Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Page 9
flugvelli í Vestmannaeyjum. Erling Ellingsen flug-
málastjóri veitti félaginu fulla liðveizlu í þessu
máli, sem var eitt meðal fyrstu viðfangsefna hinn-
ar nýju flugmálastjórnar, og urðu málalok þau, að
flugbraut í Vestmannaeyjum varð lokið árið 1947.
Er það fyrsta flugvallarmannvirki, sem íslending-
ar gera sjálfir. Árið 1947 var flugráð stofnað og eiga
nú sæti í því fimm menn, þeir Bergur G. Gíslason,
Guðmundur I. Guðmundsson, Hjálmar Finnsson,
Þórður Björnsson og Agnar Kofoed-Hansen, sem
jafnframt er formaður þess. Þá var um leið skip-
aður flugvallastjóri ríkisins og var svo ákveðið í
lögum um flugráð og flugvallastjóra ríkisins, að í
þeirra höndum skyldi vera yfirstjórn allra flug-
mála í landinu ásamt flugmálastjóra. Eins og áð-
ur hefur verið getið, lét Erling Ellingsen af emb-
ætti flugmálastjóra árið 1951 og þá voru sameinuð
í eitt embætti flugmálastjóra og flugvallastjóra
ríkisins.
Hvað viljið pér segja um starfsemi flugráðs frá
upphafi?
„Flugráð tók til starfa í júlímánuði 1947 og þró-
unin í starfsemi þess hefur verið ákaflega ör eins
og reyndar í öllum flugmálunum. Það er óhætt að
Starfsfólk i skrifstofu flugmálastjóra.
Starfslið flugmálastjórnarinnar á Keflavikurflugvelli.
FLUG - 7