Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 81

Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 81
1872 og sneri heim í maí 1876 og hafði þá siglt rúmar 70.000 sjómílur (um 128.000 km, eða sem svarar rúmlega þremur ferðum umhverfis jörðina við miðbaug). I ferðinni voru framkvæmdar 492 dýptarmælingar með lóðlínu, tekin 133 botnvörpusýni, 151 sýni í dragnót og 263 raðmælingar á sjávarhita. Um 4717 áður óþekktar tegundir lífvera fundust og fengu fræðiheiti. Bergmálsmiðun Fram á 20. öld var dýpt sjávar mæld með því að sökkva lóði í línu niður á hafsbotn. Þessi tækni nýtist aðeins á grunnsævi og í kyrrum sjó þar sem línan helst nokkum veginn lóðrétt. Eftir að Titanic rakst á ísjaka og sökk árið 1912 reyndi þýskur eðlisfræðingur, Alexander Behm, að staðsetja hafís út frá tímanum sem það tók hljóðbylgjur að endurvarpast - bergmála - frá ísnum. Þegar lítt miðaði í ísleitinni sneri Behm sér að því að mæla hafdýpi með bergmáli og tók einkaleyfi á aðferðinni árið 1913. Oft er léttara að fá fé og niannafla til rannsókna sem nýtast til mannvíga en til að bjarga mannslífum, enda urðu hagnýtar bergmálsdýptarmælingar ekki að veruleika fyrr en farið var að beita tækninni við leit að óvinakafbátum í síðari heimsstyrjöld. Nú eru allar lleytur sem siglt er úr landsýn búnar bergmálsdýptarmælum, auk þess sem tæknin er notuð við fískveiðar, einkum við leit að torfum físka. Við mælingarnar er beitt hátíðni- hljóðum, stundum ofan þess tíðnisviðs sem eym manna greina, því auðveldara er að miða þannig hljóðum í þrönga geisla en hljóðum af minni tíðni (djúpum eða dimmum tónum). Við venjulegar dýptarmælingar eða fiskileit nægir oft að reikna dýpið út frá meðalhraða hljóðs í sjó, sem er urn 1,5 km á sekúndu eða nærri fjórfaldur hraði hljóðs í lofti. Þegar mikillar nákvæmni er þörf, eins og við gerð vandaðra korta af úthafsbotni, eru breytingar á seltu og hita hafsvatnsins alla leiðina niður mældar og hraði hljóðsins á ýmsu dýpi reiknaður út frá því. Notaðir eru mannlausir, tjarstýrðir kafbátar með ýmsum mælitólum, og hægt er að mæla dýpt afskekktustu úthafsála með nokkurra sentímetra skekkjumörkum. Úthafsbotninn Eftir að farið var að nræla hafdýpi með bergmálsmælum fengu menn heildarmynd af dýpi úthafanna, mynd sem verður nákvænrari eftir því sem mælingum íjölgar og tæknin við þær verður fullkomnari. Þegar lagt er af stað frá strönd úthafs liggur leiðin fyrst yfír landgmnn, sem hallar smám saman út á um 200 metra dýpi. Þá tekur við brött brekka, landgrunnhlíðin, niður á úthafsbotn, sléttu á nokkurra kílómetra dýpi, meðaldýpi sjávar er tæpir fjórir kílómetrar. Víða rísa Ijöll upp úr úthafsbotninum. Megnið af þeim er neðansjávar en sums staðar standa sker eða allstórar eyjar upp úr hafínu. Dýpstu svæði úthafanna eru aflangir álar, oft meðfram jöðrum meginlandanna. - Eftir Atlantshafí endilöngu liggur nrjög áberandi tjallgarður, Mið- Atlantshafshryggurinn, frá Islandi út af Reykjanesi og þaðan langleiðina suður að Suðurskautslandi. Á síðari helmingi 20. aldar rnótuðu jarðfræðingar kenningar um hreyfingar í jarðskorpunni, sem gerð er úr flekum er ganga sums staðar sundur og endurnýjast þar við það að kvika berst úr möttli jarðar upp í jarðskorpuna og ýtast annars staðar saman og leggjast í fellingar. Jarðhræringar og eldvirkni á jörðinni em að verulegu leyti bundin við þessi mörk jarðskorpuflekanna. Þannig berst bergkvika úr möttli jarðar upp í jarðskoi'puna og veldur tíðum eldgosum neðan- eða ofansjávar á úthafsbotninum, til dæmis á Islandi, skorpuflekar á hafsbotni stækka og ýtast til beggja hliða. Þessir flekar ganga svo undir meginlandsfleka við jaðra meginlandanna, og þar verða til djúpar sprungur eða álar. Dýpstur þessara ála er Marianaállinn í Kyrrahafí austan við Filippseyjar, nærri 11 km djúpur. Dýpsti Atlantsállinn, 8600 m, ernorðan við Puerto Rico. Margt býr í sjónum Ljós nær óvíða í því magni langt niður fyrir 100 metra dýpi að það nýtist til ljóstillífunar. Aðeins næst landi er botnfastur gróður, þang og þari. Meginhlutinn af gróðurbelti hafsins em einfrumungar á reki í yfírborðssjónum, plöntusvifíð, frumbjarga lífverur senr framleiða lífræn efnasambönd til eigin þarfa. Á plöntusvifinu lifa svo ýmsar tegundir af ófrumbjarga dýrasvifí. Minnstu fulltrúar dýrasvifsins, svo sem smákrabbadýr (áta) og lirfur ýmissa sjávardýra, verða svo fæða stærri dýra. Margar fæðukeðjur liggja upp úr sjónum til dýra (þar með manna) sem veiða sjávarfang til matar. Áður en menn fóru að kanna hafdjúpin bámst þaðan á land ýmis dýr, sum með veiði, önnur rak á fjörur, lifandi eða dauð. Auk kunnuglegra lífsforma voru ýmis ókennileg kvikindi, sem sum, einkum þau stærstu, komust í annála sem fúrðudýr eða sæskrímsli. Kraken eða krakinn var óvættur sem fornar sagnir eru af í Noregi. Lýsingar benda til þess að það hafí verið risastórir kolkrabbar eða smokkfiskar, sem lifa á miklu dýpi en skolast stöku sinnum á land eða sjást frá skipum. I fleiri löndurn eru kynjasögur meðal sjómanna um feiknastóra kolkrabba sem eiga að hafa ráðist á skip og dregið með sér niður í djúpin eða grandað þeim í ólgandi hringiðum. Sögur fara af annarri furðuskepnu sem stöku sinnum rak á fjörur og minnti helst á myndir af Loch Ness-skrímslinu, með langan háls og hala. Það hafa líklega jafnan verið hræ beinhákarla. Þegar hræætur og rotverur leggjast á skrokk þeirra í sjó eyðast fyrst tálknin og tálknabogamir svo eftir verður grannur háls, og sporðblöðk- umar fara sömu leið. Heima er bezt 369
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.