Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Qupperneq 79

Heima er bezt - 01.08.2009, Qupperneq 79
Og um kvöldið þegar við sátum í eldhúsinu yfir kaffibolla, þá var hún alltaf að lofa mér að heyra vísur eftir sig. Ég var alveg í sjöunda himni yfir þessari skemmtun, því mér hefur alltaf þótt gaman að vísnakveðskap. Svo þegar hún er búinn að tæma sinn sjóð að sinni, þá segir hún allt í einu: ,Átt þú ekkert til þess að sýna mér?“ „Ég!“ hváði ég, „ég á ekkert, hvemig dettur þér það í hug?“ „Jasegir hún, „ég þekkti nú hann pabba þinn, sem orti talsvert, svo þetta gat nú svo sem verið.“ Ég ætlaði í fyrstu ekkert að gera með þetta, en svo fór að ég næ í handritið af sögunni minni um Hauk lækni og sýni henni það. Hún grípur það tveimur höndum og bytjar strax að lesa. Svo vill hún endilega fá að fara með það og sýna einhveijum útgefanda, því hún þekki marga i þeirri stétt. Ég gaf henni leyfi til þess á endanum, þó ég segði henni að það hefði áreiðanlega enginn áhuga á þessu.“ En þama skjátlaðist Ingibjörgu rækilega, því sögur hennar áttu effir að njóta mikilla vinsælda í marga áratugi og em enn lesnar mikið. Síðan hafði Rannveig líka samband við Sigurð O. Bjömsson forstjóra Bókaforlags Odds Bjömssonar á Akureyri og þáverandi útgefanda Heima er bezt, sem tók málinu vel og birti fyrstu söguna sem eftir hana kom í því riti, og var það árið 1958. Hét sú saga Sýslumannssonurinn. Framhaldssögumar eftir hana í Heima er bezt áttu svo eftir að verða 12 alls, sú síðasta frumsamda birtist árið 2003 og heitir Jensen skipstjóri. Það reyndist vera hennar síðasta stóra saga, ef svo má að orði komast, og sagðist henni svo frá um það í fyrrgreindu samtali okkar: „Eg er reyndar hætt að skrifa að mestu núna og ég hygg að ein mín síðasta ef ekki alsíðasta saga hafi nú birst í Heima er bezt. En þetta er mér engu að síður svo mikil ástríða að ég er oft með pennann á lofti og að skrifa ýmislegt smærra, mér til dægradvalar. Höndin er orðin stirð, sem á pennanum heldur, en það er mikil vinna sem liggur að baki hverri sögu. Ég hefjafnan þann háttinn á að skrifa fyrst uppkast, síðan hreinskrifa ég einu sinni, og skrifa það svo upp aftur í þriðja sinn. Og nú finnst mér þetta orðið of mikið í fang að færast og hef lagt þennan þátt í lífí mínu að mestu á hilluna. Og þegar ég horfí tilbaka og hugsa um alla þá vinnu sem að baki liggur þessum sögum mínum, þá verður mér á að velta fyrir mér, hvenær ég hafi eiginlega haft tíma til þess að gera þetta. Hvemig gat ég komið öllu þessu í verk? Ég var að athuga það fyrir nokkru síðan hvað þetta væri orðið mikið og líklega em sögumar mínar orðnar eitthvað um eða yfir þrjátíu talsins, fyrir utan einstöku smásögur, sem ég hef skrifað. Vísur og ljóð hef ég líka gert nokkuð af að yrkja, þó ekki hafi ýkja mikið af því efni birst opinberlega.“ Og handritin hennar Ingibjargar vora alveg sérstök, svo vandaður var frágangur þeirra. Þau vora að sjálfsögðu öll handskrifuð, og yfírleitt með sjálfblekungi. Hún hafði mjög fallega og auðlesna rithönd svo aldrei var neinn hindran í að lesa þau. og á svo réttu máli að nánast aldrei þurfti að leiðrétta einn einasta stafkrók í þeim, eða hnika til nokkru orði. Svo vandaður var alla tíð frágangur hennar á handritum sínum. Og ekki var eyðsluseminni fyrir að fara hvað pappírinn varðaði. Fyrsta semingin á hverju blaði byijaði alltaf alveg út i hægri kanti blaðsins í efstu línu og neðsta línan var skrifúð alveg á enda blaðsins, svo sem hægt var. Og allt var mjög snyrtilegt og varla nokkra leiðréttingu að sjá. Eiginmaður Ingibjargar hét, eins og fyir segir, Óskar Júlíusson, og giftu þau sig 30. nóvember 1946. Óskar lést 5. desember árið 1990. Þau eignuðust tvö böm og ólu einnig upp tvo dóttursyni sína. Böm þeirra heita Magnea Ósk og Jóhann Grétar. Dóttursynimir Óskar Guðjón og Gissur Hans. Eins og fyrr greinir unni Ingibjörg mjög sínum æskuslóðum og orti stundum ljóð um þær. Það fer vel á því að enda þessi kveðjuorð til hennar með 4 erindum úr ljóði hennar Heimþrá, sem er um æskuslóðir hennar á Kálfshamarsnesi, en þar segir hún m.a.: Hér átti égforóum mín jyrstu sporín, fyrsta Ijóöió á vör. Hér lifði ég bernskunnar brosin og tárin, hér blessuðustfátœkleg kjör. Hérþekkti égfyrsthve Guð ergóóur, súgjöfin var allra best Hér dreymdi migfegursta drauminn um lífið hér dýrust vargleðin og mest. Hér vildi ég mega að síðustu sofna, í sátt og friði við allt. Gleyma öllu er hugann hrelldi, þó heimur andaði kalt. Eg vildi að hinsta líksöngslagið, léki mér báran þín, Víkin mín kœr, sem við klettana forðum, kvað hér vögguljóð múu Hér vildi ég hvíla vígðþinni moldu, vorfagra Nesið mitt. Mig hefur fóstrað fegursta skeiðið, friðsœla skautió þitt Þótt mér auðnaðist aðeins að njóta, œskunnar björtu hér, aldrei með rótum upp verð ég slitin, á œvinni úr faðmi þér. Nóttin er liðin, nú Ut ég daginn, Ijóma um fiöll og sund, sólin er risin og sveitina faðmar og sindrar á döggvotri grund. En ég hlýt að kveðja og hverfa á brautu, í kyrrðinni morgunsins hljótt, þvt ég var ifórum á vœngjum míns hugar, að vaka hér eina nótt Við kveðjum Ingibjörgu Sigurðardóttur með söknuð í huga, um leið og við þökkum henni langa, trygga og farsæla samferð. Saga tímaritsins Heima er bezt hefði orði fátæklegri án hennar. Guðjón Baldvinsson. Heima er bezt 367
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.