Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Qupperneq 5

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Qupperneq 5
ÁVARP FLUGMÁLASTJÓRA Þetta hefti tímaritsins „Flugs“, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, er að mestu lielgað flug- málastjórninni í því tilefni, að hinn 15. þ. m. voru 10 ár liðin frá stofnun embættis flugmálastjóra. Um þetta leyti fyrir 10 árum var síðari heims- styrjöldinni að Ijúka með fyrirsjáanlegum sigri Bandamanna. Var sú styrjöld jafnframt sú fvrsta, sem íslendingar höfðu nokkru sinni dregizt inn í, fyrst gegn vilja sínum með hernámi Breta í maí 1940, en síðar með samþykki Alþingis fslendinga og ríkisstjórnar, með herverndarsamningnum við Bandaríkjamenn frá 1941. Styrjöldin hafði rofið einangrun landsins í eitt skipti fyrir öll, ekki sízt vegna þess að Bandamenn liöfðu byggt hér tvo stóra flugvelli, sem gerðu er- lendum flugvélum kleift að hafa hér daglega við- komu. Flugvellir þessir opnuðu einnig íslending- um stóraukna möguleika til aukinnar starfsemi inn- anlands og til millilandaflugs, en bygging slíkra flugvalla hefði mjög sennilega af fjárhagsástæðum verið oss íslendingum um megn. Þróun þessara mála undanfarin tíu ár hefur ver- ið eins stórstíg og efni hafa frekast leyft og oft mun stórstígari en fjárveitingavaldið hafði ætlað frá ári til árs. Stöðugur velvilji allra þeirra ráðherra, er farið hafa með flugmálin allt frá árinu 1936, er skipað- ur var flugmálaráðunautur ríkisins og stóraukin fjárframlög alþingis eftir að embætti flugmálastjóra var stofnað hafa verið flugmálunum ómetanleg stoð. Hin margvíslegu og venjulega fjárfreku verk- efni hafa að vísu oft ekki fengið það fjármagn, sem við, er að þessunt málum störfum, hefðum kosið liverju sinni, en það hefur þó gert allan mun, hve góður hugur hefur fylgt öllum fjárveitingum af hálfu íjárveitingavaldsins og hafi mikið legið við, hefnr fjármálaráðherra oftast hlaupið undir bagga og veitt fé í nauðsynlegustu framkvæmdir, jafnvel þótt ekki væri ráð fyrir þeim gert á fjár- lögum. Þá hafa innflutningsyíirvöldin frá upphafi sýnt þessum málum mikinn velvilja og skilning við inn- flutning á nauðsynlegustu öryggistækjum og njóta íslenzkir flugmenn og íslenzkir flugfarþegar þeirr- ar fyrirgreiðslu daglega, er þeir fljúga í flestum veðrum landshornanna á milli. En það er ekki ein- ungis hið ánægjulegasta samstarf við fyrrnefnda aðila, sem gert hefur það ánægjulegt að vinna að þessuni málum, heldur einnig sá góði andi, sem jafnan hefur ríkt í röðum starfsmanna flugmála- stjórnarinnar og innan flugráðs. Hin öra þróun flugmálanna hin síðari ár í sam- bandi við aukna starfsemi íslenzku flugfélaganna, jafnt innan lands sem utan; hin ábyrgðarmikla þjónusta fyrir alþjóðaflugmálastofnunina, sem færir landinu urn 10 milljóna króna gjaldeyristekj- ur þetta ár; hin stóraukna starfsemi íslenzku flug- málastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli, sem nú annast jöfnum höndum alla starfsemi vegna við- komu hervéla sem almennra flugvéla, en sú þjón- usta færði landinu 8 milljóna króna gjaldeyris- tekjur s. 1. ár; öryggisþjónustan innanlands, bygg- ing fjölmargra nýrra flugvalla, rekstur og viðhald stórvirka vinnuvéla og ótal margt annað hefur lagt ótrúlegar byrðar á herðar starfsmanna flugmála- stjórnarinnar á undanförnum árum. Starfsmennirnir hafa hins vegar sýnt sig að vera vandanum vaxnir. Má að sjálfsögðu þakka það fyrst og fremst ágætu mannvali og góðri þjálfun, en heita má, að þeir hafi verið í stöðugri þjálfun undanfarin ár með þeim árangri, að starfsmenn flugmálastjórnarinnar hafa allflestir lokið alþjóð- legum tækniprófum við beztu erlenda skóla og yfir- irleitt með ágætum. Það er von mín og trú, að starfsmenn flugmála- stjórnarinnar haldi áfram að stefna liátt, að þeir setji markið æ hærra og geri sig aldrei ánægða með annað en að veita það bezta í allri sinni þjón- ustu, flugmálunum og þá um leið þjóð sinni til farsældar og landi sínu til sóma. FLUG - 3

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.