágu í skipinu, rak bomr stórar í
borðstokkinn og reri svo sterklega, að brakaði í hveiju tré.
Er þeir náðu landi á Reykhólum, spyr Grettir, hvort þeir
vildu heldur fara heim með uxann eða setja bátinn. Þeir kusu
heldur að setja upp skipið, og settu þeir það upp með öllum
sjónum, sem í því var, en það var mjög klökugt og sýlað.
Grettir leiddi uxann og var hann mjög feitur og stirður eftir
böndin. Þar kom að uxann þraut gönguna.
Þeir fóstbræður gengu beint heim, því að þeir vildu ekki
rétta Gretti hjálparhönd.
Þorgils spyr um Gretti. Þeir fóstbræður sögðu hvar þeir höfðu
við hann skilið. Þorgils sendi þá húskarla sína á móti honum.
Er þeir koma ofan undir Hellishóla, sáu þeir hvar maður fór
á móti þeim og hafði naut á baki. Var þar kominn Grettir og
bar þá uxann. Undmðust allir hversu miklu hann gat orkað.
Lék Þorgeiri næsta öfúnd á um afl Grettis.
Þjóðskáldið Matthías Jochumsson hefur ort ljóð út af
Grettissögu, sem heita Grettisljóð. Þar segir svo um þennan
atburð:
„Þá líta þeir í drífúnni langt fyrir neðan völl, á leiti nokkm
350 Heima er bezt