Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 19
VíStal víS
Sigfús H. Guðmundsson
yfirmann flug-
öryggísþioniistuiimar
Sigíús H. Guðmundsson fulltrúi Flugmálastjóra
hefir starfað hjá Flugmálastjórninni frá því um
miðjan júlí 1945 og er annar elzti starfsmaður henn-
ar. Hann dvaldist tæpt ár í Bandaríkjunum 1944
til þess að kynna sér flugöryggismál og flugvallar-
stjórn, en var kvaddur heim í miðjum klíðum til
þess að vinna að rannsókn og leit að heppilegum
flugvallastæðum og vegna starfsmanna hefir hann
ekki haldið áfram því námskeiði, sem hann var
byrjaður á. Sigfús heíir verið einn af fulltrúum ís-
lands á mörgum ráðstefnum um flugmál, var á
fyrstu ráðstefnu ICAO í Dyflinni 1946, í París, Genf
og Lundúnum 1948 og aftur í Lundúnum 1949 og
1953 og loks í Montreal á síðasta hausti. Jafnframt
var hann á norrænni flugmálaráðstefnu í Dan-
mörku síðastliðið haust.
Vér lítum á erindisbréf Sigfúsar og sjáum þar,
að honum er ætlað margþætt starf og umsvifa-
mikið. Skráin lítur þannig út:
Málefni varðandi ICAO, flugumferðarstjórn og
flugstjórnarmiðstöðin á Reykjavíkurflugvelli, mál-
efni varðandi öryggisútbúnað á öllurn flugvöllum,
stjórn á björgunar- og leitarflugi vegna týndra flug-
benzíni og olíum til flugvéla, sem numið hefur
40—50 miljónum króna á ári undanfarin ár. Hér
við bætast svo gjaldeyristekjur íslenzku flugfélag-
anna, sem nú orðið skipta tugum milljóna króna á
ári. Ekki má svo gleyma því, að einnig eru miklar
gjaldeyristekjur af ýmis konar vinnu hjá varnarlið-
inu, annarri en byggingavinnu, og má áætla, að
óbeinar gjaldeyristekjur í sambandi við flugmálin
séu um 100 milljónir króna á ári. Sést af þessu, hve
flugmálin eru orðin þýðingarmikill liður í utan-
ríkisverzlun og gjaldeyrisafkomu þjóðarinnar." h.
Sigfiís H. Guðmundsson.
véla, útgáfu NOTAM, sjóflughöfnin á Reykjavík-
urflugvelli, slökkviliðið, fjarskiptamál. Eins og sjá
má af þessu, hefir Sigfús í mörgu að snúast. Vér
spyrjum hann fyrst um samstarfið við ICAO, Al-
þjóða Flugmálastofnunina.
„íslendingar eru ein af stofnþjóðum ICAO, sem
verður 10 ára á miðju næsta sumri. Á ráðstefnu
ICAO í Dyflinni 1946, sem var fyrsti fundur eftir
stríðið um loftferðir yfir Norður-Atlanzhaf, var m.
a. ákveðið að hér á landi skyldi verða flugstjórn-
armiðstöð og önnur skyld starfsemi, svo sem fjar-
skiptaþjónusta og veðurþjónusta. Þá lýstum við yf-
ir, að þetta gætum við ekki tekið að okkur nema
því aðeins, að við fengjum þessa þjónustu endur-
greidda að verulegu leyti, því að okkur væri ofviða
að annast slíka þjónustu fyrir alþjóðaflug ef við
ættum að kosta hana einir.“
Hvenœr tóku svo íslendingar að sér þessa þjón-
ustu
„Það var í nóvembermánuði 1946 á vegum ICAO
og var hún fyrst veitt í hálft annað ár upp á vænt-
anlegar greiðslur, en á ráðstefnu ICAO í Genf 1948
var gengið frá fjárhagsgrundvelli þessara mála og
þá jafnframt gerður samningur milli íslands og
þeirra 9 ríkja, sem þá áttu aðild að þessum samningi.
Hefur starfsemi þessi farið sívaxandi ár frá ári og
hafa fylgt því ærin bréfaviðskipti, sem ég hefi haft
með höndum, en við þeim er nú að taka Friðrik
Diego, sem verið hefir starfsmaður Flugmálastjórn-
arinnar nokkur ár.“
FLUG - 17