Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 31

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 31
skeikað í útreikningmim. Ég tók nú við stjóminni og við svifum niður yfir trén. Of hátt. Flugvöllur- inn var á stærð við vasaklút! Það hillti undir flugskýlið við hinn enda vallar- ins og það nálgaðist áhugnanlega hratt. Á síðustu mínútu ýtti ég inn benzíngjöfinni (throttle) og gaf hreyflinum fullt benzín. Við sluppum við þakið á flugskýlinu, en bilið var ekki nema örfáar tommur. Við gerðum aðra atrennu að vellinum, en mistókst að lenda einnig í það skipti. í þriðja sinn svifum við niður til lendingar, og ég skellti vélinni þvert í flugáttina (sideslip*) og lét hana detta sem næst lóðrétta inn á völlinn, í þetta sinn stönzuðum við í tveggja feta djúpum snjó á enda flugbrautarinnar. „Hér er ekkert benzín,“ sagði ég. „Þessi völlur er í eyði.“ „Að minnsta kosti ættum við að geta fundið út, hvort þetta er Napley Green,“ sagði hann. „Það er eitthvcrt hús þarna á bak við trén. Ég skal skreppa þangað og fá leiðbeiningar um leiðina til Washing- ton. Við ættum að Vera örstutt þaðan núna.“ Hann kom fljótlega aftur. „Það var mjög feit blökkukona þarna inni, sem heldur að við séum í Maryland,“ tilkynnti hann. „Það er ekkert benzín hérna, en við getum fengið það á Fort Meade, sem er stutt héðan.“ „Snjórinn er allt of djúpur til að hægt sé að hefja sig til flugs hér, en komdu inn,“ sagði ég. Hann leit efablandinn á snjóinn. „Ég vildi að við hefðum skóflu,“ sagði hann. Síðan byrjaði hann að róta snjónum frá hjólunum og ég klifraði út úr með erfiðismunum til að hjálpa honum. Við hreinsuðum svæði, um það bil tvær flugvélalengdir og klifruðum síðan kófsveitt inn í aftur. Með því að láta hemlana hjálpa okkur til að fá nægan kraft, höfðum við næsturn nógan spöl til að lyfta vélinni áður en við rákumst á snjóinn, enda tókst mér að komast á loft á þessu stutta svæði. Við fundum Fort Meade eftir fáeinar mínútur. * Sideslip er notað, þegar lent er á ósléttum eða litlum völlum. Það er framkvæmt með því t. d. að stíga út fullt hliðarstýri til hægri og um leið halla vélinni til vinstri. Þetta gerir það að verkum, að vélin eins og dettur næstum lóðrétt til vinstri, og fer því tiltölulega stutta vegalengd yfir jörð, miðað við það sem hún lækkar flugið. Orsökin er sú, að með þessari aðgerð snýr maður skrokknum þvert við flugáttina, og eins og gefur að skilja veitir hin háa, flata hlið skrokksins loftinu meiri mótstöðu heldur en hinir straumlínulöguðu vængir. Og við það að vængendinn kemur á undan svona skakkur við flugáttina, missir hann burðarmagn sitt að mjög miklu leyti. Þess vegna dettur vélin hér um bil lóðrétt niður. Þetta er mikið notað við nauðlendingar á smærri vélum. Það voru tveir opnir vellir. Annar var flugvöllurinn, en báðir litu svipað út vegna þess að þeir voru huldir snjó. Ég kaus annan og bjó mig undir að lenda. Þá sá ég allt í einu hinu megin við veginn eitthvað, sem líktist flugbraut undir snjónum. Við hættum við að lenda þarna og snérurn yfir veginn og lentum þar. Bifreið, sem kom eftir veginum, nálgaðist okkur og liðsforingi kom út. „Eitthvað í ólagi?“ spurði hann. „Konan mín og ég héldum að þið rnynduð lenda í skriðdrekagildr- unni hinu megin við veginn. Við urðurn dálítið hrædd.“ Skriðdrekagildru! Það hefði orðið okkar sðasta. En ég hugsaði ekki mikið um skriðdrekagildruna að þessu sinni. Mér fannst höfuðið vera alveg að springa og ég leit sljólega á þau til skiptis. Þau báru mig yfir í bifreið Selmans liðsforingja og óku mér heim til hans. Frú Selman afklæddi mig og lét mig ofan í rúm. Liðsforinginn kom með eitt- hvað brennheitt til að drekka. „Þetta er gott fyrir yður. Drekkið það og ég er viss um að þér sofið rólega til morguns. Kunningi yðar og ég ætlum að fara spottakorn í skriðdreka. Hann heldur að sér muni þykja það gaman.“ Auðvitað þykir honum gaman að því. Ég stakk höfðinu niður í svæflana og varp öndinni — mig langaði auðvitað ekki síður til að koma í skriðdreka, en samt fór ég nú að sofa. En ekki fyrr en ég hafði tekið ákvörðun. Hvort sem var náðum við ekki að gista fyrstu nótt ferðarinnar í Alexandríu, — en í framtíðinni .... I framtíðinni ætlaði ég að vera heilbrigð, þegar ég flýgi eitthvað. Ef þú ert það ekki, hvaða gagn er þá fyrst og fremst að því, að hafa heilsu? Tólf amerískar flugvélaverksmiðjnr hafa nú pantað léttar talstöðvar, sem General Elec- tric Co. framleiðir fyrir litlar einka- og kennslu- flugvélar. Flugklúbbur stofnaður á Akureyri. Nýlega hefur verið stofnaður á Akureyri flugklúbb- ur, er það sameignarfélag nokkurra ungra manna, sem flestir eru meðlimir í Svifflugfélagi Akureyrar. Hefur klúbburinn þegar keypt 2 flugvélar af gerð- inni Fleet frá Canada. Vélarnar eru þegar komn- ar til landsins, en hafa ekki enn verið settar saman. Markmið klúbbsins er aðeins að tryggja meðlimun- um, að þeir geti stundað flugíþróttina með eins lágu verði og möguleikar frekast leyfa. FLUG - 29

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.