Heima er bezt - 01.08.2009, Qupperneq 68
1460 til 1490, hafi bóndi einn búið á
Hólmum. Þrjá sonu átti hann og var
einn blindur. Bóndi var auðugur að fé,
löndum og lausum aurum. Hólma átti
hann, jörðina og kirkjuna, svo og jarðir
aðrar er til hennar lágu. Bóndi andaðist
og skiptu þeir bræður arfi, en þeir voru
illir bræðumir. Gjörðu þeir nú vottað
skiptabréf og var undirritað af þeim,
ásamt handsöluðu nafni bróður síns,
hinum blinda. Var það heyrinkunnugt
gjört, en í ljós kom þá, að ílekað höfðu
þeir hlut hins blinda bróður síns, svo
að í hans hlut kom sker eitt lítið og var
eigi grasi gróið.
Sker þetta lá undir hinum svonefnda
Stórhólma.
Eigi fékk hann hinn blindi bróðirinn
leiðréttingu mála sinna, þótt reyndi og
kvartaði yfir ranglæti bræðra sinna, hverju
hann hafði verið beittur. En þeir kváðu
þetta gjört með hans vitund og vilja og
bám fyrir sig skiptabréfíð. Mátti hann
nú við svo búið una.
Litlu síðar lét Guð af gæzku sinni
reyðarhval einn mikinn festast á skerinu.
Var hvalurinn eign hins blinda bróður og
var til framdráttar honum um langan tíma.
Hefir skerið síðan heitið Reyðarsker.
Nú bar það til nokkm síðar, að biskup
kom til Hólma í vitjunarferð. Frétti hann
þá skipti þeirra bræðra og átaldi þá
þunglega mjög fyrir ranglæti þeirra, það
er þeir höfðu beitt bróður sinn, blindan
og ósjálfbjarga.
Kunnu þeir bræður illa átölum biskups,
þykktust við, tóku hann og sveina þá er
honum fylgdu og settu í bát þann sinn
áralausan, er stóð niður við sjóinn. Þar
heitir síðan Biskupsbás, er bátnum var
hmndið á flot.
Hugðu þeir að biskup og sveinar hans
myndu farast þar, þar eð vindurinn stóð af
landi - sennilega norðvestan þræsingur,
en þá stendur vindurinn út ljörðinn.
En svo bar til að bátinn rak að landi
handan - og sunnan fjarðarins. Heitir
þar síðan Biskupshöfði, er þá biskup
bar að landi.
Biskup lét síðan dæma í málinu tólf
presta dóm og dæmdu þeir þá bræður frá
löndum og lausu fé, Hólmastað, kirkjunni
og lönd þau eður jarðir er lágu til staðarins
til eignar (biskups? og) kirkjunni.
Af fé þeirra bræðra lagði svo biskup
jarðirnar Sómastaði, Sómastaða-gerði
ásamt Stórhólma til framfærslu hinum
blinda bróður og ákvað að jafnan skyldi
þar vera fátækra fé til ffamfærslu
einhverjum þarfamanni í Reyðarfirði og
hefði Hólmaprestur umráð jarðanna.
Örnefnasagan er vissulega skemmtileg
tilraun til þess að skýra það hvemig
þessi ömefni urðu til. Það er vafalítið
að biskupar hafi komið eitthvað við
sögu, en ffáleitt á þann hátt sem sögnin
greinir ffá.
Sennilegt er að eg held að biskup eða
biskupar, er þeir skyldu fara í vitjunarferð
á Suðurfirði eða komið þaðan hafi fremur
kosið að láta ferja sig yfir ljörðinn ffemur
en að fara inn fyrir ljarðarbotn, auk þess
sem leiðin út eða inneftir var illfær sunnan
megin fjarðar, en þar þurfti þá að fara
um einstigi yfir svokallað Handarhald,
en það er klettabelti sem nær frá fjalli
niður í fjöruborð, illfært gat þar verið
að sögn og þó einkum ef svellbólstrar
lögðust yfir einstigið á hausti eða vetri.
Auk þess þurfti að fara yfir Bolagjótuna
svokölluðu sem var litlu betri yfirferðar
en Handarhaldið. Nú liggur þama yfir
ágætur akvegur frá Reyðarfírði til
Fáskrúðsfjarðar enda búið að sprengja
úr klettunum á báðum stöðum.
