Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 69

Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 69
Ólafsdóttir. Þegar Sveinn Skálholtsbiskup Pétursson hinn spaki vísiterar Hólma 1468 gaf Guðmundur kirkjunni 10 málnytarkúgildi, eins og komist er að orði í Fombréfasafni og nokkrum árum seinna færði hann henni tíu hundruð í jörðinni sjálfri. Um Svein Pétursson hinn spaka er ekki mikið vitað. Sagt var að hann skildi hraínamál, segði fyrir vinda og veðráttu og lífsstundir manna. En merkileg er setning sem eftir honum er höfð og tilfærð er í Biskupsannálum Jóns Egilssonar. Þar er hermt að hann hafi sagt: „Skálholt hefir aukist og eflst að herradæmi, en það eyðist með eymd og veslingsskap, enda er þá þetta land komið undir útlenzkar þjóðir“. Sveinn var titlaður magistir. Steinn Doffi ættfræðingur sagði ekki óhugsanlegt að Sveinn spaki væri Skáld - Sveinn, sá er orti Heimsósóma. Þegar Guðmundur bóndi á Hólmum færði kirkjunni þar tíu hundruð í jörðinni sjálffi var annar biskup kominn til stóls í Skálholti. Á næstu áratugum bættust kirkjunni á Hólmum enn stórir eignarhlutir í jörðinni. En áttu Hólmabændur í útistöðum við biskup eins og látið er í veðri vaka í lfásögninni af bræðrunum illu? Þau þrjú sem gefið höfðu kirkjunni að Hólmum 25 hundmð af eignarhlut sínum í jörðinni vom Guðmundur Magnússon er færði kirkjunni á staðnum 10 hundmð sem áður getur, en þá var til biskupsstóls í Skálholti kominn Magnús Eyjólfsson, biskup þar 1479- 1490. Vafalítið hefír um þann gjöming verið máldagi gjörður, en hann er ekki til lengur. Jón prestur Indriðason lýsir því yfir í bréfi, sem hann skrifar frá Kollfeyjustað 31. maí 1520, „að Valgerður heitin eiginkvinna Guðmundar Magnússonar hefði samkvæmt vitnisburði tveggja vitna gefíð fimm hundmð upp í jörðina“. I sama bréfi lýsir hann því að Olafur heitinn Guðmundsson, „ að viti og skynsemd, en sjúkur á líkama“ gerði sitt testament og lýsti fyrir presti, að kirkjan á Hólmastað „skyldi eiga 10 hundruð upp í fyrrgreinda jörð Hólma í Rcyóarffröi“. Þar með hafði kirkjan á Hólmastað, eins og áður er frá greint eignast 25 hundraðshluta í jörðinni Hólmar. Jón þessi er sennilega orðinn fyrir 1495 prestur að Hólmum, en hvaðan hann kemur er ekki vitað. Árið 1504 a.m.k. eða þó heldur fyrir þann tíma heldur hann Kolfreyjustað og er þar enn prestur 31. maí 1520. Bréfið sem eg vitnaði til hér að framan má í heild sinni lesa í Fornbréfasafni í 8. bindi. Jón Indriðason séra hefir að öllum líkindum verið umboðsmaður biskups eða þá einhvers konar umboðsmaður hans. 1520 eða nokkru fyrir þann tíma bjuggu að Hólmum eða voru bændur þar orðnir fyrir nokkru Marteinn Olafsson, líklega sonur Olafs Guðmundssonar og Isleifúr, en föðumafns hans er ekki getið. Hann getur hugsanlega verið sonur Marteins Ólafssonar, en það er aðeins tilgáta. Isleifur og Marteinn hafa þá geta verið feðgar. Ef Marteinn var sonur Ólafs Guðmundssonar gæti hann þá hafa erft hluta föður síns í jörðinni. Það kann að vera að hann hafi ekki viljað viðurkenna skuld föður síns, eða þá kannski öllu heldur „gjört testamenti föður síns að kirkja á Hólmum skyldi eignast 10 hundraðshluta af jörðinni, miðað við það hvernig að „testamentis“gjöfinni var staðið af hálfu Jóns prests. Það kom og fram síðar að Jón