Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 93
sagði Rósa einu sinni um morgun og bætti svo við: „Ég sá hana
koma úr bílnum hjá honum. Hann lét hana út á stoppistöðinni
en kom ekki inn á planið.“
„Mér líst verr á Pálma en strákinn sem kemur með pelsklæddu
mömmunni og eru þó báðir slæmir í mínum augum“, sagði
Ingi.
Asdís var að afgreiða hjón þegar hún fann að það var horft
á hana. Þegar hún leit upp sá hún að móðir Stefáns var hinum
megin við borðið og hvíldi augun á henni. Fyrir aftan hana
stóð Stefán og brosti til hennar. Kuldalegt augnaráð konunnar
gerði hana óörugga.
„Eru þeir ekki við, Ingi eða Lárus?“ spurði hún og bætti við:
„Ég vil að þeir afgreiði mig, ég er að kaupa f'yrir veislu.“
Asdís kallaði á Inga sem kom eins og skot. Hún sneri sér að
næsta viðskiptavini. Hún sá að Stefán fylgdi henni eftir með
augunum og sætti færi að ná af henni tali.
„Verðurðu í skólanum í kvöld?“ hvíslaði hann þegar móðir
hans hafði vikið frá kjötborðinu.
Hún sagði sem var að það væri ffí.
„Ég bíð eftir þér úti á bílastæðinu við aðaldymar, ef ég
má?“
Aður en hún gat svarað var hann genginn til móður sinnar
sem kallað hafði á hann.
Asdís átti erfitt með að einbeita sér það sem eftir var dagsins.
Hún var hrædd um að einhver hefði tekið eftir því að þau voru
að tala saman, en það virtist hafa farið framhjá öllum, enginn
sagði neitt. Henni þótti miður að vera ekki í betri fötum í
vinnunni en gömlum gallabuxum og hvitri peysu. Ef hún hefði
átt von á honum hefði hún farið í betri föt um morguninn.
Eiginlega hafði hún verið farin að halda að hann kæmi
ekki aftur og hefði sagt að hann langaði til þess að kynnast
henni til þess eins að sjá hvemig hún tæki því. Hvað gat þessi
laglegi og fíni maður í Háskólanum viljað henni, venjulegri
sveitastelpu sem var innanbúðar í stónnarkaði og aðeins í
kvöldskóla? Þau áttu víst litla samleið. Hún vissi þó vel að
hún var mjög lagleg, enginn þurfti að segja henni það. Hún sá
það í speglinum: Ljóst sítt hár, dökkblá augu, lítið og vellagað
nef, ljós og slétt húðin, varimar í þykkara lagi. Hún var líka
fremur hávaxin og grönn. Mikið vildi hún núna að hún hefði
drifíð sig í nokkra ljósatíma til þess að viðhalda brúnum lit
sumarsins á húðinni.
Hún hugaði óvenjulega vel að útliti sínu áður en hún fór út.
„Vertu samferða“, sagði Rósa.
„Ég þarf annað“, sagði Asdís og vonaði að Rósa kæmi
séraf
„Þú ert vonandi ekki að fara að hitta strákinn sem var á eftir
þér en er farinn að glenna sig ffaman í Petru?“ sagði Rósa.
Ásdís sagði að hún væri ekki að hitta Pálma og vonaði að
hann væri hættur að elta sig. Með það fór Rósa og bað Ásdísi
að líta inn um helgina og helst að koma með sér eitthvað út
ef hún nennti.
Þegar Ásdís komst ein út og gekk meðffam húsinu sá hún
lítinn svartan sportbíl koma á móti sér. Stefán hafði íylgst með
ferðum hennar, lagt bílnum við húshomið svo hann hefði betri
yfírsýn yfír útgönguleiðir úr húsinu.
Þau fóru á veitingastað og Ásdísi varð um og ó þegar hún
sá hvað hann pantaði dýran mat handa þeim. Á eftir fóra þau í
bíltúr um borgina og hann sýndi henni helstu staði og götur.
