Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Page 14
Flugmálastjóri, sérjraðingar ICAO og aðrir starfsmenn flugmálastjórnarinnar. F. v. Mr. Goudie, Mr. Hynes, As-
geir Pétursson, Ingólfur Bjargmundsson, flugmálastjóri, Sigfús H. Guðmundsson, Guðjón Tómasson.
lenzkir menn gætu tekið við sem flestum störfum
þar. Þess vegna varð að hefja stórfellda þjálfun
margra manna til þess að þeir gætu tekið að sér hin
margvíslegu flugþjónustustörf þar syðra. Undanfar-
in 6—7 ár hafa alltaf verið erlendis 2—5 starfsmenn
ílugmálastjórnarinnar vegna Keflavíkurflugvallar,
og hafa nú alls 50—60 manns notið þjálfunar í flug-
umferðarstjórn, flugumsjón, flugvélaafgreiðslu.
flugratsjártæki og flugvallarekstri. Hafa allir
þessir menn notið afargtiðrar menntunar hver í
sinni sérgrein og lokið öllum prófum yfirleitt með
ágætum.
Það hefur að sjálfsögðu vakað fyrir okkur, að
vera sjálfum okkur nógir um allan rekstur Kefla-
víkurflugvallar. Með fyrrnefndri þjálfun starfs-
manna hafa skapazt auknir möguleikar til þess að
taka við fjölda nýrra starfsgreina og margs konar
þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Við liöfum haft á
því vakandi auga, að láta alla þessa starfsemi bera
sig fjárhagslega, og nú er svo komið, að aðaltekju-
lind flugmálanna er Keflavíkurflugvöllur. Má segja,
að þær tekjur hafi staðið að verulegu leyti undir
framkvæmdum í ílugvallagerð og öryggismálunt
undangengin ár. Svo ég víki aftur að starfsmönn-
um flugmálastjórnarinnar, þá er mér það sérstakt
ánægjuefni að vita til þess, að hver einasti maður
vinnur að sínum störfum af miklum áhuga, bæði
með því að hugsa stöðugt um að þjálfa sig og auka
við þá þekkingu, sem fyrir er, og sömuleiðis með
því að vinna af áhuga á sjálfu málefninu. Starfs-
andi hefur ávallt verið með ágætum og verður það
aldrei of lofað. Ég vil nota þetta tækifæri til þess
að þakka öllum starfsmönnum flugmálastjórnar-
innar þeirra frábæru störf og ég vil segja það, að
ég lít afar björtum augum á framtíðina, ekki sízt
vegna þess, hve ágætir og starfhæfir menn vinna
að þessum málum.“
Hvað viljið þér að lokum segja um framtíðar-
horfur og það, sem framundan er i flugmálunum?
„Ég vil svara þessu þannig, að taka bókstaflega
upp ummæli mín í síðasta hefti „Flugs" og beina
máli mínu til fjárveitingavaldsins og þeirra, sem
fjármálum okkar íslendinga stjórna.
„Framundan eru svo mörg og stór verkefni, að
12 - FLUG