Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Side 25

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Side 25
FARIÐ UT FYRIR Ný alþjóða afgreiðslustöð (Terrninal) var tekin í notkun í sumar af Air France flugfélag- inu í París. American Airlines hefur aukið við 7 ferðum daglega á leiðinni Wash- ington—New York. Notar félagið Douglas DC4, fjög- urra hreyfla, 44^ farþega vélar á þessari leið. Douglas Aircraft Co. hefur nú lokið við tilraunir með að hyggja frystiklefa í flutningaflugvélar af gerðinni DC. 4. (Skymaster). Hingað til hafði aðeins verið flutt mjög takmarkað vörumagn með venjulegum flutningavélum, og var þá vörunum pakkað í ís. Þessir fljúgandi kæliskápar taka svipað vörumagn og venjulegir járnbrautarvöru- vagnar. Ritstjóri brezka svifflugblaðsins, „Sailplane and Glider“, stingur upp á því í ritstjórnar- grein í ágústhefti blaðsins, að þeir svifflugmenn, er lokið hafa vegalengdar-skilyrðisflugum fyrir silfur og gull „C“ geri það að takmarki í hverju flugi, að ná heim til þess staðar, er þeir hófu flugið frá. T. d. ef svifflugmaður ætlar til staðar 100 km. í burtu frá „startstað“, þá snúi hann þegar heim á leið, er hann hefur náð þessu marki, og leggi sig fram til að ná aftur velli þeim, er hann fór af stað frá. Þetta mundi spara verulega benzín svo og tíma þann, er fer í að elta uppi flugmenn, er lent hafa fleiri hundruð mílur í burtu frá flugtaksstað. Eins og gefur að skilja, er þetta talsverð raun fyrir flugmanninn og víst er um það, að þeir svifflugmenn, sem fljúga langt í burtu frá flugtaksstað, snúa síðan við og ná heim aftur, eru tvímælalaust vel færir svifflugmenn. Þar sem við Islendingar eigum enga silfur eða gull „C“ svifflug- menn, kemur þessi uppástunga okkur ekki beint við. Við vonum samt að ekki líði langt, þar til við eign- umst marga silfur og gull „C“ menn, og væri þá athugandi, að við kæmum upp einu aukaprófi, og í því prófi yrði þá aðalprófraunin að fljúga einhverja ákveðna vegalengd út frá „startstað“ og heim aftur án lendingar. Vegalengdin mætti vera t. d. 50—75 km. Þessi prófraun mundi sýna ótvíræða hæfni þeirra, sem hana leystu. Þessi sami ritstjóri virðist vera frem- ur óánægður með svifflugsárangurinn í Englandi eftir sumarið, sem nú er að líða, þrátt fyrir hæðarflugsmet Philip Wills, 15000 fet, og „yfir land“ flug Prince Bira, 186 mílur. Hann segir, að það fari mjög lítið LANDSTEINANA ... fyrir byrjendaþjálfun, og þeir einir fljúgi, sem eiga einkavélar. Þá segir hann ennfremur, að ljóst sé, að ef ríkisstjórnin meti svifflugið einhvers, þá sé nauð- synlegt að hún styrki byrjendurna með fjárframlög- um. Hann segir að það muni verða vinsælasta að- ferðin, að aðstoða þá við kaup á byrjendavélum, svo og tveggja sæta kennsluvélum. Ef stjórnin lækkaði þau tæki og hluti, sem herinn lætur eftir sig, svo sem dráttarspil og flugskýli, ofan í einn fjórða þess verðs, sem hún nú vill fá fyrir þau, þá mundi það vera mikil hjálp fyrir eldri svifflugklúbbana líka. Minni hávaði i smá- og einkaflugvélum. Dr. Theodore Theodersen og Arthur Regier N.A.C.A. sérfræðingar sögðu á þessa árs fundi Institude of Aeronautical Sciences, sem haldinn var í Detroit í júní s.l., að fyrirsjáanlegt væri að mögulegt yrði að minnka hávaðann af smá- og einkaflugvélum um allt að 50%. Og spáðu því ennfremur, að 80—90% hávaðaminnkun yrði möguleg síðar. En til þess þyrfti að nota viftuskrúfu með mörgum blöðum og lágum hraða á blaðendunum, en á skrúfublaðsendunum mvndast aðal hávaðinn af flugvélunum. Ný flugvélartegund. Wolfgang Langewiesche, tilraunaflugmaður hjá Kollsman Instrument Co., fór þess á leit á sömu ráðstefnu, að flugvélaverkfræðingar reyndu að fram- leiða flugvél, sem rétti sig sjálf út úr krappri beygju („spiral"), þegar stýrunum væri sleppt, og flygi þá beint áfram og lárétt. Hann sagði að það hlyti að vera mögulegt að byggja slíka vél, að hægt væri að fljúga henni blindflug án sérstakra blindflugstækja. Joseph Boylan, yfirmaður vöruflutninga hjá American Airlines, sagði í ræðu, sem hann hélt á ráðstefnu einni í Chicago í apríl, að flugfélögin ráðgerðu að byggja stór vöru- geymsluhús með kæliskápum fyrir matvæli, sem flutt eru loftleiðis. Á ráðstefnunni var það almennt álitið, að innan skamms mundi flutningsgjald á loftflutt- um vörum lækka það mikið, að samkeppnisfært verði við önnur flutningafarartæki. Vonandi er þetta vís- irinn að því, að hægt verði að flytja matvæli yfir heimshöfin á það ódýran hátt, að við íslendingar, sem og aðrir, getum veitt okkur að borða nýja ávexti. Ennfremur ættum við að geta komið því við að flytja fiskin nokkar nýjan og unnin á erlendan mark- að nokkrum klukkustundum eftir að hann veiðist. FLUG - 23

x

Flug : tímarit um flugmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.