Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Page 85

Heima er bezt - 01.08.2009, Page 85
1923 álitu þeir,semhöfðubaristfyrirþjóðleikhúshugmyndinni að málið væri tapað, en þá kom Jónas alþingismaður Jónsson, sem [síðar varð] kirkju- og menntamálaráðherra og bauð liðsinni sitt og sinna skoðanabræðra til þess að taka málið upp að nýju. Það, sem þingmaðurinn bauð, voru 12-15 atkvæði. Aðalskilyrðið, sem hann setti, var að Jakob Möller bæri málið upp í neðri deild, sem hann líka gerði. Nýjungin, sem fram var borin, var að láta skemmtanaskattinn úr kaupstöðum með 1500 íbúum eða fleiri ganga til að koma leikhúsinu upp, og svo síðar til að styðja leiki, sem þar færu fram. Málið gekk til mcnntamálanefndar, og þar var fyrir séra Sigurður Stefánsson, sem tók því tveim höndum, og ákvað, að nefndin skyldi ekki slíta fundi fyrr en þeir væru búnir að laga það í nefndinni og breytingartillögur hennar komu á þingið morguninn eftir. Málið kom til menntamálanefndar efri deildar. Þar tók ungfrú Ingibjörg Bjamason málinu líkt og séra Sigurður í neðri deild. Jónas Jónsson var þar líka í nefndinni, og það var síðan samþykkt þar með öllum atkvæðum. Fyrir þá sem málinu unna er vert að geta þess, að nokkra síðar var fyrir þinginu uppástunga um að skipta skemmtanaskattinum á milli landsspítalans og leikhússins, en þá stóð ungfrú Ingibjörg Bjarnason upp og sagði - þrátt fyrir það að landsspítalinn hefur alltaf verið henni sérstaklega hjartfólginn - að það yrði aðeins til þess, að hvorug stofnunin kæmist upp. Því máli er vel farið, sem einasta þingkonan okkar styður. Þegar málið spurðist í útlöndum, mætti það eindreginni aðdáun, að leysa hnútinn á þennan hátt og láta þær skemmtanir, sem minna eru verðar, bera þá bestu, „þetta ætti hver kennslumálaráðherra og öll þing að taka upp“, stóð í þýsku blaði, og Alþingi hefur fátt gert sér til meiri sóma, en að nota skemmtanaskattinn á þennan hátt. Þrír tumar Á menningu hvers lands era þrír tumar, sem gnæfa hæst. Það er fyrst og ffemst kirkjan. Grundvöllurinn undir hana var lagður hér á landi 1096 með tíundarlögunum. Annar tuminn er Háskólinn. Grunnurinn undir hann var lagður á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar 1911, og litlu síðar. Nú er mér sagt, að þó háskólinn megi heita að hafa húsnæði til ýtrustu nauðsynja, þá hafí stjómin ákveðið að byggja veglegt hús yfir háskólann fyrir þrjá Ijórðu milljónar króna, og þá má segja að sá tuminn sé sæmilega reistur. Grannurinn undir þriðja turninn - leikhúsið - er einnig lagður; það á að verða til á næstu árum, og teikningar sýna hvemig það á að vera. Framhlið og vesturhlið leikhússins Teikningarnar, sem hér era prentaðar, eru eftir húsameistara ríkisins hr. Guðjón Samúelsson. í vetur var farið með þær til útlanda og þær sýndar þar, bæði listamönnum og mönnum, sem um langan aldur hafa unnið daglega á leikhúsum, til þess að þeir gætu gert tillögur um, ef einhverju þyrfti að breyta. Húsið er 27 metrar á breidd nema nyrst, þar er það breiðara. Fremri brún framhliðarinnar er 15 metrar á hæð, og turninn yfir leiksviðinu er 25 metrar á hæð. Lengd hússins eru 50 metrar. Heima er bezt 373

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.