Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Side 63

Heima er bezt - 01.08.2009, Side 63
sléttu, hvar hyllir undir tröll, sem bráðum kemur nær, eins og brautin væri greið; það boli var, sem þversum á herðum Grettis reið.“ Þá kemur hér að lokum saga, sem heitir: Helga ísaksdóttir Saga þessi er sönn og em um 170 - 180 ár síðan hún gerðist. Sagan er skráð í Sögusafni Isafoldar, en hún hefur líka lifað á vömm fólks við Breiðafjörð, allt ffam á síðustu áratugi. Um 1920 kunni gamalt fólk í Stykkishólmi söguna, og af því fólki lærði ég hana áður en ég las hana í Sögusafhi ísafoldar. Endursegi ég söguna hér að mestu eins og hún er skráð, en að nokkm eftir minni, eins og mér var sögð hún, er ég fluttist til Breiðafjarðar um 1920. A þeim ámm sem sagan gerðist bjó Magnús sýslumaður Ketilsson í Búðardal á Skarðsströnd, en hafði heyskap í Olafseyjum og fleiri Skarðseyjum. Hann setti heyið saman í Olafseyjum og flutti svo skepnur út í eyjamar á haustin, sem fóðra átti á heyjunum og jafnffamt flutti hann fólk út í eyjamar til að hirða gripina. Eitt haustið flutti sýslumaður þrjú hjú sín út í eyjamar. Einn ungan mann og tvær ungar stúlkur. Helga Isaksdóttir hét sú stúlkan, sem átti að verða ráðskona. Var hún eins konar húsbóndi á heimilinu. Hin stúlkan hét Hólmffíður, en pilturinn hét Einar. Bát höfðu þau hjá sér í eyjunum. Nautgripimir í eyjunum þetta haust vom 9, en sumir segja 11. Nokkrir nefna 15 fjár. Næstu byggðar eyjar vom Rauðseyjar. (Þær eru nú í eyði.) Þar bjó bóndi, er Einar hét Ólafsson. Var hann stórbóndi á sinni tíð og mikill heiðursmaður. Einn af húskörlum Einars bónda í Rauðseyjum hét Halldór Ólafsson. Hólmfríði í Ólafsey leist vel á Halldór þennan, og vildi fyrir alla muni ná fundi hans um veturinn. Einar nautahirðir vildi líka gjaman komast út í Rauðseyjar, þegar líða tók á veturinn, af því að hann var orðinn tóbakslaus, en það vissi hann, að til myndi vera í Rauðseyjum, því að þar voru nægðir af öllu. Svo er að sjá sem Helga hafi ekki viljað leyfa þeim hjúum að fara út í Rauðseyjar, en hún var ráðskona, eins og fyrr segir, og átti að stjóma heimilinu. Þau Einar og Hólmfríður tóku nú ráð sín saman, hvemig þau gætu neytt Helgu til að veita þeim fararleyfi. Sagt er að Einar hafi fýrst viljandi brotið heynálina og þá einu reku, er til var, og vildi fara með þetta út í Rauðseyjar til aðgerðar. Ekki þótti Helgu þetta næg ástæða. Henni þótti þetta ekki nógu brýnt erindi um hávetur. Þá tóku þau hjúin það ráð að drepa eldinn. Vom engin tæki í eyjunum til eldkveikju. Buðust þau Einar og Hólmffíður nú til að sækja eldinn út í Rauðseyjar. Lögðu þau af stað á öskudaginn í góðu veðri og lentu í Rauðseyjum um kvöldið og sögðu erindi sín. Helga varð ein effir í Ólafseyjum. Um nóttina rak á stórhríð. Hélst hríðarveðrið á sjöundu viku. Aldrei varð heldur á sjó komist vegna ísreks, en þó varð ekki gengt milli eyja. Sátu þau Einar og Hólmfríður veðurteppt í Rauðseyjum allan þennan tíma. Sagt er að Einar bónda í Rauðseyjum hafi gmnað að allt væri ekki með felldu um ferðir þeirra Hólmfríðar og Einars og hafi hann oft veitt þeim þungar ávítur lyrir tiltæki þeirra. Þótti þeim hart undir að búa. Eftir