Heimaklettur - 01.12.1943, Side 10
í íslandssiglingum, hafði verið hnepptur
í þrældóm í Algier. Til þess að fá frelsi
aftur, hafði hann lofað að vísa sjóræn-
ingjum frá Algier til hinna varnarlausu
landa lengst í norðri.
Vorið 1627 voru tólf skip búin til
ránsfarar undir forustu Murad Reis,
sem var þýzkur eða flæmskur trúvill-
ingur. Ræningjaflotinn komst á hinar
norrænu siglingaleiðir, átta af skipun-
um beygðu af leið og rændu í Skotlandi
og Færeyjum, og hvar sem þau komu.
Það voru aðeins fjögur skip, sem héldu
til íslands. Þau urðu viðskila í stormi.
Eitt kom til Vesturlands, rændi þar og
hélt heimleiðis, en tvö komu til Austur-
landsins og voru hlaðin föngum og vör-
um. Á heimleiðinni mættu þau fjórða
skipinu, sem ekki hafði enn tekið þátt
í illvirkjunum. í ógiftusamlegri einingu
ákváðu þeir að Ieggja út aftur, leita
annarsstaðar, þar sem hægt væri að
fylla lestir hins nýkomn skips, og það
varð til hræðilegrar óhamingju fyrir
Vestmannaeyjar, þ. e. a. s. Heimaey.
Þrjú skipin, sem 16. júlí sigldu inn á
milli Vestmannaeyja undir dönskum
fána, voru þessi þrjú sjóræningjaskip,
eitt stórt og tvö fremur lítil. Danski
fáninn var þá orðinn svo kunnur, að
það vekur enga furðu, þó sjóræningjar
frá Algier hefðu undir höndum þrjá
fána. „Tyrkir“ var samheiti fyrir alla
sjóræningja frá Marokko, Algier, Tunis
og Tripolis.
Murad Reis var sjálfur fyrir hinu
stóra skipi. Ekki bætti það úr skák, að
íslenzkur liðhlaupi, sem hét Þorsteinn,
var hafður með í ráðum, þegar ákveðið
var að þrjú skipin skyldu aftur halda
til hafs, en hleypa á land landgönguliði
undir forustu Þorsteins, í hvarfi af
hólmunum og hinum óbyggðu eyjum.
Eftir stfg, sem hann þekkti, var hægi
að koma bænum og verzlunarstaðnum
að óvörum. Hinn árvakri og skyldu-
rækni kaupmaður, Lauritz Bagge, reið
fyrir dögun 17. júlí að heiman til þess
að grennslast eftir því, hvað á seiði
væri og til þess að láta einskis ófreist-
að. Sér til mikillar sorgar sá hann, eftir
tæplega hálfrar klukkustundar reið, þrjá
stóra skipsbáta, drekkhlaðna Tyrkjum.
róa að landi. Hann sendi þegar vinnu-
mann sinn á þeysireið til bæjarins til
þess að sækja hjálp. Þegar Tyrkirnir
stigu á land, skaut hann af býssu sinni,
en það varð aðeins til þess, að hinir
trylltu sjóræningjar ruddust áfram eins
og óðir væru. Þeir veifuðu fezhúfunum
og vefjarhöttunum, sem ber þess sann-
arlega vott, að meginhluti „óþjóðalýðs-
ins“ voru ekki Múhametstrúarmenn,
heldur Evrópumenn. Bagge kaupmað-
ur varð að snúa hesti sínum og flýja. Á
leiðinni mætti hann hinum djarfmann-
lega Thomsen skipstjóra með hóp vopn-
aðra íslendinga. Jafnskjótt og þeir sáu,
að Tyrkirnir voru komnir á land og
höfðu fundið stiginn, sem lá til bæjar-
ins, hlupu þeir hver til síns heimkynn-
is, til þess að bjarga fjölskyldum sín-
um og eignum. Einir gátu þeir Bagge
og Thomsen skipstjóri ekkert að gjört.
Þeir riðu niður til Dönskuhúsa og ráku
nagla í púðurgötin á fallbyssunum. Þeg-
ar þeir höfðu lokið því, fóru Bagge og
menn hans út í hinn stærsta af bátum
Krabbans, og lét skipstjóri sína menn
fara með. Sjálfur vildi Thomsen skip-
stjóri fara um borð í skip sitt, til þess
að sökkva því. Hann klifraði um borð
og byrjaði að berja botn skipsins með
viðaröxi. En hið góða skip var honum
ofurefli. Hann gat ekki höggið gat á
það. Sjóræningjarnir voru nú komnir á
í
HEIMAKLETTUR