Heimaklettur - 01.12.1943, Qupperneq 9
Sjóræningjaskip fró dögum Tyrkjaránsins.
irliði. Hér, milli allra þessara hólma,
myndi Tyrkinn ekki rata að einu smá
eynni, Heimaey, sem væri byggð. Her-
skarar djöfulsins hefðu heimsótt auð-
ugri héruð, og þessum lítilmótlega stað
yrði þyrmt.
Það voru tvö prestaköll á hinni litlu
ey. Prestarnir og íbúarnir, scin fljótlega
fengu fregnir af hinni miklu hættu,
sökktu sér niður í bæn, von og frómt
aðgjörðarleysi. En íbúar Dönskuhúsa
hegðuðu sér öðruvísi, þeir héldu ráð-
stefnu og hurfu ti.l athafna. Við verzlun-
arstaðinn lá danska skipið Krabbinn.
Skipstjórinn, Hinrik Thomsen, dró skip
sitt eins nærri landi og hægt var, og að-
stoðaði síðan með mönnum sínum kaup-
manninn á verzlunarstaðnum, Lauritz
Bagge, og menn hans við að reisa virki
og grafa grafir um Dönskuhúsin, aðal-
stöðvar hins litla bæjar. Fallbyssum var
komið fyrir og skotfæri dregin að.
Nokkrum duglegum íslendingum, sem
voru viðloðandi á verzlunarstaðnum,
voru fengnar byssur og höggvopn, og
voru þeir æfðir lítilsháttar. Það urðu
kvíðafullir dagar í Heimaey, en það
létti yfir mönnum, þegar fréttist að
Tyrkirnir, sem vestur höfðu farið, væru
horfnir, og að þeir, sem rænt höfðu
grimmilega á Austfjörðum, væru sigldir
til hafs aftur.
Hinn 16. júlí 1627 sáu Eyjabúar þrjú
skip stefna upp undir Eyjarnar með
danska fánann við hún. Þau snéru við
og sigldu aftur til hafs. Guði sé lof, það
voru dönsk herskip, sem hreinsuðu höf
konungs! íslendingarnir tóku á sig náð-
ir, en Danirnir voru á verði.
Þessu var þannig varið, að ræningja-
skipin tvö, sem fóru ránshendi um Aust-
urland, höfðu haldið til hafs með mik-
inn ránsfeng. En það fer betur á, að
vér gjörum „sögulega“ grein fyrir því,
hvernig stóð á ferðum þessara Tyrkja í
raun og veru.
Fúlmenni eitt af Norðurlöndum, það
er sagt, að hann héti Páll, og væri áður
HEIMAKLETTUR
S