Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 80
Málverk eftir William Frederic
Mitchell, afHMS Challenger.
Frægir landkönnunarleiðangrar á árunum fyrir og eftir
1500, svo sem Ameríkuferð Kólumbusar, sigling Vascos
da Gama suður Jyrir Afríku og heimssigling Magellans,
bœttu ekki síður nýjum höfum en löndum á heimskort
Evrópumanna, án þess að þeir vœru skipulagðir sem
hafrannsóknaferðir. James Cook, kapteinn í Konunglega
breska flotanum, kannaði og kortlagði lönd og höf á
suðurhveli jarðar á síðari hluta 18. aldar í þremur
frœgum sjóferðum á herskipinu HMS Endeavour. En allir
þessir frœkilegu leiðangrar bœttu fáu við þekkingu okkar
á þeim liðlega tveimur þriðju hlutum jarðar sem leynast
undir yfirborði sjávar.
Challengerleiðangurinn
Árið 1872 gerði Konunglega vísindafélagið
í Lundúnum út rannsóknaleiðangur á sjó,
sem sumir telja marka upphaf vísindalegra
hafrannsókna. Herskipi í breska flotanum,
HMS Challenger, var breytt í hafrannsóknaskip
með aðstöðu til söfnunar og úrvinnslu gagna
í haffræði og haflíffræði. Undir fræðilegri
stjóm Skotans Charles Wywille Thomsons,
prófessors við Edinborgarháskóla, lagði
skipið úr höfn í Portsmouth í desember
Ömólfur
Thorlacius i«é
368 Heima er bezt