„Hér á ég heima“, sagði hann um leið og hann ók löturhægt
ffamhjá stóm gömlu einbýlishúsi. Það stóð í velskipulögðum
trjágarði sem var mikið upplýstur. Gangstéttin heim að breiðum
tröppunum var upplýst með lágum garðlömpum sem stóðu í
tveimur beinum röðum hvor sínu megin við hana. Það vom
franskir gluggar á húsinu. Þetta var eins og höll í augum
Ásdísar og hún fann hlýleika stafa ffá húsinu, rétt eins og
hún þekkti það.
„Nú ætla ég að sýna þér Elliðaárdalinn ef þú hefur
áhuga.“
Þau óku þangað og upp að vatninu sem ekki var enn orðið
ísilagt.
„Oviðjafnanleg fegurð, sérðu tunglið?“ sagði hann um leið og
hann lagði bílnum út í vegarkantinn. Hann lagði handlegginn
utan um hana og dró hana að sér. Hún var hamingjusöm en um
leið hrædd. Hrædd við að gera eitthvað sem seinna myndi særa
hana. Þó að hún væri yfir sig hrifin af honum fann hún fyrir
nagandi ótta við hið ókomna. Þó vildi hún ekki fyrir nokkum
mun missa af samneyti við manninn sem sat við hlið hennar
og hélt þétt utan um hana. Það fóm um hana áður óþekktir
straumar sem hún hafði aðeins lesið um í bókum.
Þau sátu þama góða stund án þess að segja nokkuð og horföu
yfir vatnið. Ljósin á bæjunum tindmðu uns þau slokknuðu
eitt af öðm. Lögreglubíll ók hægt ffamhjá og gaf þeim gætur
en lét vera að stoppa.
„Við þurfum að kynnast og til þess að það sé raunverulegt
verðum við að segja hvort öðm eitthvað um okkur. Á ég að
byrja ágrip ævisögu minnar?“ Hann sagði þetta brosandi.
Hann sagði henni að faðir sinn héti líka Stefán og væri
forstjóri tyrir tjölskyldufyrirtæki sem sérhæföi sig í ffamleiðslu
og innflutningi á veiðarfæmm og ýmiss konar vömm fyrir
fískiskipin. ,Afí minn sem einnig heitir Stefán rekur þetta
með honum og síðan er mér troðið inn í það með góðu eða
illu. Þess vegna er ég að læra viðskiptaffæði.“
Hann losaði tak sitt á henni og settist beinn í sætið. Spennan
haföi sigið úr honum við að tala um sig og tjölskyldu sína.
Honum varð hugsað til Hugrúnar, stúlkunnar sem móðir hans
vildi að yrði konan hans. Hún var núna í Bandaríkjunum með
foreldrum sínum. Hann haföi eiginlega aldrei verið hrifmn af
henni en vissi að hún var yfir sig hrifin af honum. Þau höföu verið
talsvert saman um sumarið, sofið saman nokkrum sinnum og
þegar hún fór var hún viss um að þau væm trúlofuð þó að hann
hefði aldrei sagt orð í þá áttina. Hann vonaði að hún kynntist
öðmm og gleymdi honum. Hann lét það vera að minnast á
Hugrúnu við Ásdísi. Það var gott að sitja í kyrrðinni þama við
vatnið við hliðina á þessari hljóðlátu stúlku. Hún var svo ólík
þeim stelpum sem hann haföi kynnst, svo laus við alla tilgerð.
Hann yrði að fara varlega bæði sín og hennar vegna.
„Ég er eina bam foreldra minna og stundum er ég afar
einmana, þó að ég fínni minna fyrir því núna en þegar ég var
yngri. Pabbi var ekki nema 18 ára þegar ég fæddist en mamma
var 21 árs. Þau giftust einungis vegna mín og alveg lfá því ég
man eftir mér hafa þau verið að ráðgera að skilja, þó aldrei
hafí orðið úr því. Núna em það einungis eigumar sem halda
Heima er bezt 381