Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Side 66

Heima er bezt - 01.08.2009, Side 66
lönd og leið.ég lærði eitt sinn stutt ljóð, sera Bragi Jónsson frá Hoftúnum (1900-1980), bróðir Margrétar Jónsdóttur skáldkonu, orti. Mun það hafa birst í Æskunni, þar sem Bragi skrifaði undir sem höfúndur. Ljóðið er innilegt og lýsir djúpri ást höfundar á landi okkar og þjóð, en það er á þessa leið: Eg elska þig, litla landið mitt, og líka hvert einasta barnið þitt. Eg elska hvert blóm, sem á því grœr, ég elska hvert líf, sem grær þér nœr. Og þó að ég færi um fjarlœg lönd, ég forlaga minna gleymdi ei strönd. Við lifum í köldu landi við litla mengun, sem kunnugt er. En oftast nœr er þó eitthvað, sem okkur kvíða ber. (A.B.S.) Sveitir eyðast af mannfólki. Svo er um Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu. En saga hefur gerst þar, ekki síður en annars staðar: Þó að dœi blómleg byggð, bœjarnöfnin gleymast, ber við hana að binda tryggð, bændanöfn þá gleymast. Gönguför um Laxárdal fór ég sumarið 2000 - og setti saman erindi á leiðinni. Ellin mig ekki bugar, ég endist býsna vel. Ennþá mér dável dugar dagbók og myndavél. A Vesturá vart ég gisti, þótt verði fótur sár, og eflaust eitthvað þyrsti, - nú er hann Guðni nár. A Vesturá bjó Guðni Sveinsson, faðir Rósbergs G. Snædals, skálds. Máttur ástarinnar er óneitanlega mikill og þarf ekki mörgum orðum að eyða til að sanna slíkt. Hér á eftir fer ljóð sem ég setti saman fyrir löngu og ber einmitt heitið Máttur ástariimar Við ástinni er ekki neitt að gera, ótrúlega vítt er hennar svið. Astin jafnan á sér lœtur bera, ástin sífelltfegrar mannlífið. Þó að ástin endist stöku sinnum, ei nema fárra stunda bil, ákaft hennar allir leita, ei því verður hægt að breyta; - afhennar völdum urðu allir til! Lagboðinn við ljóðið er eftir Guðjón Matthíasson (1919- 2004), en því miður er ekki hægt að birta hann hér; þar eð ekki er fyrir hendi nótnasetning. Góðir lesendur, þetta nægir líklega í bili. Lifíð heil. Auðunn Bragi Sveinsson, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Netfang: audbras@simnet.is „Fótaskortur“ á tungunni cA^ fór afsíðis sem gat farið afsíðis ... ^Jessi peysa er mjög lauslát... fjau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifmgjar og leika á alls eggi... ^ann sló tvær flugur í sama höfuðið ... ...þama hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg ... £g sá svo sætan strák að ég fór alveg fram hjá mér ... j£g var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm ... <0ann sat bara eftir með súrt eplið ... ^fg, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna ... <£g hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast... *0ann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti... fjax stóð hundurinn í kúnni... (Þar lá hundurinn grajinn...Þar stóð hnífurinn í kúnni.) tyf) aður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra ... ^vo handflettir maður rjúpumar ... fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna ... JtJetta er ekki upp i köttinn á Nesi. Betur sjá eym en auga <£g er alveg stein vöknuð! (eftir að hafa verið steinsofandi.) <£g er eitthvað svo sunnan við mig (sagt á Akureyri). »að er ég sem ríð rækjum hér (að ráða ríkjum). £g er búinn að vera andvana í alla nótt. JjPóm var ekki reist á hverjum degi! ^/insamlegast beinhreinsið vínberin (í jólauppskrift). /lærin lengjast sem lifa (maður lærir svo lengi sem liftr). .Jjivo lengist lærið sem lífíð. 354 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.