Heimaklettur - 01.12.1943, Side 7
HEIMAKLETTUR
I. ÁRG. DESEMBER 1943 1. HEFTI
/
Blaði þessu, sem nú hefur göngu sína í Vestmannaeyjum, er cettið áð
koma út fjórum sinnum árári. Ef þetta tekst, mun óhœtt að fullyrða, nt
með þessu hlaði hefji góngu sína fyrsta timarit, sem gefið hefur verið út
í Vestmannaeyjum.
Ritið mun flytja þœtti úr sógu Eyjanna, athafnalifi þeirra og atvinnu-
háttum fyrr og nú, auk þess ýmislegt annað efni til fróðleiks og skemmt-
unar, kemur því fyrsta heftið i skammdeginu, en svo hefur fróður maður
tjáð okkur, að skammur og skemmtun séu af sama wpgruna.
Einnig mun Heimaklettur hasla sér völl á vettvangi samgöngumáU
Vestmannaeyja, en þcer eru, svo sem lýðum er Ijóst, harla hághornar
sem stendur.
Margir ágætlega ritfærir menn hafa heitið ritinu stuðningi sinum, bæðt
menn hér í Eyjum og Eyjaskeggjar,er flutzt hafa héðan til annarra lands-
hluta, en halda tryggð við Eyjarnar og málefni þeirra, enda tengdir traust-
um höndum vináttu og frændsemi.
Ljóst er, að ýmsir erfiðleikar eru á þvi að halda úti riti sem þessu í
litlu byggðarlagi, en gegnum þann velvilja, sem hvarvetna hefur mœtt
okkur i samhandi við útgáfu þessa fyrsta heftis, höfum við öðlazt þá
trú, að erfiðleikar þessir séu yfirstiganlegir.
í trausti þessa kemur nú rit þetta í fyrsta sinn fyrir almenningssjónn.
RITSTJ.