prestur Indriðason hefði síðar selt kauphluta Marteins í jörðinni, eins og fram kemur í Fombréfasafni í vitnisburðarbréfi Jóns prests skrifað í Skriðuklaustri 3. maí 1502 (líklega þó skrifað þar, en samt dagsett 1495 hinn 18. apríl. Ósamkomulag hefír því orðið með þeim Marteini og Jóni presti biskupsumboðsmanni, þvi svo virðist samkvæmt framannefndu vitnisburðarbréfi að hann hafi (og þá sennilega þeir báðir feðgar) gjört presti „heimreið“ þar á staðnum - það er að segja Hólmum, því prestur „kvittar“ Martein „um þá heimreið er honum þótti hann hafa gjört sér að Hólmum i Reyðarfirði“ eins og komist er að orði í vitnisburðarbréfinu. Hins vegar verður því eigi leynt, að nokkuð virðast þeir feðgar Marteinn og ísleifur hafa „lítt sézt fyrir“, eins og komist er að orði, ef því var að skipta. Það er svo að sjá, að þeir bændur og feðgar hafi átt í basli miklu - og því meiri háttar fjárhagslega, því erfitt virðast þeir eiga með að standa kirkjunni skil af ijárreiðum hennar, eins og kemur fram í Fombréfasafni og lesa má um 9. bindi á bls. 373. Það kemur ekki fram hve mikla sekt þeir þurftu að greiða séra Jóni, en tæplega mun hún hafa bætt fjárhagsstöðu þeirra feðga. Vafalítið hefír presturinn viljað fá heimreiðina - aðförina að sér vel bætta, en það mun hafa verið 18. apríl 1497, sem Marteinn gjörir aðför- heimreið að séra Jóni, efíir því að dæma sem kemur fram í Fombréfasafni. 1491 sest á biskupsstól í Skálholti séra Stefán Jónsson, vígður 1472, virðist hafa farið utan og náð sér í „háskólagráðu“ og tekið „baccalaureus artium“. Samkvæmt AustQarðamáldaga í 7. bindi Fornbréfasafns (bls. 16) virðist Stefán biskup hafa í fyrsta sinn vísiterað Austfirði 1493 og farið um. Það er ekki ólíklegt að hann hafi þá vísiterað Hólmastað í fyrsta sinn, þó þarf það endilega ekki að hafa verið, en um það fínnist engar heimildir - svo vitað sé. En Hólma vísiterar hann á yfirreið um Austfjörðu 1512. Árið 1495 að minnsta kosti em þeir feðgar Marteinn og Isleifúr bændur á Hómum og þar era þeir enn um 1512, er Stefán biskup kemur í yfirreið um Austfjörðu. Séra Jón Indriðason er orðinn prestur að Hólmum - líklega - fyrir 1495 eða 1493? og hann er þar prestur - sennilega - þegar Stefán biskup er í sinni fyrstu vísitasíu um Austíjörðu og vel má hugsa sér að hann hafi þá sótt heim Hólmastað. Biskup gjörir eins og hann er vanur, fer vandlega yfir og hugar að eignarrétti kirkjunnar, kemst að þeirri niðurstöðu, að kirkjan eigi heimaland allt á Hólmum, sér fram á að Hólmabændur fái með engu móti greitt skuldir sínar við kirkjuna eða staðið skil á gjöldum þeim, sem kirkjan á að fá. Hér kann að vísu að velta á ýmsu, hafi til dæmis Jón prestur verið búinn að sýna fram á að kirkjan hafi eftir gjafir þeirra þremenninga, Guðmundar, Valgerðar og Ólafs komist yfir 25 hundrað af jörðinni til viðbótarþeim 10 hundruðum (fjórða hluta heimalands) frá dögum Þorláks biskups (hér er aðeins um ágizkun að ræða eins og áður er fram komið) og þar með komist yfir 35 hundruð af (líklega) 40 hundruðum sem var virði allrar jarðarinnar, er eigi ólíklegt, að biskup hafí talið kirkjuna eiga „allt heimaland á Hómum“ gengju þá þessi 5 hundruð sem eftir væru upp í skuldir. Það skal Heirna er bezt 357
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.