Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Síða 23
Hvernig er háttað starfsemi Flugmálastjórnar-
innar á Keflavíkurflugvelli og hvert er starfslið
hennar þar?
„Starfsemin skiptist í fimm deildir: Flugumferð-
arstjórn, flugumsjón, flugvélaafgreiðslu, flugvirkj-
un og viðhald mannvirkja Flugmálastjórnarinnar
á vellinum auk aðalskrifstofu. Bogi Þorsteinsson
yfirflugumferðarstjóri er deildarstjóri í flugumferð-
arstjórn, Bjarni Jensson í flugumsjón, Kristbergur
Guðjónsson í flugvélaafgreiðslu, Ólafur Alexand-
ersson í flugvirkjun og Haraldur Ágústsson er
deildarstjóri í viðhaldi mannvirkja. Starfsliðið í
öllum deildum er samtals rösklega 60 manns. Ég
vil taka fram, að til þessara starfa hafa valizt ungir
rnenn og áhugasamir og eru þeir fyllilega starfi
sínu vaxnir. Hafa þeir fengið þá beztu menntun,
sem unnt er að fá, hver í sinni grein, bæði innan-
lands og utan.“
Hvernig gengur samstarfið við varnarliðið?
„Á Keflavíkurflugvelli höfum við þurft að hafa
mjög nána samvinnu við varnarliðið um alla stjórn
vallarins. Sú samvinna hefir ávallt verið með mikl-
um ágætum og leggja báðir aðiljar áherzlu á að
leysa hvors annars vanda, þegar þess er nokkur
kostur. Má fullyrða, að sú samvinna hafi verið
báðum til mikilla hagsbóta."
Nokkur orð um völlinn sjálfan?
„Já, Keflavíkurflugvöllur er einn af stærstu og
fullkomnustu flugvöllum í heimi. Á honum eru
fjórar flugbrautir og er sú lengsta 10 þúsund feta
löng (rösklega 3000 metrar) og við enda hennar er
öryggisbraut, 1000 feta löng, sem ekki er malbikuð.
Allar stærstu flugvélar geta lent á vellinum, hvort
sem um er að ræða stærstu gerðir farþegaflugvéla
eða stærstu gerðir hervéla. Keflavíkurflugvöllur er
mjög mikilvægur fyrir farþegaflugið yfir Atlanzhaf,
og það er ekkert launungarmál, að völlurinn er tal-
inn nijög mikilvægur frá hernaðarsjónarmiði og
veldur því hin landfræðilega lega íslands, því
landið er nákvæmlega miðja vegu milli New York
og Moskvu eftir stórbaug og er því augljóst, að það
er ekki sama hver hefir afnot af Keflavíkurflug-
velli eða öðrum flugvöllum hér á landi í hinu
kalda stríði milli austurs og vesturs. Má í þessu
sambandi taka fram, að Bandaríkjamenn hafa ávallt
talið mikilvægt, að geta notað Keflavíkurflugvöll
sem viðkomustað vegna hinna miklu flutninga til
herja sinna í Bretlandi og á meginlandi Evrópu.
Flugvélar- hersins hafa viðkomu á Keflavíkurflug-
velli aðallega á vesturleið, en á austurleið eru það
einkanlega þrýstilofts-knúnar orustuflugvélar og
flutningaflugvélar, sem fljúga norðurleiðina yfir
Atlanzhafið þegar lendingarskilvrði eru slæm á
Azoreyjum.“
Koma margar þrýstiloftsvélar á völlinn?
„Já, það er óhætt að segja því að Bandaríkja-
menn senda tíðum þrýstiloftsorustuflugvélar sínar
fljúgandi yfir Atlanzhafið, þær hafa yfirleitt frem-
ur stutt flugþol og verða því að íljúga í áföngum
yfir hafið. Liggur þá leiðin um Kanada — Græn-
land — ísland og Skotland. Hefir oft komið fyrir,
að 30—40 slíkar flugvélar hafi komið á völlinn og
jafnvel upp í 150 orustuflugvélar á einum degi.“
Fer ekki mikill fjöldi farþega um Keflavikurflug-
völl?
„Jú, þeir skipta þúsundum á ári hverju og er
þar að sjálfsögðu misjafn sauður í mörgu fé. Oft
koma þangað ýmis þau stórmenni, sem helzt er getið
í heimsfréttunum. Þegar slíkir menn koma, er full-
trúa Flugmálastjórnarinnar ætlað að taka á móti
þeim og sjá um að dvöl þeirra verði sem þægileg-
ust hér á landi. Þessu fylgir töluverður erill og
umstang því að það er sjaldnast á venjulegum
skrifstofutíma, sem þessir gestir koma. Það er ekki
ósjaldan að maður er rifinn upp úr rúminu um
miðja nótt til þess að taka í hendina á drottningu,
ráðherra, filmstjörnu eða marskálki.“
Er yður nokkuð sérstaklega minnistœtt úr starf-
inu?
„Ég get nú ekki sagt að það sé beint í sambandi
við starf mitt, en ég er fyrsti íslendingurinn, sem
hefi flogið í þrýstiloftsflugvél, og stjórnaði ég henni
sjálfur í 45 mínútur. Þetta var í ágúst 1952. Forum
við frá Keflavíkurflugvelli í T-33, en það er tveggja
sæta vél, sem notuð er til æfinga. Við flugum upp
að Hvítárvatni á sex mínútum og héldum okkur
mest í 23 þúsund feta hæð. Úr þeirri hæð fórum
við þráðbeint niður í 12 þúsund feta hæð og smá-
lækkuðum okkur úr því. í 12 þúsund feta hæð lang-
aði mig til að sjá hver áhrif snögg beygja hefði á
mig. Spurði ég flugmanninn hvort ég mætti ekki
taka snögga beygju og jánkaði hann því og hélt
áfram að lesa í blaði sínu. Setti ég þá stýrin í botn
ef svo mætti segja og fann ég hvernig blóðið
streymdi úr höfðinu og efri hluta líkamans, og
yfir mig færðist magnleysi. Var ég þá ekki seinn
á mér að koma vélinni aftur á réttan kjöl. Það
heyrir kannske undir þennan lið að geta þess, að
ég var kosinn í hreppsnefnd í Hafnarhreppi hér
um árið, en féll við síðustu kosningar við litinn
orðstír.“ h.
FLUG - 21