sex vikur rúmar, fór ísinn að leysa sundur, svo að bátfært varð milli eyja. Réðst þá Einar til ferðar á vel mönnuðum báti. Vom þau með í förinni Hólmffíður og Einar. Hafði Einar bóndi í Rauðseyjum með sér alls konar sælgæti, til að gæða Helgu á, ef hún væri lifandi. En nú víkur sögunni til Helgu. Henni brá, er hríðina gerði og ísalögin. Hún var einmana á umflotnu landi, langt ffá öllum mannabyggðum, og gat hvorki matreitt sér við eld, bita eða sopa, né kveikt Ijós á kvöldum eða á nóttum. Þar við bættist sú þraut að vanta bæði heynál og reku. Varð hún að reyta heyið með tómum höndunum fyrir gripina og sækja vatn handa þeim í stórhríðum. Það jók líka á erfiðleikana að hafa enga reku til að moka með fjósið og snjó frá húsum. Hún lét þó eigi hugfallast. Strax morguninn eftir að þau Einar og Hólmffíður höfðu yfirgefið hana, fór hún að gefa nautgripunum og ljúka við önnur útiverk. Hafði hún ekki lokið því fýrr en komið var að náttmálum. Svona hélt hún áffam allan tímann og ofl var hún nær því að þrotum komin af þreytu, næturvökum og leiðindum. Einhvem dag, þegar aðeins birti upp hríðina, þóttist hún sjá mann koma gangandi á ísnum ffá Hóley, en hún er skammt fyrir ffaman Bæjareyna. Virtist henni þessi maður stefna ofanvert á eyna og benda henni að koma, en hún skeytti því engu af því að hún þóttist vita, að þetta gæti ekki verið mennskur maður. Virtist henni maðurinn hverfa undir eyna. Ekki er ólíklegt, að Helga hafi þá verið farin að sjá ofsjónir, lémagna af næturvökum og þreytu. Hafði hún líka heyrt áður, að maður hefði verið heygður í svoneíhdum Andrahaus á eynni ekki löngu áður. Stóð þessi mannsmynd Helgu fyrir hugskotssjónum eftir þetta, einkum er dimma tók á kvöldum og um nætur eftir að hún var háttuð. Þegar ísinn tók að greiðast í sundur, horfói Helga á hveijum degi út til Rauðseyja og loksins kom hún einn daginn auga á bát, sem var á leið til hennar. Þóttist hún þá vita að þetta væm Rauðseyingar. Varð hún fegnari en ffá megi segja. Gekk hún niður til sjávar, er báturinn lenti. Kallaði Einar bóndi þá til hennar og mælti: „Lifandi ertu þó, Helga.“ „Já fýrir guðs náð, en ekki manna,“ svaraði Helga. „Veistu hvaða dagur er í dag?“ „Já, það er skírdagur,“ svaraði Helga. Einari bónda þótti það furðulegt, að Helga skyldi vera lifandi og ótmfluð eflir allan þennan erfiða og langa tíma. Allar skepnumar vora vel útlítandi. Um vorið, er Magnús sýslumaður heyrði söguna af hjúum sínum, lofaði hann mjög dugnað Helgu, en sagði þeim Hólmfríði og Einari upp vistinni. Ekki náði Hólmfríður i Halldór í Rauðseyjum, því að hann vildi ekki við henni líta eftir þessa ólánsför hennar. Bæði giftust þessi hjú og vora búsett þama á Skarðsströndinni, en þóttu lánlítil. Sýslumaður gaf Helgu ísaksdóttur góð klæði og vildi á allan hátt gera hlut hennar sem bestan, en hún hafði enga ánægju af góðum klæðnaði eða skarti, því að eftir þrautimar í Olafseyjum naut hún sín aldrei, en varð mjög einræn og fáskiptin. Hún dó á Skarði hjá Skúla sýslumanni syni Magnúsar Ketilssonar. Eftir þetta var vetrarfólk í Olafseyjum jafnan látið vera þar bátlaust. Heima er bezt 351

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.