Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Síða 12

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Síða 12
firði og Þórshöfn, og flugvellirnir í Vestmanna- eyjura, á Sandi og á Fagurhólsmýri verið lagfærðir og endurbættir stórlega. Þessir nýju flugvellir hafa tengt stór héruð við flugsamgöngukerfið, Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslur, Eyjafjörð, og Fljóts- dalshérað, annað stærsta landbúnaðarhérað lands- ins, og eru þessir staðir komnir í svo til daglegt flugsamband." Hvaða verkefni þarf að leysa í þessum málum á ncestu árum? „Þau eru vitanlega niörg. Við þurfum að stækka og endurbæta þá flugvelli, sem fyrir eru, auka ör- yggisútbúnað þeirra, byggja nýja flugvelli og vegna millilandaflugsins er eitt verkefni mjög aðkall- andi. Það er von mín, að hægt verði að koma upp stórum flugvelli á Norðurlandi fyrir stærstu gerðir millilandaflugvéla, sem yrði öryggisflugvöllur vegna millilandaflugsins. Slíkur flugvöllur myndi valda sömu byltingu í millilandafluginu um ísland og Keflavíkurflugvöllur, er hann kom til sögunn- ar. Eins góður og Keflavíkurflugvöllur er, þá er hann þó ekki fulinægjandi sem varaflugvöllur vegna millilandaflugsins. Að vísu er oft hægt að nota Reykjavíkurflugvöll þegar Keflavík lokast, en aðstaða hér í Reykjavík er ekki fullnægjandi vegna of svipaðra veðurskilyrða. Það er því von mín, að hægt verði að koma upp varaflugvelli norðanlands. Það hefur borið á góma, að hafa slíkan fiugvöll við Sauðárkrók, Egilsstaði eða jafnvel norður á Melrakkasléttu. Reyndar er kominn varaflugvöll- ur til bráðabirgða á Sauðárkróki, en hann er hvergi nærri nógu fullkominn og aðeins fyrir Sky- master-flugvélar, en nú eru yfirleitt miklu stærri flugvélar í millilandaflugi. Annars verður nauð- syn varaflugvallar norðanlands ef til vill bezt lýst með því að bera saman veðurskilyrði hér syðra og fyrir norðan. Við skulum hringja út í flugturn og spyrja urn veðrið núna. Þá fáurn við einhverja hugmynd um muninn á veðurlaginu." Flugmálastjóri hringir í varðstjórann í turninum og fær þessar upplýsingar: „Reykjavík: Skýjahæð Í500 fet, skyggni 12 kíló- metrar. Keflavík: Skýjahæð 200 fet, skyggni 2 kílómetrar. Akureyri: Hálfskýjað í 7000 feta hæð, alskýjað í 9000 feta hæð, skyggni 30 kílómetr- ar. — Af þessum tölum sjáum við, að Keflavíkur- flugvöllur er alveg að lokast og verður að fara að senda flugvélar burt þaðan. Skilyrðin eru betri í Reykjavík, en miklu betri norðanlands. — Miili- landaflugvélar, sem ætla að hafa viðkomu hér, eiga ekki um annað að velja en að fljúga til Prestvíkur Frá vígslu Akureyrarflugvallar 5. des. 1954. Ingólfur Jónsson flugmálaráðherra flytur rceðu. Starfsmenn i slökkviliði og sjóflughöfn á Reykjavikur- flugvelli. Úr flugturninum á Keflavíkurflugvelli. 10 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.