Það var því vissulega miklu þægilegra
að láta ferja sig yfir fjörðinn.
Af þessu held eg að þessi tvö ömefni séu
komin: Biskupsbás og Biskupshöfði.
Ekki er vitað hvort Hólmar hafí verið
landnámsjörð - en líklegt þykir mér að
þar hafi árla byggt verið - og snemma á
þjóðveldisöld orðið samkomustaður fyrir
sveitina. Ömefnin Leiðarhöfði, Leiðarvík
og Hörganes, sem eru rétt utan við Hólma,
þykja mér benda til þess að þama hafi
leiðarþing verið haldin er höfðingjar eða
goði kom frá Alþingi.
Leiðarþing voru yfirleitt til foma haldin
að hausti. Að vísu voru goðorðsmenn
ekki skyldugir að koma til leiðarþings
og þar voru engin dómsstörf uppi
höfð. Eg heft að vísu enn ekki komið
út í Leiðarhöfða og fram á Hörganes,
en þar eru sagðar rústir. Þar gætu líka
hafa verið haldin blót. Af því fara að
vísu engar sögur, svo þetta er tilgáta.
Austfirðingasögur brunnu í brunanum
mikla í Kaupntannahöfn, svo af Aust-
firðingum fara fátæklegar sögur. En vel
hefír á Hólmum verið búið og þar ríkir
bændur - að öllum líkindum.
Eigi er vitað nær kirkja kom á
Hólmastað, þó mun það eigi allöngu
effir kristnitökuna árið 1000 eða á 11.
eða 12. öld. Hefir þar þá verið í fyrstu
bændakirkja eða hálfkirkja - en alkirkja
ekki fyrr en nokkm síðar og þá með
aðsetri prests. Hvaða höfðingjar eða
góðbændur byggðu Hólma fyrst er löngu
horfíð í tímans haf.
Hólmakirkju er sennilega fyrst getið
í kirknatali Páls biskups Jónssonar í
Skálholti (1195 - 1211), en hann lét semja
skrár um kirkjur þær í Skálholtsstifti,
allar er presta þurfti að fá til - kringum
1200.
Arið 1367 virðist Maríukirkja á
Hólmum eiga Ijórðung af heimalandi,
eftir því sem ffá er sagt í svonefndri
Hítardalsbók, þá virðist hún einnig eiga
fjórðung í Krossanesreka hvað sem á ber
eins og komist er að orði í Fornbréfasafni.
í lok 14. aldar virðist því eignarhlutur
kirkjunnar enn vera óbreyttur eða 14 af
jörðinni.
Velta má því fyrir sér, hvemig kirkjan
eignaðist fjórðung jarðarinnar Var
eigandinn ef til vill að gerast próventu-
maður kirkjunnar eða reyndist kostn-
aðurinn af viðhaldi kirkjunnar og annað
viðkomandi henni honum ofjarl fjár-
hagslega eða kom eitthvað annað til?
Því verður ekki svarað með vissu hér.
En frá því er sagt 11. bindi Fombréfasafhs,
að Þorlákur biskup hinn helgi í Skálholti
Þórhallsson 1178 - 23 des. 1193 hafi
sumarið 1179 hafið yfirreið sína um eða
til Austfjarða og þá um leið hafið tilkall
til umráða yfir stöðum sem kirkjur stóðu
á. Komist er svo að orði í Fombréfasafni:
„ að hann hafi í þessari ferð náð yfirráðum
yfir öllum stöðum fyrir austan
Hjörleifshöfða, nema Þvottá og
Hallormsstöðum og hafi það haldist
síðan“. Haft þá verið bændakirkja á
Hólmum er líklegt að biskup hafi þá
náð yfirráðum yfir henni og 14 jarðarinnar.
Þetta er að vísu aðeins tilgáta mín.
A 15. og 16. öld verða hins vegar veru-
legar breytingar á eignarhaldi kirkjunnar
ájörðinni. Um miðja 15. öld eða um 1450
býr á Hólmum Guðmundur Magnússon
og kona hans er Valgerður hét og var
356 Heima er bezt