Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 76

Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 76
og komu með þær til pabba. Þótti Guðmundi mikið til þess koma kvað hundamir hlýddu vel öllum skipunum hans. I einni beygjunni og brekkunni á Reynivallahálsi, fauk hatturinn af pabba í einni vindkviðunni og hafnaði í læk sem þarna var. Tók þá móðir mín hattinn í sína vörslu. Morguninn eftir, gaf á að líta í Þormóðsdal, hálfhmndir veggir, stór og smá göt á þeirri einu byggingu sem nothæf var, en það var hlaðan. Að vísu var fjósið uppistandandi en þangað datt engum í hug að fara með sængurföt eða annað dót, heldur ekki í kofaskrifli sem hafði verið notað fyrir fjárhús. Allt annað var í rúst. Móðir mín sagði mér síðar að klukkan hefði verið orðinn rúmlega fjögur um nóttina er komið var á leiðarenda að Þormóðsdal, sem sagt 34 klukkustundum eftir að farið var frá Sauðafelli. Fóm nú í hönd miklar annir við að lagfæra byggingar og reisa íbúðarhús á steyptum kjallara, og allt hafðist það. Skrifað í apríl 2009. Það skal tekið fram að þeir feðgar Guðmundur og Asmundur héldu strax til síns heima í Reykjavík. Herinn borgar fyrir sig Það var haustið 1942 í sláturtíðinni (dagurinn og mánuðurinn er gleymdur) að sá atburður sem hér er færður í letur, gerðist. Þá bjó í Þormóðsdal í Mosfellssveit faðir minn Guðmundur Pálmi Asmundsson bóndi með fjölskildu sinni. Hafði hann þá um daginn staðið að heimaslátrun á lömbum auk fullorðnu fé. Leið dagurinn þannig í sláturstússi og langt fram á kvöld. Um klukkan hálfellefu um kvöldið var eftir að flá og gera að 4 skrokkum. Fimmti og síðasti skrokkurinn var að klárast í aðgerð. Vom skrokkamir sóttir út á pall en gert að í kjallaranum. Er hér var komið sögu var komið slíkt myrkur að saman rann jörð og himinn í eitt allsherjar svartmætti svo að ekki sást á hönd sér. Sáu menn þá hvar bíll var á ferð upp með Seljadalsá og stefndi Til sölu eldri árgangar af Heima er bezt Innbundið HEB, 2 árgangar í bók: 1961 - 1982. Innbundið Bókaskrá HEB: 1969 - 1983. Lausir árgangar, innpakkaðir: 1983 - 1999. Upplýsingar í síma 567-2430 eða 862-2430. Sigríður Hjartardóttir. á heimreiðina að Þormóðsdal, en í heimreiðinni var slíkt foræði að hestar bratust um á kvið einmitt þar sem hliðið á girðingunni var. Þar var líka stórgrýti á stangli í gumsinu sem ekki sást. Ók bíllin óhikað í foræðið og heyrðist mikill skellur er bíllin hafnaði á steini og um leið orðinn fastur, sestur á grindina. Heyrðist ekkert lengi vel nema vélarhljóð og eitthvert ógreinilegt muldur. Kom nú faðir minn út úr kjallaranum og kallaði á íslensku og spurði hver væri þar á ferð, Ekkert svar kom. Þá kallaði hann á ensku, en ekki kom neitt svar þá heldur. Litlu síðar fór að heyrast í mönnum. Var þar talað á ensku. Eftir mikið muldur, stunur og brölt staulast ferðalangarnir heim götuna með vasaljós í hendi. Þegar heim var komið upplýstist að ferðinni var heitið í offíserakampinn við Hafravatn í landi Ulfarsfells og höfðu þeir tekið rangan afleggjara við Seljadalsá, í stað þess að fara beint. Sögðust þeir vera að koma frá kampinum við Lögberg. Bauðst faðir minn til þess að fylgja þeim í kampinn undir Hamrahlíðinni við gömlu lögréttu Mosfellinga, sem nú er aflögð fyrir löngu. Var nú steinolía sett á fjósluktina til að lýsa þeim með, og svo lagt í hann. Gekk ferðin svona og svona, þeir vora eins og blindir kettlingar, hrasandi og dettandi þrátt fyrir ljósið af luktinni. Skömmu eftir að lagt var af stað bauðst pabbi til að bera rifflana þeirra og annan búnað en því var neitað ákveðið. Við fyrstu varðstöð undir Hamrahlíðinni skildi pabbi við þá og hélt heimleiðis. Var hann margfalt fljótari til baka og var nú gengið frá þeim skrokkum sem eftir vom, er þetta bar að höndum. Leið svo einn dagur þar sem jeppinn sat í heimreiðinni eins og illa gerður hlutur. Að morgni þess næsta, um hádegisbil, kom hersing mikil upp með Seljadalsá, þriggja öxla bílar með spilum, tveggja öxla bílar og mannskapur á palli ásamt jeppum og yfirmanna bílum, samtals 8 stykki. Var spiltrukknum strax plantað við jeppann í svaðinu en mannskapurinn skipaði sér í fylkingu og marseraði yfir svaðið beggja vegna við þann fasta. Heim á hlaðið bám dátamir á milli sín 8 kassa af niðursoðnum mat. Voru þeir settir þar í 2 stæður og gaf nú heldur betur á að líta. Þama voru þeir komnir mennimir, sem pabbi lóðsaði um kvöldið. Einnig var þarna æðsti yfirmaður heraflans á íslandi, í öllu sínu veldi. Það kom í ljós þegar hann hneppti frá sér frakkanum. Kvaðst hann vera kominn með smá þakklætisvott fyrir aðstoðina um kvöldið í myrkrinu. Aftók pabbi með öllu að taka við borgun, sagði að slíkt tíðkaðist ekki á íslandi, þó einhverjum væri gerður greiði. Lagði hershöfðinginn þunga áherslu á það að pabbi réði hvað hann gerði við kassana, en þeir yrðu skildir eftir. Um leið gaf hann skipun um brottför og marseraði nú fylkingin sömu leið til baka, og tóku jeppann með sér. Það þótti ótækt að láta innihaldið í kössunum skemmast, svo þeir vom hirtir. Þetta atvik segir okkur æði margt í mannlegum sam- skiptum. ggg 364 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.