Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 86

Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 86
Allir, sem sáu teikningar af húsinu, málarar, leikarar, listamenn og leikhúsmenn ytra, luku eindregnu lofsorði á teikninguna. „Það er stórágætt,“ sagði Adam Poulsen. „Þegar maður horfír á þessa framhlið," sagði Carl listmálari Lund, sem þekkir alla byggingarstíla, „þá fínnur maður til þess, að nú er maður á Islandi.“ Sonur Ivars Smidt leikhússtjóra sagði með innilegustu hrifningu um teikningamar: „Ég hef séð fjölda af leikhúsum, og þar á meðal söngleikhúsin í Berlín og Vínarborg, sem ákaflega mikið er borið í, en teikningamar yðar eru svo einfaldar og göfugar, að þær vekja hjá mér enn þá einlægari aðdáun.“ Leiksviðstuminn er hafður svona hár til þess að öll tjöld verði dregin beint upp í loftið, án þess að neðri brúnin sjáist ffá áhorfendunum. - Allar vindur til að velja þau upp á svigna ævinlega niður í miðjunni, og verða óbrúkandi eftir nokkum tíma. Gólfteikningamar Ahorfendaplássið heflir liðug 500 sæti, með sætunum á pallinum, sem ekki sést á myndinni. Á gólfínu em 416, og tvær hliðarstúkur, sem hver fyrir sig tekur 3-4 menn í sæti. Önnur er ríkisstúkan, fyrir ráðherra og konung. Hitt er kallað fyrst um sinn gestastúkan, án þess þó að sendimenn sérstakra ríkja hafí nokkum stöðugan aðgang að henni. Uppi á pallinum verða alls 95 sæti. Ekki er ætlað fyrir því að nokkur maður standi í leikhúsinu. Utan með áhorfendasætunum báðumegin em stórar fatageymslur, og uppi yfír forstofunni er salur fyrir áhorfendur milli þátta, og þar verða einhverjar veitingar. Fyrir handsnyrtingu og þess háttar verður séð uppi og niðri, bæði fyrir konur og karla. Rennisviðið Þegar Adam Poulsen vom sýndar teikningamar, var ekki búið að draga hringinn, sem afmarkar rennisviðið - hreyfisvið kallar Skúli Skúlason það í „Fálkanum“. - Þá lauk hann miklu lofsorði á teikningamar, og hve vel öllu væri fyrirkomið, en bætir svo við: „En þama ætti að vera rennisvið". Jú, það átti að koma frá upphafi. Rennisviðið er að ryðja sér til rúms erlendis. Nú er það „Det nye teater“ í Höfn, sem hefur einasta rennisviðið á Norðurlöndum. I sumar verður rennisvið sett upp á konunglega leikhúsinu í Höfn. Frá dramatíska leikhúsinu í Stokkhólmi var sendur út maður til að líta á leiksvið annarsstaðar, og hann kom í þeirri ferð upp í „Det nye teater“, og þótti tiltækilegast að láta byggja rennisvið á dramatíska leikhúsinu í Stokkhólmi. Rennisviðið gerir það svo auðvelt að skipta um leiksvið, og sparar mjög vinnukraft við leiksviðið. Rennisviðið er lárétt, en sætin fyrir áhorfenduma verða að hækka meira en annars. Lárétt leiksvið er mjög til þæginda. Það er og betra að ganga á því og dansa og öll stofugögn fara betur með sig á láréttu gólfí en höllu. Á „Det nye teater“ átti að sýna leikrit með 12 leiksviðsbreytingum. Þrisvar mátti nota sömu svið og áður höfðu komið fyrir. Áður en byrjað var, var búið að setja upp þessi 9 leiksviðstjöld, og þegar leikið var þurfti ekkert annað en að snúa leiksviðinu nógu oft, og það tekur viðlíka margar sekúndur og það tekur mínútur á vanalegum leiksviðum, að skipta um leiksvið. Leiksviðinu er snúið með 2-3 hesta mótor. Húsið á að standa norðan við Hverfisgötu, næst fyrir austan Landsbókasafnshúsið. Frá syðri brún Hverfisgötunnar sést Esjan báðu megin, og það sýnist þaðan vera gengið út úr Esjunni. Haganlegt fyrirkomulag og hæst móðins Ut úr austurhliðinni er krossálma, og þar er svo fyrir komið, að tjöldin ganga út og inn þvert út frá miðju leiksviðinu. Efst í álmunni er málarasalurinn. Þaðan geta baktjöld og hliðartjöld farið niður um rauf á gólfinu, sem má opna og loka, og niður í snikkaravinnustofuna, en úr henni geta þau enn gengið um rauf á gólfínu og niður í tjaldageymsluna. Út frá leiksviðinu er jafúhátt því geymsla er þar fyrir húsgögn og þess háttar. Yfír henni er æfingasalur fyrir leikenduma. Fyrir afitan leiksviðið er leikendasalur, skrifstofur og fjöldi af búningaherbergjum og önnur þægindi fyrir þá, sem leika. Við höfum ráðið Jens Hansen til þess að byggja upp rennisviðið frá neðra kjallaragólfi og upp fyrir snúruloft Hann hefúr verið leiksviðsmeistari á „Det nye teater“, og byggt þar upp rennisviðið. Hann hefúr látið gleði sína í ljósi yfír því í einu Hafnarblaðinu, að hann nú, þegar hann er orðinn 69 ára, skuli vera tekinn fram yfír þýska prófessora til að fara hingað til að setja upp leikhúsið héma, sem hann kallar „Det mest modeme Teater i Verden“. Þessi ummæli Jens Hansens munu vera í þýðingu „leikhúsið, sem er hæst móðins í heimi“. Indr. Einarsson. - Heimild: Oðinn - 1921. 374 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.