Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Qupperneq 7

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Qupperneq 7
GUÐMUNDUR EINARSSON FRÁ MIÐDAL: Allt landið æ finc ^avöllur J JÁLEITAR vonir hinna fyrstu svifflugsmanna eru þegar orðnar að veruleika. ísland bar gæfu til að láta eigi sinn hlut eftir liggja, hvað þessa fögru íþrótt snertir. Djarfhuga mcmi, sem iðkuðu íþróttina í önclverðu, sáu brátt, að land vort hefur betri skilyrði en flest lönd álfunnar fyrir svifflug. Og eins hitt, að úr kjarna félagsskaparins myndu vaxa flugkappar þeir, sem okk- ar strjálbyggða land þarfnaðist. Þeir fengu hingað kennara með ærnum kostnaði, og höfðu æfingarvelli fyrst við Sauðafellsflóa og síðar á Sandskeiði og í Eyjafirði. Öll æfingastarfsemi hlaut að verða staðbundin fyrstu árin, tækin voru þá og gerð af vanefnum, einnig skorti flugvélar til dráttar og til að kanna lendingarstaði. Á síðasta áratug hefur flugtæknin þroskazt mjög ört, og stjórnendur svifflugsfélaganna hafa fylgzt vel með öllum nýungum erlendis. Nú eiga félögin afbragðsgóðar svifflugur og dráttarvélar, einnig kennara, sem þola samanburð við kennara annarra þjóða. Það virðist því tímabært að athuga framtíðarmöguleikana og færa út starfssviðið, með það fyrir augum, að allt landið verði æfingavöllur fyrir svifflug. Fátt ætti að vera því til fyrirstöðu, ágætir lendingarstaðir um gervallt landið, sléttir sand- ar, harðvellir og jökulbreiður. Ekki skortir fjallabrún- ir, sem gefa góðan byr, eða „lægða“-randir hæfilegar til langflugs. Flugmenn, jarðfræðingar og veðurspá- menn vita þetta mæta vel, og ekki mun flugmenn okkar skorta dug til að framkvæma og undirbúa mikl- ar framkvæmdir, en allir áhugamenn um þessi mál verða að hjálpa til með að koma þessu máli í fram- kvæmd. Mér skilst, að hér fari saman hagsmunir flugmál- anna yfirleitt, því að nú eru áætlaðar flugvallagerðir um land allt, og flugmenn — bæði vél- og svifflug- menn — þurfa að fá flug- og eftirlitsstöðvar sem víðast, einnig á hálendinu. Slíkar stöðvar væru einnig þarfar vegna veðurathugana og ferðamannastraums, sem mun leggja leið sina um hálendið. Þannig yrði samvinna milli allra aðilja, sem stunda ferðalög, flugíþróttir og flugferðir. Margur mun spyrja: Hvaða þýðingu hafa langflug fyrir svifflugmenn? Á sama hátt mætti spyrja: Því hreyfum við okkur yfirleitt? Ég er þeirrar skoðunar, að á íslandi sé tjóðurhælafólki ofaukið. Þeir, sem flogið hafa yfir hvolfþök jöklanna, í gegn- um tindaraðir Kerlingarfjalla, umhverfis Skrúðinn og Drangey, eða hafa steypt sér gegnum eldskörð Gríms- vatna og Kverkfjalla, rennt sér fram úr Öskjuopi Og séð Herðubreið blasa við í morgunljóma, þeir geta svarað þessari spurningu. Fyrir mér vakir ekki ein- göngu að flugkappar okkar seti met í lang- eða hæðar- flugi, heldur hitt, að svifflugmenn frá Reykjavík, Akureyri og Hornafirði geti heimsótt hverjir aðra, haft viðkomustaði, þar sem þeir kjósa, og jafnframt flutt farþega. Slíkt er engin ofraun nú með beztu svifflugum. Til samanburðar vil ég benda á, að lengri ferðir hafa verið farnar erlendis, yfir land með verri skil- yrðum og færri lendingarmöguleikum. Til dæmis: Svifflugmenn, sem nota uppstreymi Alpafjalla, hafa FLUG - 5

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.