Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Page 91

Heima er bezt - 01.08.2009, Page 91
„Ertu kannski nýbyjjuð að vinna héma ?“ spurði hann. Hún sagðist vera búin að vera þama í þrjár vikur. „Sjáumst fljótlega“, sagði hann brosandi og hvarf burtu með körfúna fulla af dósum og pakkamat. „Rosalega var hann sætur þessi“, sagði Rósa sem komið hafði aðvífandi úr kjötinu. „Ég gæfí sál mína og hjarta fyrir að fá að tala við hann í fimm mínútur.“ Asdís sagðist aldrei hafa séð hann áður. „Mér fmnst hann hommalegur“, sagði Ingi sem hafði komið röltandi á eftir Rósu. „Þú ert bara öfúndsjúkur", sagði Rósa snúðug, hraðaði sér inn fyrir kjötborðið og fór að afgreiða fína pelsklædda frú. Ingi stóð eftir hjá Asdísi og sagði: „Ég held að þessi kona sem Rósa er að afgreiða sé mamma gaursins. Gaurinn heitir Stefán. Þetta er víst flugríkt lið.“ „Mér er svo sem alveg sama hver er mamma hans“, sagði Asdís og kepptist við verk sitt, henni var lítið um nærvem Inga gefið og hafði fundið undanfarið að hann hafði mikinn áhuga á að kynnast henni. „Viltu koma með mér í bíó í kvöld?“ sagði Ingi skyndilega. „Ég hef ekki tíma til þess, þarf að fara beint héðan upp í skóla og vera þar í allt kvöld.“ „Hvaó ertu að gera á laugardagskvöldið?“ Hún losnaði við að svara þessu því Láms kollegi hans úr kjötinu kom og sagði: „Heyrðu góði, þú áttir að vera byijaður að saga súpukjötið. Það er allt að verða tómt.“ „Tala við þig á eftir, Asdís“, sagði Ingi um leið og hann snaraðist í áttina að kjötinu. Asdís sá að ungi maðurinn sem spurt haíði um gæludýrafóðrið var kominn að einum kassanum og konan í pelsinum stóð hjá honum. Þau gengu út saman. Hann ýtti á undan sér kúftúllri körfú af vömm. Asdís fann fyrir spennufiðringi í maganum: Skyldi hann koma á morgun og tala við hana aftur? Eitthvað í fasi hans hafði gefíð til kynna að hann vissi vel hvar hunda og kattamaturinn var geymdur. Það var eins og hann hefði fundið sér tylliástæðu til að ávarpa hana. Hún kom aðeins of seint í tíma eins og ávallt á íostudögum. „Mikið að gera í dag?“ spurði kennarinn, roskinn maður með stóran skalla og horfði á hana yfír dökk homspangagleraugun. Hann vænti ekki svars og kærði sig ekki um það, sneri sér að töflunni og hélt áffam að útskýra prósentureikning. Asdís settist hljóð í sæti sitt, við hliðina á miðaldra konu. Flestir í bekknum voru miklu eldri en Ásdís, fólk sem var hingað komið til að ritja upp sitt gamla gagnífæðanám. Hún hafði ákveðið að vera í þessum skóla ífam að jólum en fara í fjölbrautaskóla eftir áramót. Þegar hún gekk út úr skólahúsinu síðar um kvöldið var kallað á eftir henni: „Mikið að maður fínnur þig. Leyfðu mér að keyra þig heim.“ Þetta var Pálmi sem kallaði út um glugga á hvítum skutbíl merktum fyrirtæki. „Af hverju forðastu mig?“ spurði hann þegar hún var sest upp í bílinn. Hún sagðist ekki vera að forðast hann, hefði bara svo mikið að gera í skólanum. Hún var sjálffi sér reið yfir afsökunartóninum í röddinni. Hann leit hvasst á hana og sagði: „Það er ekki eins og við höfum verið trúlofuð þó að við svæfúm saman í eitt skipti. Ég get bara ekki skilið þessa óskaplegu fylu í þér þó ég dansaði aðeins við Bimu á ballinu í sumar.“ Ásdís dauðsá eftir að hafa þegið farið. „Hvar er Bima núna?“ spurði hún. „Hún er í einhverju fjandans MR-partíi. Bima verður stúdent í vor.“ Hann horfði á hana brosandi og spurði: „Finnst þér ekki gaman að keyra Laugaveginn?“ Hún gat ekki neitað því. „Eigum við aðeins að rúnta um í miðbænum?“ spurði hann, bætti síðan við: „Það væri gaman að sjá upplitið á Bimu ef hún væri þar á randi og sæi að ég væri með stelpu í bílnum.“ Ásdís sagðist þurfa að vinna daginn eftir og bað hann að hleypa sér út í Bankastrætinu. Hún vildi fyrir alla muni losna við að tala meira við hann, fannst hann niðurlægja sig með því að ætla að nota hana til að reyna á afbrýðisemi Bimu. „Ég keyri þig heim til þín eins og ég bauð þér“, sagði hann og ók þegjandi á áfangastað. Þegar Pálmi stöðvaði bílinn við garðshliðið komu Gulla og Diddi niður stíginn og leiddust. „Sjáðu ffænku þína“, sagði Pálmi sposkur, „ég held að það sé heldur meira líf í henni en þér.“ Diddi og Gulla komu upp að bílnum í sama mund og Ásdís opnaði dymar og kvaddi Pálma hraðmælt. „Nei, sko, sú stutta strax búin að ná sér í strák“, sagði Diddi. Ásdís svaraði honum ekki en flýtti sér inn í hús. Um leið og hún opnaði útidymar leit hún við og sá að Diddi og Gulla stóðu áffam á tali við Pálma. Hún óskaði þess að hann hefði ekki tekið upp á því að sitja fyrir henni við skólann, líklega héldi hann því áffam ef hann yrði ósáttur við Bimu. Um eitt var hún viss: Hún ætlaði ekki að verða nein varaskeifa. Osjálffátt bar hún saman í huganum Pálma og Stefán, manninn sem hún hafði hitt í markaðnum. Henni fundust þeir í senn líkir og ólíkir. Um nóttina dreymdi hana að hún hefði misst af strætó og væri orðin of sein í vinnuna. Þá kom bíll sem var eins og bíllinn sem Pálmi hafði verið á nema stafimir á honum vom rauðir en ekki bláir. Bíllinn ók upp að henni, hægði á ferðinni og lötraði samsíða henni. Stefán sat undir stýri og við hlið hans sat Pála, kassadaman úr markaðnum. Ásdísi fannst að þau væm að tala um sig og að Pála vildi ekki að þau tækju hana með. Við þetta vaknaði hún. Uti var komið norðanrok og kuldi. 5 Hún sá hann ekki fyrr en á þriðjudeginum. Þá stóð hann allt í einu við hliðina á henni þar sem hún var að hamast við að raða niðursuðuvörum í hillur. Hann horfði á hana sínum brúnu augum, brosti og sagði: „Hvað gerir ungfrúin á kvöldin?“ Fát kom á Ásdísi, henni vafðist tunga um tönn og áður en hún náði að svara sagði hann: „Kannski harðtrúlofuð og farin að búa?“ Heima er bezt 379

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.